Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 9
Ríkisstofnunum
fækkar
Ríkisstofnunum hefur fækkað
um tæplega 50 frá árinu 2000.
Minnsta ríkisstofnunin er með
tvo starfsmenn en sú fjölmenn-
asta er Landspítali með rúmlega
4.700 manns. Minnstu stofnan-
irnar eru á sviði tolla- og skatta-
mála. Rúmlega helmingur stofn-
ana ríkisins er með færri en 50
starfsmenn en hjá þeim stofnun-
um starfa aðeins um tíu prósent
ríkisstarfsmanna.
Sé litið á stöðugildi eru 59%
stofnana með færri en 50 stöðu-
gildi, en hlutfallið árið 1998 var
68%. Út frá þessum tölum má
ráða að ríkisstofnunum hefur
fækkað samhliða því sem þær
hafa stækkað hvað varðar fjölda
starfsmanna.
DV Fréttir föstudagur 14. september 2007 9
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Ákærðir fyrir
vörslu fíkniefna
„Þetta eru alls níu ákærur á
hendur þessara einstaklinga til
meðferðar og auk þess er ein
ákæra um fíkniefnaakstur,“ segir
Eyþór Þorbergsson, fulltrúi sýslu-
mannsins á Akureyri.
Á miðvikudaginn fór fram
aðalmeðferð í máli Óla Friðbergs
Kristjánssonar, Hrannars Þórs
Kjartanssonar og bræðranna
Þengils Stefánssonar og Ás-
mundar Gunnars Stefánsson-
ar. Þengli er gefið að sök að hafa
ekið undir áhrifum fíkniefna en
hinar ákærurnar varða brot á lög-
um um vörslu fíkniefna. Í heild-
ina fundust á annað hundrað
grömm af fíkniefnum á mönn-
unum og var þar á meðal hass og
amfetamín. Ekki hefur tekist að
sanna að mennirnir hafi ætlað
efnin til sölu. Búist er við dómi á
næstu tveimur vikum.
Kortavelta
aldrei meiri
Heildarvelta vegna kredit-
kortanotkunar hefur aldrei verið
meiri en í nýliðnum ágústmán-
uði, þá var hún 25,5 milljarðar
króna. Debetkortavelta í innlend-
um verslunum var alls 20,6 millj-
arðar króna.
Þetta eru sterkar vísbendingar
um að mikill vöxtur hafi hlaupið
í einkaneyslu landsmanna. Sam-
fara hækkandi sól í sumar jókst
kortaveltan til muna. Útlit er fyrir
að einkaneysla á yfirstandandi
ársfjórðungi vaxi milli ára og
vegur það gegn samdrætti vegna
aðsteðjandi loka á stóriðjufram-
kvæmdum.
Atvinnulausum
fækkar
1.578 voru atvinnulausir í ág-
úst, eða 0,9 prósent þjóðarinnar.
Þetta eru 102 færri en í júlímán-
uði og minnkaði atvinnuleysi því
um 6,5 prósent á milli mánaða.
Atvinnuleysi í ár er 24 prósent-
um minna en á sama tíma í fyrra
þegar atvinnuleysi var 1,2 prósent.
Atvinnulausum á höfuðborgar-
svæðinu fækkar töluvert meira en
á landsbyggðinni. Á höfuðborg-
arsvæðinu fækkaði atvinnulaus-
um um tíu prósent en á lands-
byggðinni fækkaði atvinnulausum
um 2,5 prósent. Fleiri konur eru
atvinnulausar en karlar en 1,2
prósent þeirra eru atvinnulaus á
meðan atvinnuleysi karla er 0,6
prósent.
Jens R. Kane flugstjóri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás:
Flugstjóri sparkaði í liggjandi unnustu
Jens R. Kane, 41 árs flugstjóri hjá
Icelandair, hefur verið ákærður fyrir
líkamsárás á fyrrverandi kærustu
sína. Honum er gefið að hafa tekið
hana hálstaki, slegið höfði hennar
í vegg og sparkað í hana þar sem
hún lá á gólfi íbúðar hans þar sem
hún dvaldi. Jens komst í fréttirnar í
ágústlok þegar Morgunblaðið fjallaði
um að flugstjóri hefði smyglað
unnustu sinni frá Venesúela með
fragtflugi til Íslands. Hún íhugar að
kæra hann einnig fyrir smygl á sér.
Ákæra gegn Jens var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðju-
dag. Líkamsárásin á að hafa átt sér
stað síðla janúarmánaðar og slitnaði
upp úr sambandi þeirra í kjölfarið.
Fyrrverandi kærasta Jens leitaði
læknishjálpar og kom í ljós að hún
hafði tognað á hálsi, hlotið roða á
hálsi og eymsli á brjóstkassa. Auk
þess hlaut hún hrufl og marbletti á
brjóstkassa, á herðum og fékk sár
á hægra hné. Einnig kvartaði hún
undan eymslum á hægra herðablaði,
brjósti, hrygg og á aftanverðu hægra
læri.
Í kjölfar fréttaumfjöllunar um
smygl sendi Jens yfirlýsingu til Morg-
unblaðsins þar sem hann hafnaði
því alfarið að um líkamsárás hefði
verið að ræða. Hann segir hið rétta
í málinu vera að konan hafi stofnað
til áfloga þegar hann krafðist þess að
hún yfirgæfi heimili hans. Jens tók
í yfirlýsingu sinni fram að hún væri
stór og kröftug kona. Hann telur að
hún hafi kært hann til að fá að dvelja
í landinu og að hið sanna eigi eftir að
koma í ljós.
Fyrir dómi var þess krafist að Jens
myndi sæta refsingu fyrir líkamsárás
og greiðslu bóta að upphæð 500
þúsund krónum. Kröfugerð er með
þeim fyrirvara að mögulega komi
í ljós frekari afleiðingar árásar hjá
konunni.
Í samtali við DV vildi Jens ekki tjá
sig um málið. Hann vildi heldur ekki
segja til um hvort honum yrði vikið
frá störfum á meðan á rannsókn
málsins stæði yfir og skilaboðum
þess efnis til upplýsingafulltrúa Ice-
landair var ekki svarað.
erla@dv.is
Jens R. Kane Jens er gert að
hafa smyglað kærustu sinni
frá Venesúela með fragtflugi
til Íslands.
11. bókin er komin út.
Gæsahúð eftir Helga
Jónsson er einn allra
vinsælasti bókaflokkur
landsmanna.
Tóti og töfraprikið
höfðar líka til yngri
lesenda en áður.
Margar konur á aldrinum 20-90 ára muna eftir
Nancy Drew bókunum. Hér hefst nýr bókaflokkur fyrir
stelpur á aldrinum 8-14 ára.
Fyrsta bókin heitir Horfin sporlaust.
Næsta bók kemur út í október og heitir Mikil áhætta.
Spenna og fjör fyrir börn og unglinga.
Bergdorf blondínur er krassandi
skemmtilestur þar sem gert er stólpa-
grín að Paris Hilton kynslóðinni, al-
gerlega í anda Bridget Jones bókanna.
Höfundurinn vann á tískutímaritinu
Vogue. Þýðandi er Sigríður Halldórs-
dóttir. Frumútgáfa í kilju.
Fyrir þá sem vilja frekar hlusta en lesa.
Gæsahúð er komin út á geisladiski.
Bækurnar Gula geimskipið (nr. 3) og Flóttinn heim (nr. 4).
Lesari: Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða í Unun).
SPENNA
N HELD
UR ÁFR
AM!
N
ÝR
F
LO
KK
U
R
FY
RI
R
ST
EL
PU
R
G
RÍ
N
SA
G
A
U
M
P
A
RI
S
H
IL
TO
N
!?
! HLUSTAÐU og fáðu GÆSAHÚÐ!
www.tindur.is
tindur@tindur.is
ENGIR SKÓLALIÐAR EFTIR