Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 16
föstudagur 14. september 200716 Helgarblað DV Leita enn réttLætis M ikil umræða fór í gang á fyrri hluta þess árs um slæma meðferð á börnum sem dvöldu á vist- og meðferðar- heimilum fyrir börn á árunum 1950 til 1980. Umfjöllun DV í byrjun febrúar um drengi sem beittir voru hrika- legu ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, á Breiðavík á árunum 1952 til 1978 varð til þess að fólk sem vistað var á öðrum heimilum af svipuðum toga í æsku steig fram og sagði sína sögu. Fjölmargir þeirra drengja sem vistaðir voru á Breiðavík rufu ára- tuga gamlan þagnarmúr; sögðust hafa sætt kynferðislegu ofbeldi auk þess að þola niðurlægingu, gegndarlausar barsmíðar og vist í svart- holi í kjallara. Kennsla var lítil sem engin. Margir þessara manna bera enn þann dag í dag þungan kross. Þeir eru komnir á miðjan aldur og hafa margir hverjir lifað og hrærst í heimi glæpa og ofneyslu áfeng- is og lyfja. Margir hafa hugsað um hefnd, aðrir vilja réttlæti af hálfu stjórnvalda. Mennirnir voru sviptir rétti sínum til þess að lifa mann- sæmandi lífi og sviptir sakleysi sínu á barnsaldri. Málið var tekið upp á Alþingi og í aprílbyrjun skipaði Geir H. Haarde forsætisráðherra nefnd sem kanna átti starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn á umræddu tímabili. DV kannaði í vikunni hvernig vinna nefndarinn- ar gengur og ræddi við tvo þeirra manna sem þurftu að líða ofbeldi á Breiðavík fyrir um fjörutíu árum og bíða þess enn ekki bætur. Þeir leita enn réttlætis en eru vongóðir um að það fáist. Maron Bergmann var vistaður á Breiðavík í tvö ár og einn dag: GeiGvænLeGur niðurtúr „Þetta tók á. Og talsvert mikið því þarna var ég að segja frá hlutum sem ég hef ekki sagt frá opinber- lega fyrr,“ segir Maron Bergmann um viðtalið sem sálfræðingur á vegum Breiðavíkurnefndarinnar tók við hann ekki alls fyrir löngu. „Þetta var mjög fagmannalega gert. Sálfræðingurinn fékk mína sögu og spurði strategískra spurninga á þeim stöðum sem við átti og fékk bein svör við því. En maður getur aldrei undirbúið sig undir svona spjall og að sjálfsögðu gleymir maður alltaf einhverju.“ Ekki fyrir almenning Maron var sendur í vist á Breiðavík á seinni hluta sjöunda áratugarins. „Ég var í tvö ár og einn dag, frá 8. ágúst 1967 til 9. ágúst 1969. Ég var þar undir Þórhalli Hálfdánssyni og kann honum engin góð orð,“ segir Maron sem var einn þeirra sem sögðu sögu sína í fjölmiðlum fyrr á árinu. En þó ekki alla. „Sumir hlutir sem skeðu fyrir vestan eru þess eðlis, og það grófir, að ég veit ekki hvort almenningur hafi gott af því að vita alla söguna. Það gerðust það margir og slæmir hlutir að ég held að fólk sé ekki tilbúið að heyra um þá í smátriðum.“ Tíminn sem liðinn er frá því Maron steig fram fyrir um hálfu ári hefur verið honum afar erfiður. „Það hefur verið krabbað í gamalt sár. Og virkilega, virkilega slæmt sár. Þarna eru ýldukekkir sem hoppað hafa upp í minningabankanum. Stjórnvöld hafa gert sitt, til dæmis með því að setja á laggirnar sálfræðiteymi sem hefur virkilega staðið við bakið á okkur og hjálpað á þessum tíma.“ Aðspurður hvort hann finni mikinn mun á sér andlega í dag miðað við í byrjun árs segir Maron tímann eiga eftir að leiða það í ljós. „Í ársbyrjun var ég ekki einu sinni að spá í þessa hluti. Síðan opnast þessi umræða og þar með var stungið á hluta af þessu stóra kýli sem þetta er með tilheyrandi sársauka og óþægilegum minningum. Þær minningar hverfa ekki svona einn, tveir og þrír. Það verður viðvarandi verkefni fyrir sálfræðingana að kveða þessa drauga niður. Maður gleypir ekki bara eina magnyl og allt búið.“ Heldur sönsum með hjálp samtakanna Maron segir mikla stoð í Breiðavíkursamtökunum. „Án þeirra væri ég hálfgerður rekaviður. Þarna eru gamlir félagar og vopnabræður, bæði menn og konur, sem eru í sams konar sporum og ég. Að hafa samneyti við þetta fólk, ræða um hlutina og annað í þeim dúr, hefur hjálpað mér að halda nokkurn veginn sönsum. En frá því þetta byrjaði hef ég verið í geigvænlegum niðurtúr.“ Eftir að umræðan fór af stað hóf Maron að leita sér upplýsinga á netinu um hvað hefur gerst í málum af svipuðum toga í öðrum löndum, þá sérstaklega Norðurlöndunum. Hann fann fljótlega danska síðu, eða svokallað forum, Godhavnsdrengene.dk. „Þarna birtast upplýsingar um það sem verið hefur að gerast í þessum málum á Norðurlöndunum. Þetta hefur hjálpað okkur við að afla upplýsinga og halda vel á spilunum hérna heima,“ segir Maron. Hluti af þeim málum í Noregi sem hann hefur lesið sér til um hafa verið send til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Aðspurður hvort það sé vegna þess að fórnarlömbin hafi ekki viljað sæta þeirri niðurstöðu sem fengist hafi í þeirra málum segir Maron þetta margslungnara en svo að hægt sé að segja eitthvað eitt um „Sumir hlutir sem skeðu fyrir vestan eru þess eðlis, og það grófir, að ég veit ekki hvort almenningur hafi gott af því að vita alla söguna.“ Maron Bergmann (t.v.) og félagi hans báðir voru vistaðir á breiðavík á sínum tíma. BreiðavíkurBörn takast á við drauGa fortíðar: „Starfsemi nefndarinnar er nokkuð vel samkvæmt áætlun,“ segir Róbert Ragnar Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar sem skipuð var síðastliðið vor til að kanna starfsemi Breiðavíkur. „Við erum búin að ljúka meginþorra þeirra viðtala við þá einstaklinga sem vistaðir voru í Breiðavík á þessum tíma. Fleiri viðtöl eru bókuð í þessum mánuði Nefndin hefur rætt við 60 manns en í heildina hafði hún nöfn 150 einstaklinga á lista. „Þar af eru einhverjir látnir,“ segir Róbert. „Aðrir einfaldlega finnast ekki. Við vonumst til að geta haft samband við alla þá sem við fáum upplýsingar um. Við erum langt komin með það.“ Róbert segir gagnaöflun hafa gengið vel. „Við erum búin að fá stóran hluta þeirra gagna sem eru til á þeim stofnunum sem við höfum leitað til. Það er náttúrlega ógjörningur að segja hvort það séu öll gögnin. Maður veit það aldrei. En við höfum átt mjög gott samstarf við stjórnvöld um þessa gagnaöflun. Það eru hins vegar ákvarðanir sem við þurfum að taka núna í framhaldinu hvort það séu einhverjir aðilar sem við þurfum kannski að óska eftir frekari upplýsingum frá. Það er nokkuð sem við munum gera mjög fljótlega.“ Nefndin var skipuð með erindisbréfi forsætisráðherra 2. apríl og að sögn Róberts fór vinnan á fullt þá. Að svo stöddu liggja ekki fyrir drög að tillögum til úrbóta eða hvers kyns aðgerða í málefnum drengjanna sem vistaðir voru á Breiðavík. „Við erum ekki komin á það stig í okkar starfi. Það er ekki fyrr en líður á árið að við komumst á það stig.“ rætt við 60 manns Róbert Ragnar Spanó er formaður Breiðavíkurnefndarinnar: Róbert Ragnar Spanó „Við erum búin að ljúka við meginþorra þeirra viðtala við þá einstaklinga sem vistaðir voru í breiðavík á þessum tíma.“ Helgin 2.–4. febrúar 2007 dagbla ðið vísir 5. tbl. – 97. árg. – verð kr . 390 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 100 breiðuvíkurbörnin Öðlaðist nýtt líf Grétar Mar Jónsson Stofna félög í Hollandi Sleppa við Skattinn Fiskisúpan úr Ólafshúsi Ásthildur Sturludóttir Ragnar Björnsson Fann ÁStina Á netinu handboltamömmurnar börnunum misþyrmt árum saman Vitneskjan um harkalega meðferð ungra drengja í Breiðuvík var falin. Skýrsla þar um var gerð að trúnaðarmáli og það var ekki fyrr en DV leitaði að sannleikurinn kom í ljós. Ótrúlega sláandi frétta­ úttekt á 5 blaðsíðum. Sannleikurinn var falinn Helgin 9.–11. febrúar 2007 dagblaðið vísir 6. tbl. – 97. árg. – verð kr. 390 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Hugsjónir og kraftaverk Kolbrún Karlsdóttir Varnarsvæðið þorp á útsölu Dreymir um heilsu og hamingju Elsa María Blöndal Einar þorvarðarson Hefðum gert allt vitlaust Bubbi rokkar með Mínus nAUÐUnGARVIST BARnA Á BJARGI OG Í BREIÐUVÍK ÓTTASLEGIN Í EINANGRUN Strákarnir þoldu kvalir í Breiðuvík og stelpurnar á Bjargi á Seltjarnarnesi. DV fann gögn sem ljóstra upp um hörku í meðferð varnarlausra ungmenna. Hegningar og högg 2. fEBRúaR 9. fEBRúaR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.