Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 17
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 17 Leita enn réttLætis Breiðavík Á þeim tuttugu og sex árum sem heimilið var starfrækt voru sjötíu og tveir piltar vistaðir þar. meðalaldur þeirra var um ellefu ár. sá yngsti var sjö ára, sá elsti sextán. það. „En það er talsvert mikið af málum í gangi í Noregi núna sem ekki er búið að loka,“ segir Maron. Maron segist lítið geta tjáð sig um það að svo komnu máli hvað hann vilji sjá koma út úr málum þeirra drengja sem beittir voru ofbeldi í Breiðavík. „Í rauninni það eina sem ég get sagt um það hér og nú er að ég vona, þegar öll kurl eru komin til grafar, að niðurstaðan verði viðunandi fyrir alla aðila.“ Páll rúnar elísson, Breiðavíkurbarn Þarf ekki að feLa mig Lengur „Sólin er komin inn í sálina mína. Hún var ekki þar áður,“ segir Páll Rúnar Elísson, formaður Breiðavíkursamtakanna, um muninn á sér andlega í dag og í ársbyrjun, áður en hann steig fram og sagði sögu sína. „Ég horfi núna björtum augum á framtíðina. Þá á ég líka við samskiptin við börnin mín og fjölskylduna, þá sem skipta mestu máli. Ég þarf ekki að að fela mig lengur,“ segir Páll. Enginn, hvorki hans nánustu né aðrir, vissi neitt um það sem hann þurfti að ganga í gegnum á Breiðavík á árunum 1963 til 1967 fyrr en í febrúar á þessu ári. Sagði nefndinni sögu sína Nefndin sem skipuð var í apríl til að kanna starfsemi vistheimilanna hefur á undanförnum vikum og mánuðum rætt við fjölda einstaklinga. Páll er einn þeirra. „Mér fannst vel staðið að málum. Þetta var faglega gert. Þarna var viðkunnanlegt fólk og gott að tala við það,“ segir Páll. „Ég fékk að ráða sjálfur taktinum og gat því tekið því rólega. Ég var þarna í um eina og hálfa klukkustund en það er voðalega misjafnt hvað menn voru lengi þarna. Ég held að þeir fari brátt að ljúka viðtölunum en það er ákveðinn hópur sem vildi ekki láta taka við sig viðtal. Svo er náttúrlega stór hópur látinn.“ Brotin heimili Páll segir ekki lengur hægt að bæta mikið fyrir það sem gerðist. „Auðvitað eru margir sem þurfa á sálfræðiaðstoð að halda. Og ég held að það sé krafan frá flestum að bætt verði úr þeirri menntun sem þeir fóru á mis við. Margir þessara manna eiga brotin börn og brotin heimili í dag,“ segir Páll og bætir við að mörg þeirra heimila sem barnabörnin þeirra alist upp á í dag séu einnig brotin. Það sé bein afleiðing þess sem gerðist á Breiðavík. „En staðan er þokkalega góð núna myndi ég segja. Við erum allavega sterkari en nokkru sinni fyrr.“ Bók væntanleg Sjálfur sækir Páll sér sálfræðiaðstoð. Hann segist ekki síst þurfa á henni að halda í tengslum við skrif bókar sem hann hefur unnið að síðastliðin sjö ár og fjallar um vist Páls á Breiðavík. „Ég þarf að margfara yfir það sem ég lenti í við bókarskrifin. Og það er erfitt,“ segir Páll. Bárður Jónsson, sem einnig dvaldist á Breiðavík á sjöunda áratugnum, aðstoðar Pál við skrifin. Páll sér mögulega hjálp í bókinni þegar hún kemur út. „Ég trúi því nefnilega að hún geti hjálpað svo mörgum öðrum. Og það er líka þess virði ef hún myndi bara hjálpa nokkrum fjölskyldum, nokkrum börnum þessara drengja sem voru á Breiðavík, hjálpa þeim að skilja af hverju pabbi var svona, af hverju mamma var svona, af hverju pabbi barði mig eða gerði hitt og þetta. Þegar börnin mín og barnsmóðir sáu mig segja mína sögu í fjölmiðlum opnaðist nýr heimur fyrir þeim. Samband okkar hefur verið allt annað síðan.“ Niðurlæging fyrir þjóðina Þeir sem beittir voru hinu hryllilega ofbeldi á Breiðavík hafa mismunandi kröfur um úrbætur í sínum málum. „Það er ekki nóg að henda í okkur nógu miklum peningum, ef það yrði gert,“ segir Páll. „Ég hef mína kröfu um fyrirgefningu. Ég er alveg steinharður á því. Það myndi gefa mér mikið ef forseti Alþingis myndi biðja mig afsökunar. Svo þarf náttúrlega að bæta mína menntun og ýmislegt annað. En einhvern veginn læðist að mér sá grunur að það verði fátt um loforð þegar upp er staðið. Að mínu mati yrði það niðurlæging fyrir þjóðina.“ Aðspurður hvort starfsemi annarra vistheimila verði skoðuð þegar nefndin hefur skilað af sér skýrslu segir Róbert það eitt af því sem nefndin muni væntanlega skoða. „Nefndin er almenn, það er að segja hún er ekki bundin við Breiðavík samkvæmt lögunum eða einhverju slíku. Það er forsætisráðherra að ákveða næstu skref. Það er líka vissulega eitt af því sem nefndin mun skoða, hvort – og þá hvernig – framhald verði á störfum nefndarinnar og gera tillögur í þeim efnum.“ 80 manns eru nú í samtökunum: fjáröfLun gengur iLLa Breiðavíkursamtökin voru stofnuð í framhaldi af því að vitneskjan um hina illu meðferð, sem margir urðu fyrir á Breiðavík og öðrum sambærilegum stofnunum hér á landi, kom upp á yfirborðið. Samtökin eru eins konar regnhlífarsamtök fyrir fórnarlömbin; flest dvöldu þau á Breiðavík en einnig hafa einstaklingar sem dvöldu til að mynda á Kumbaravogi og Bjargi tekið þátt í starfsemi samtakanna. Tilgangur samtakanna er að vera málsvari og hagsmunasam- tök fólks sem vistað var á vegum hins opinbera á upptökuheim- ilum, einkaheimilum og öðrum sambærilegum stofnunum á árun- um 1950 til 1980 og beita sér fyrir forvarnarstarfi gegn ofbeldi af öllu tagi á börnum á fósturheimilum. Samræður á netinu Um áttatíu manns eru nú í Breiðavíkursamtökunum og að sögn Páls Rúnars Elíssonar, for- manns samtakanna, bætist sífellt við. Hann segir að samtökin hafi þó kannski ekki verið jafn virk og hann hefði viljað og koma sumarfrí og fleira þar inn í. Þau hafa þó stofnað heimasíðu og hittast meðlimir annan sunnudag í mánuði í Laugarneskirkju. „Það eru aftur á móti margir sem vilja ekki koma þangað eftir það hvernig kirkjan kom fram við þá og benda þeir þá á séra Sigurð Sigurðsson sem var á Breiðavík. Svo er náttúrlega fólk erlendis og úti á landi og þess vegna viljum við stækka heimasíðuna og betrumbæta svo fólk geti talað saman þar. En þetta kostar peninga,“ segir Páll og hafa samtökin reynt að safna þeim saman með litlum árangri. Hefur skrifað 150 fyrirtækjum Páll hefur sjálfur skrifað um 150 fyrirtækjum en ekki fengið krónu og kveðst hann telja að fréttir af fjármálaóreiðu hjá Byrginu og fleirum hafi eitthvað með það að gera hversu illa hefur gengið. Margir haldi að sér höndum því þeir geti ekki vitað fyrir víst hvernig peningunum er varið. Páli finnst það miður en tekur fram að þau svör sem hann hafi fengið frá fyrirtækjunum hafi öll verið á vinsamlegum nótum. „Margir segja að þetta sé virðingarvert framtak, og samtök sem þeir vildu gjarnan hjálpa, en það sé búið að veita þetta árið. Sumir hafa svo ekki enn svarað,“ segir Páll. Hann hyggst þó halda ótrauður áfram í fjáröfluninni og að gera heimasíðu Breiðavíkursamtakanna sem best úr garði. Heimasíða samtakanna er á slóðinni www.breidavikursamtok- in.is. Heimasíðan opnuð páll rúnar elísson, formaður breiðavíkursamtakanna, og Jóhanna sigurðardóttir félagsmálaráð- herra opna heimasíðu samtakanna í júlí. „Ég hef mína kröfu um fyrirgefningu. Ég er alveg steinharður á því. Það myndi gefa mér mikið ef forseti Alþingis myndi biðja mig afsökunar.“ Páll rúnar elísson „Þegar börnin mín og barnsmóðir sáu mig segja mína sögu í fjölmiðlum opnaðist nýr heimur fyrir þeim. Og samband okkar hefur verið allt annað síðan.“ Breiðavíkur- börnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.