Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 21
Færeyskir tónleikar Tónleikar með færeysku yfirbragði fara fram í Norræna húsinu annað kvöld. Tónlistarmennirnir sem koma fram eru Budam, Jensina Olsen og Jógvan Hansen ásamt íslensku hljómsveitinni Ízafold. Miðasala fer fram í Norræna húsinu og á midi.is. DV Menning föstudagur 14. september 2007 21 Mannleg skákvél Hjá Máli og menningu er komin út bókin Skáktyrkinn eftir Robert Löhr. Skáktyrkinn er margslungin söguleg skáld- saga sem fjallar um þjóðsagna- kennda uppfinningu, skákvél í mannsmynd, og þann vef blekkinga, öfundar, hneyksl- ismála og losta sem spinnst í kringum hana við hirðina í Vínarborg í lok 18. aldar. Ro- bert Löhr, sem er gestur Bók- menntahátíðar í Reykjavík, er fæddur í Berlín 1973. Skáktyrkinn er fyrsta skáld- saga hans og hefur uppskor- ið mikið lof og vinsæld- ir. Guð- mundur Viðar Karlsson þýddi. Hótel Borg Út er komin bókin Hótel Borg eftir Ítalann Nicola Lecca. Heimsþekktur hljómsveitar- stjóri hafnar æðstu metorðum innan tónlistarheimsins og ákveður að setjast í helgan stein. En fyrst ætlar hann að halda mik- ilvægustu tónleika lífs síns. Lecca, sem er gestur Bókmenntahátíðar í Reykja- vík, fæddist á Sardiníu á Ítalíu árið 1976. Hann er talinn einn af efnilegustu rithöfundum Ítala en eftir hann liggja fjögur smásagnasöfn og skáldsögur. Hann hefur unnið til nokkurra verðlauna fyrir skrif sín. Lecca dvaldist hér á landi um skeið og ákvað þá að Reykjavík yrði um- gjörð næstu bókar sinnar. Fyrsta mynda- orðabókin Stóra myndaorðabók- in er komin út hjá Máli og menningu. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku. Hún geymir myndir af öllu milli himins og jarðar, allt frá smæstu líffærum augans til einstakra hluta þotuhreyfils, frá mismunandi kryddtegundum til skíðastökkpalla. Hverri mynd fylgir íslenskt orð yfir viðkom- andi fyrirbæri og hluta þess og einnig heiti þeirra á fjórum öðrum tungumálum: ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Sýningaropnun í Gallerý 100° Eysteinn Jónsson opnar myndlistarsýningu í Gallerý 100° í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur kl. 17 á morgun. Sýningin stendur til 12. október og er opin alla virka daga frá kl. 8.30 til 16. Blind kind í Austurbæ „Þetta er absúrd leikrit. Það má eiginlega segja að þetta sé fantasía,“ segir Pálína Jónsdóttir leikkona sem frumsýnir einleikinn Blinda kindin eftir Elísabetu Jökulsdóttur í Austurbæ á morgun. Steinunn Knútsdóttir sér um leikstjórn. „Verkið fjallar um hugaróra konu sem er ástfangin af manni,“ segir Pál- ína. „Þetta er voða mikið inni í höfð- inu á henni því hann veit ekkert um þetta, blessaður maðurinn. Og hún þarf svo mikið að tjá þetta að hún reynir að fanga athygli heimspress- unnar. Heimspressan er hins vegar á kafi í að fylgjast með stríði í heim- inum og frægum einstaklingum þannig að konan bregður á það ráð að bjóða upp á leik sem heitir jarð- arfaraleikurinn. Þar tekst henni að jarða sig á tólf mismunandi vegu.“ Leikritið var sýnt í Iðnó árið 2004, hét þá The Secret Face og var flutt á ensku. Pálína hefur síðan þá far- ið með sýninguna um Ameríku og Evrópu við mjög góðar undirtektir. Einleikjahátíð í Makedóníu var einn af viðkomustöðunum þar sem sýn- ingin lenti í fyrsta sæti. „Við mætum þarna full af eldmóði en svo er mér sagt að vera ekki að búast við neinu því það sé pólitískt samráð um úrslit keppninnar. Það kom líka á daginn að nágrannar Makedóníumanna, Rúmenar, unnu en það er mik- ið samband þarna á milli á leiklist- arsviðinu. Þegar við komum heim hafði listrænn stjórnandi keppninn- ar svo mikið samviskubit að hann gat ekki annað en sagt okkur að meirihluti dómnefndar hefði í raun valið okkar sýningu sem þá bestu,“ segir Pálína og hlær. LeikList Það tók hjónin Jung Chang og Jon Halliday tólf ár að skrifa ævi- sögu Maós formanns. Hjónin skiptu heimildarvinnunni bróðurlega á milli sín og hittust svo í hádegismat í eldhúsinu á heimili þeirra og köst- uðu á milli hugmyndum eða einfald- lega létu móðinn mása um það sem lá þeim á hjarta enda ótalmargt sem kom þeim á óvart í rannsóknarvinn- unni. „Ég tala ekki kínversku svo Jung sá aðallega um þann hluta,“ segir Jon sem hefur sérhæft sig í rússneskri sögu og talar tungumálið. „Ég sá því aðallega um að vinna úr rússnesku heimildunum en í þeim reyndist vera gullnáma af nýjum upplýsing- um um Maó og stjórnartíð hans. Kínverjar tala ekki við útlendinga og sérstaklega ekki um svona hluti. En við Jung ferðuðumst mjög mikið um Kína og skoðuðum næstum öll hús- in sem Maó lét byggja fyrir sig.“ Jon segir það hafa verið ævintýri líkast að fara á slóðir Maós. „Hann var með hámarksöryggisgæslu í öllum sín- um húsum. Hann keyrði bílana inn í stofu til sín og á eftir honum skellt- ist heljarinnar stórt stálhlið. Öll hús- in eru einlyft þar sem Maó var illa við að heyra umgang frá efri hæðum enda hafði hann stöðugar áhyggjur af launmorðingjum.“ Góður bófi Það kemur ítrekað fram í verkinu Maó: Sagan sem aldrei var sögð, að án hjálpar frá rússneska komúnista- flokknum með Stalín í fararbroddi hefði Maó aldrei komist til valda. „Fé- lagar Maós reyndu ítrekað að halda honum úti í kuldanum því þeim blöskraði framkoma Maós. En Stalín taldi Maó hafa allt sem þurfti til þess að koma á kommúnistaríki í Kína.“ Kínverkski kommúnistaflokkurinn var háður fjárframlögum frá Rússlandi. Maó fékk sinn skerf en mjög snemma á ferlinum tók Maó upp þá siði sem síðar áttu eftir að verða eitt af hans að- alsmerkjum. „Strax 1928 var Maó far- inn að lifa því nautnalífi sem hann svo gerði ævina á enda. Hann bjó í stórum húsum og var með átta persónulega þjóna. En peningarnir komu ekki ein- ungis frá Rússum. Maó var bófi; hann var mjög góður bófi,“ segir Jon. Óvinsæll og óheillandi Ólíkt mörgum öðrum einræðis- herrum virðist Maó hvorki hafa haft hugsjón að leiðarljósi né persónutöfra til þess að heilla lýðinn. „Aðstæður voru með Maó og það má segja að Stalín hafi búið til kjöraðstæður fyrir Maó. Maó þekkti sjálfan sig gríðarlega vel og vissi nákvæmlega hvað það var sem hann vildi. Það vildi svo „heppi- lega“ til að hann hafði hjarta úr steini og siðlaus var hann með öllu en það voru einmitt þessir eiginleikar sem gerðu það að verkum hann naut fulls stuðnings Stalíns,“ segir Jung. Þrátt fyr- ir mörg hliðarspor Maós fyrstu árin í Kommúnistaflokknum og gríðarlegar óvinsældir hans innan flokksins hélst hann inni en einungis vegna stuðn- ingsins frá Stalín. „Það var siðleysið færði hann upp valdaskalann. Þó svo að Maó hafi ekki getað heillað fjöld- ann náði hann góðri stjórn á minni hópum. Hann var mjög góður í því að brjóta fólk niður, egna andstæðingum sínum saman og almennt vera ógn- andi,“ segir Jon Halliday. Elskaði ofbeldi Eitt af markmiðum Jung Chang og Jon Halliday með verkinu var að reyna að skilja hvers vegna Maó var eins óvæginn og hann var. Þau rann- sökuðu uppruna Maós en gátu ekki tengt neitt í barnæsku Maós sem gæti hafa drifið hann til siðleysis. „Fyrstu merki um hneigð Maós til ofbeld- is var í skriflegum texta hans þegar hann var 24 ára. En hann var ekki far- inn að beita neinu líkamlegu ofbeldi á því tímabili. Hann var ekki orðinn vandall, segir Jung: „En hann elskaði eyðileggingu. Hans draumur var að rífa niður allann heiminn og byggja hann upp á nýtt,“ bætir Jon við. „Þeg- ar hann var svo 33 ára, varð hann í fyrsti skipti vitni að líkamlegu of- beldi. Þetta var mjög skýrt augnablik fyrir hann því það var þá sem hann uppgötvaði að hann elskaði ofbeldi,“ segir Jung. Gáfaður og vel lesinn Jung og Jon töluðu við ótrúlegan fjölda fólks við vinnslu bókarinnar. Það er löngu orðið ljóst að Maó var fyrst og fremst eiginhagsmunasegg- ur sem kærði sig lítt um hag þjóðar sinnar; þvert á það sem hugmynda- fræði kommúnismans átti upphaf- lega að boða. Hann hlýtur þó að hafa búið yfir einhverjum kostum. „Maó var ótrúlega gáfaður og vel lesinn maður. Hann byrjaði ekki í Kommún- istaflokknum út af hugmyndafræð- inni heldur vegna þess að honum var boðin vinna við að selja bækur um kommúnisma. Þetta hentaði honum vel. Hann var fátækur og hann elsk- aði bækur. Og það er ástæðan fyrir því að hann gekk í flokkinn og í raun- inni ekki svo slæm ástæða. En seinna, í menningarbyltingunni, leyfði hann ekki almenningi að lesa. Bækur voru brenndar um allt Kína. Hann las, en restin af Kína mátti ekki lesa,“ segir Jung alvarleg á svip. „En það er alls ekki hægt að segja honum margt til hróss,“ bætir hún við. „Fjölskyldumaðurinn“ Maó Maó gifti sig fjórum sinnum um ævina. Hann gifti sig fyrst fjórtán ára en það var skipulagt af foreldrum brúðhjónanna. Brúðurin dó innan við ári eftir brúðkaupið. Önnur eig- inkona hans var stóra ástin í lífi hans. „Hann talaði mikið um hana, skrif- aði ljóð um hana og sagði hve mikið hann elskaði hana. En við Jon kom- umst að því að hann í rauninni yfir- gaf hana og þrjá syni þeirra. Hún var síðar drepinn af Þjóðernisflokkn- um en Maó hefði auðveldlega getað bjargað henni en hann sagðist vera of þreyttur til að standa í því. Þriðja eiginkona hans eignaðist ógrynni af börnum með honum. Hana yfirgaf hann líka. Hún fékk taugaáfall og var inn og út af geiðveikrahælum. Fjórðu konu Maós, Madame Maó, var lengi kennt um Menningarbyltinguna. Hún var sögð hin illa kona sem ráðskað- ist með Maó. Seinna sagði Madame Maó: „Ég var hundur Maós formanns, Maó bað mig um að bíta; ég beit.“ Maó notaði hana því að hann vissi að hún var illgjörn. Þegar andstæðingar Maós beindu spjótum sínum að honum rétt undir lok ævi hans bað hann þá um að leyfa sér að deyja í friði. Þeim var hins vegar velkomið að taka Madame Maó í stað hans. Stuttu eftir að hann dó, var Madame Maó handtekin; stuttu síðar framdi hún sjálfsmorð í fangaklefan- um,“ segir Jung. Skert tjáningarfrelsi Bók Jung og Jon er enn bönnuð í Kína. „Hún var gefin út í Hong Kong fyrir ári. Bókin hefur með ýmsum krókaleiðum ratað leið sína til Kína þökk sér netinu. En Kínverskt samfé- lag hefur breyst mjög mikið og mjög ört frá því á tímum Maós. Fólk hefur það miklu betra. En tjáningarfrelsið er enn skert og reyna stjórnvöld að fylgjast vel með sínu fólki. Það verð- ur hins vegar erfiðara og erfiðara fyr- ir stjórnvöld eftir því sem tækninni fleytir áfram.“ Maó er enn af mörg- um álitinn hetja. „Já, það er sorglegt. En þó er fólk smám saman að opna augun fyrir þessum hörmungum sem urðu af hans völdum. Núverandi stjórn er auðvitað byggð á grunni Maós og ef hún efast um hans gjörð- ir efast hún um eigin rætur og þá er hætt við að stjórnin veikist enn frek- ar. Þetta er því erfið staða,“ segir Jung að lokum. Kindablinda? pálína í hlutverki sínu í blindu kindinni. FORMAÐURINN SEM ELSKAÐI OFBELDI Hjónin Jung Chang og Jon Halliday eru stödd hér á landi til að kynna nýlegt verk sitt á Bókmenntahátíð. Árið 2005 sendu þau frá sér ævisöguna Maó: Sagan sem aldrei var sögð. Bókin kem- ur út von bráðar hér á landi en Ólafur Teitur Guðnason hefur þýtt bókina á íslensku. Vinnsla bókarinnar tók heil tólf ár en gríðarleg rannsóknarvinna liggur að baki. DV hitti hjónin í miðbæ Reykjavíkur þar sem þau sögðu í stuttu máli frá for- manninum ógurlega; Maó. Í dag, föstudag, klukkan 15.15 ætlar Jung Chang að halda fyrirlesturinn Hvernig öðlast ég skilning á maó í sal 1 í Háskólabíói. fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við stofnun Vigdísar finnbogadóttur. ennfremur verða þau Jon Halliday í hádegisspjalli í Norræna húsinu, kl. 12.30. Jung Chang og Jon Halliday árita bók sína eftir fyrirlesturinn í Háskólabíói og í bókaverslun máls og menningar, Laugavegi 18, klukkan 11 laugardag- inn 15. september. Í tilefni af komu höfundanna til landsins fæst bókin á sérstöku tilboðsverði. Jon Halliday Hjónin Jung Chang og Jon Halliday sendu frá sér stórvirkið maó: sagan sem aldrei var sögð árið 2005. bókin hefur nú verið þýdd á íslensku en það var Ólafur teitur guðnason sem þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.