Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 23
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 23
GÓÐ TÓNLIST Á ENGIN LANDAMÆRI
ar fram gleði og dans samtímis því
sem hún dregur fram svipmyndir úr
þjóðlífinu.“
Enginn tónlistarskóli í landinu
Geir bendir á að ástandið í Gíne��
Bissá sé erfitt. Þar er heilbrigðiskerf�
ið veikb�rða, menntakerfið söm��
leiðis, iðnaðarframleiðsla lítil og
landið eitt af þeim allra fátæk�st� í
heimin�m.
„Ég hef fylgst með landinu í langan
tíma og sé ákveðnar breytingar, bæði
til batnaðar og til hins verra. Það sem
er verst er óstöðugleiki í stjórnarfari og
veikleiki í almennri stjórnsýslu lands-
ins sem snertir meðal annars varnir
þess gagnvart utanaðkomandi öflum
eins og ólöglegum innflutningi eitur-
lyfja. Landið er veikburða til að takast
á við mörg þau verkefni sem nauðsyn-
leg eru hverju frjálsu ríki, eins og að
reka gott mennta- og heilbrigðiskerfi.
Hvað varðar menningarstarfsemina
er þar enn ekkert hljóðver og enginn
tónlistarskóli er starfandi í landinu.
Það væri því gaman ef þetta framtak
okkar, að fá þessa ágætu hljómsveit
hingað til lands, myndi leiða til auk-
inna samskipta landanna, til dæmis
tónlistarmanna. Það væri gleðilegur
ávinningur...“
Hvað verð�r �m h�gsanlegan
ágóða af væntanlegri hljómplöt�?
„Það eina sem er öruggt er að
ef ágóði verður af plötusölu mun
hann skila sér beint til að efla sjálfa
hljómsveitina og annað menn-
ingarstarf í landinu. Ég vil þó ekki
kalla þetta hjálparstarf; mun frekar
menningar- og menntatengsl sem
koma báðum löndunum til góða.
Ósk okkar sem stöndum að þessu
er sú að koma Super Mama Djombo
til Íslands muni fyrst og fremst auka
skilning milli þjóðanna, við viljum
gefa þessari ágætu hljómsveit tæki-
færi til að koma saman á nýjan leik
eftir yfir rúmlega tuttugu ára að-
skilnað og gefa Íslendingum tæki-
færi á að kynnast góðu tónlistarfólki
frá Vestur-Afríku. Gínea-Bissá þarf
ekki aðeins á fjárhagslegum stuðn-
ingi að halda heldur líka almenn-
um stuðningi og skilningi á því sem
almenningur þar er að berjast við á
hverjum degi. Ef hljómsveitin nær
árangri á nýjan leik og framtakið
stuðlar að frekari samskiptum land-
anna verð ég mjög ánægður. Ég hef
á liðnum rúmum tveimur áratugum
sinnt verkefnum á sviði heilsugæslu
sunnan Sahara og starfað þar með
góðu fólki við lækningar og upp-
byggingu heilbrigðisþjónustu. Því er
eðlilegt að fólk verði örlítið hissa að
heyra að ég, barnalæknirinn, stuðli
að komu bissáskrar hljómsveitar
hingað til lands. Í mínum huga er
það fyrst og fremst hluti af því að
opna fyrir frekari tengsl milli þjóð-
anna og auka gagnkvæman skiln-
ing okkar á milli. Ég á erfitt með að
hugsa mér betri leið til þess að sam-
eina fólk í mismunandi menningar-
heimum en í gegnum góða tónlist.
Góð tónlist á sér engin landamæri.“
annakristine@dv.is
„Gínea-Bissá þarf ekki aðeins á fjárhagsleg-
um stuðningi að halda heldur líka almennum
stuðningi og skilningi á því sem almenningur
þar er að berjast við á hverjum degi. Ef hljóm-
sveitin nær árangri á nýjan leik og framtak-
ið stuðlar að frekari samskiptum landanna
verð ég mjög ánægður. Ég hef á liðnum rúm-
um tveimur áratugum sinnt verkefnum á sviði
heilsugæslu sunnan Sahara og starfað þar
með góðu fólki við lækningar og uppbygg-
ingu heilbrigðisþjónustu. Því er eðlilegt að
fólk verði örlítið hissa að heyra að ég, barna-
læknirinn, stuðli að komu bissáskrar hljóm-
sveitar hingað til lands.“
Barnalæknirinn gEislar af glEðiZé manel kom til landsins í síðustu viku til að undirbúa komu hljómsveitarinn-ar super mama djombo. Hér er hann með geir gunnlaugssyni barnalækni sem hefur haldið upp á vestur-afríska hljómsveit í rúma tvo áratugi.