Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 14. SepTembeR 2007DV Sport 33
Everton er erfitt heim að sækja og í liðinu eru
margir leikmenn sem eru harðir í horn að taka .
Inn á milli eru þó leikmenn sem eru flinkir og geta
skapað usla í vörn andstæðinganna. Manchester
United-leikmennirnir eru hins vegar ólmir í að
koma tímabilinu almennilega af stað. Wayne
Rooney og Christiano Ronaldo koma aftur inn í
liðið. Þeir munu breyta leik Manchester United og
liðið vinnur góðan sigur 0–2. 2 á Lengjunni.
Ekkert lið fer á Fratton Park og getur bókað sigur.
Harry Redknapp hefur búið til gott lið sem spilar
fínan fótbolta þegar vel lætur. Benjani, Kanu og
Utaka eru hjartað í sóknarleik liðsins. Liverpool
hefur byrjað tímabilið vel og það sem meira er að
liðið virðist vera búið að kveða niður
útivallargrýluna sem var á liðinu í fyrra. 2 á
Lengjunni.
Borgarslagur af bestu gerð. Mikið liggur við hjá
báðum liðum. Ekkert er gefið eftir þegar þessi lið
mætast og tæklingar munu fljúga. Arsenal hefur
haft tak á Tottenham undanfarin ár en í þessum
leik verða heimamenn ekki auðunnir. Robbie
Keane kemur þeim yfir snemma leiks. Robert van
Persie jafnar úr umdeildri vítaspyrnu tíu mínútum
fyrir leikslok og 1–1 jafntefli niðurstaðan. X á
Lengjunni.
Bolton er undir pressu og verður að vinna í
þessum leik ef fallbarátta á ekki eftir að verða
örlög þess á þessu leiktímabili. Nicolas Anelka sér
til þess að liðið sigrar í þessum leik með eina
markinu. Birmingham getur spilað ágætlega á
góðum degi en í þessum leik verður fátt um fína
drætti og fá færi falla þeim í skaut. 1 á Lengjunni.
Afar mikilvægt er fyrir Sunderland að fá eitthvað
úr þessum leik. Fjarað hefur undan góðri byrjun
liðsins. Michael Chopra skorar sigurmarkið í síðari
hálfleik í 2–1 sigri liðsins á Reading í fjörugum
leik. Ívar Ingimarsson stendur fyrir sínu að vanda
en það er ekki nóg. 1 á Lengjunni.
Hamrarnir þurfa að fara spila betur á heimavelli
til þess að ná markmiðum sínum um Evrópusæti.
Það mun hins vegar ekki verða raunin í þessum
leik. Middlesbrough er óútreiknanlegt lið og
reynist West Ham erfiður ljár í þúfu. George
Boateng skorar eitt mark en Craig Bellamy jafnar í
síðari háflleik. 1–1 og X á lengjunni.
Wigan er með sterkara lið á þessari leiktíð en það
hafði í fyrra, er í fjórða sæti og á fína möguleika á
því að koma sér ofar í þessum leik.
Fulham hefur spilað ágætlega á þessari leiktíð.
Þeir eiga í vandræðum á útivelli og þau halda
áfram. Wigan sigrar 2–1 með mörkum frá Heskey
og Scharner. Carlos Bocanegra skorar fyrir
Fulham. 1 á Lengjunni.
Chelsea þarf að sigra í þessum leik eftir tap í þeim
síðasta. Blackburn-menn eru með fínt lið og þá
getur verið erfitt að brjóta niður. Chelsea-menn
eiga hins vegar ekki í vandræðum með það í
þessum leik og sigra örugglega með tveimur
mörkum gegn engu. Drogba skorar fyrsta markið
en Frank Lampart bætir öðru við. 1 á Lengjunni.
Manchester City hefur mætt mótlæti í síðustu
tveimur leikjum og tapað þeim. Þeir munu sækja
mikið gegn Aston Villa og skora tvívegis. Aston
Villa gerir það hins vegar líka og John Carew mun
skora annað en Ashley Young hitt. 2–2 í fjörugum
leik. X á Lengjunni.
Leeds hefur byrjað tímabilið vel og unnið alla sína
leiki. Þeir eru hins vegar með 0 stig vegna þeirra
15 stiga sem dregin voru af þeim í upphafi
leiktíðar. Bristol City er í 7. sæti og eru líklegir til
að blanda sér í toppbaráttuna í lok tímabilsins.
Dennis Wise, stjóri Leeds, sagði fyrir tímabilið að
Leeds þyrfti yfir 100 stig til að eiga möguleika á
að komast upp. Þeir eru á góðri leið með það þrátt
fyrir að hafa misst Gylfa Einarsson. 2–0 sigur
Leeds. 2 á Lengjunni.
Síðustu fimm viðureignir
Everton 2–4 Man. United
Man. United 3–0 Everton
Man. United 1–1 Everton
Everton 0–2 Man. United
Everton 1–0 Man. United
1. Liverpool 4 3 1 0 11:2 10
2. Arsenal 4 3 1 0 7:3 10
3. everton 5 3 1 1 8:5 10
4. Chelsea 5 3 1 1 7:6 10
5. man. City 5 3 0 2 4:2 9
6. Newcastle 4 2 2 0 6:3 8
7. blackburn 4 2 2 0 5:3 8
8. man. Utd 5 2 2 1 3:2 8
9. Wigan 5 2 1 2 6:4 7
10. West Ham 4 2 1 1 5:3 7
11. Aston Villa 4 2 1 1 5:3 7
12. middlesbro 5 2 1 2 7:6 7
13. portsmouth 5 1 2 2 7:8 5
14. Tottenham 5 1 1 3 8:8 4
15. Fulham 5 1 1 3 8:10 4
16. birmingham 5 1 1 3 6:9 4
17. Sunderland 5 1 1 3 3:8 4
18. Reading 5 1 1 3 2:8 4
19. bolton 5 1 0 4 7:10 3
20. Derby 5 0 1 4 3:15 1
Markahæstu leikmenn:
Nicolas Anelka bolton 4
Fernando Torres Liverpool 3
Frank Lampard Chelsea 3
Antoine Sibierski Wigan 3
England – úrvalsdeild
1. Coventry 4 3 1 0 8:3 10
2. Watford 4 3 0 1 6:5 9
3. bristol City 4 2 2 0 6:4 8
4. Wolves 4 2 1 1 6:4 7
5. Scunthorpe 4 2 1 1 7:5 7
6. Ipswich 4 2 1 1 6:4 7
7. Stoke 4 2 1 1 5:4 7
8. Charlton 4 2 1 1 6:5 7
9. blackpool 4 2 1 1 5:4 7
10. W.b.A. 4 2 0 2 5:3 6
11. Cardiff 4 2 0 2 4:3 6
12. burnley 3 2 0 1 5:5 6
13. Southampton 4 2 0 2 8:8 6
14. Leicester 4 1 2 1 6:4 5
15. Colchester 4 1 2 1 9:7 5
16. plymouth 4 1 2 1 6:6 5
17. Crystal palace 4 1 1 2 6:5 4
18. Hull 4 1 1 2 6:7 4
19. Sheffield Utd 4 1 1 2 5:6 4
20. Norwich 4 1 1 2 4:5 4
21. barnsley 4 1 1 2 6:10 4
22. Q.p.R. 3 0 1 2 2:7 1
23. preston 4 0 1 3 1:7 1
24. Sheffield Wed. 4 0 0 4 4:11 0
Markahæstu leikmenn:
brian Howard barnsley 4
Alan Lee Ipswich 4
martin paterson Scunthorpe 3
Andy Gray burnley 3
Grzegorz Rasiak Southampton 3
Freddy eastwood Wolves 3
James Scowcroft Crystal palace 3
Enska 1. deildin
1. L. Orient 5 4 1 0 8:3 13
2. Tranmere 5 3 1 1 7:3 10
3. Carlisle 5 3 1 1 5:2 10
4. Yeovil 5 3 1 1 5:3 10
5. Hartlepool 5 3 0 2 9:6 9
6. brighton 5 3 0 2 9:7 9
7. bristol Rovers 5 2 3 0 7:5 9
8. Huddersfield 5 3 0 2 4:5 9
9. Crewe 5 2 2 1 6:5 8
10. Luton 5 2 0 3 7:7 6
11. Swindon 5 1 3 1 5:5 6
12. Southend 5 2 0 3 8:9 6
13. Northampton 5 1 2 2 7:7 5
14. port Vale 5 1 2 2 2:4 5
15. Swansea 4 1 1 2 5:5 4
16. Cheltenham 4 1 1 2 2:3 4
17. bournemouth 5 1 1 3 2:4 4
18. Doncaster 5 1 1 3 4:7 4
19. millwall 5 1 1 3 2:6 4
20. Nottingham Forest 4 0 3 1 3:4 3
21. Oldham 4 1 0 3 3:7 3
22. Gillingham 5 1 0 4 3:10 3
23. Walsall 5 0 2 3 3:7 2
24. Leeds 5 5 0 0 11:3 0
Markahæstu leikmenn:
Tresor Kandol Leeds 4
Dean Hammond brighton 4
Adam boyd Leyton Orient 3
Jermaine beckford Leeds 3
Nick bailey Southend 3
Andy Kirk Northampton 3
Richard barker Hartlepool 3
Jason Scotland Swansea 3
Chris Greenacre Tranmere 3
Enska 2. deildin
Tim Howard
Lék með Manchester United áður en hann gekk til liðs við
Everton. Góður markvörður
sem eflaust er tilbúinn að
sýna hvað í honum býr gegn
gömlu félögunum. Hann fékk
ekki að spila gegn
Manchester United á síðasta
tímabili.
Jaimie Carragher
Spilar aftur með Liverpool
eftir rifbeinsbrot. Hann verður
eflaust ferskur eftir að hafa
fengið að hvíla sig á meðan
ensku landsliðsmennirnir
spiluðu við Ísrael og Rússland.
Cesc Fabregas
Hefur byrjað tímabilið vel og
hefur gefið það út að hann
ætli að skora fleiri mörk en
hann gerði á síðasta tímabili.
Þrátt fyrir ungan aldur er
Fabregas lykilmaður í Arsenal
og einn allra besti
miðjumaður deildarinnar.
Oliver Kapo
Er í hörkuformi í upphafi
leiktíðar. Hefur meðal annars
spilað með Juventus en fyrst vakti hann athygli þegar hann
spilaði með Auxerre í
Frakklandi.
Stephen Hunt
Á góðum degi er hann
potturinn og pannan í
sóknarleik Reading. Hann
gefur varnarmönnunum
aldrei frið. Lék áður með
Chrystal Palace og Brentford
en hefur orðið betri við það að
spila í ensku úrvalsdeildinni.
Mido
Egypski framherjinn Mido
hefur byrjað leiktímabilið
mjög vel með Middlesbrogh
og skorað tvö mörk í tveimur
leikjum. Hæfileikar hans eru
ótvíræðir þegar hann leggur
sig fram en oft á tíðum er
hann fljótur að hengja haus
og er það ljóður á hans leik.
Paul Scharner
Austurríkismaðurinn er vanmetinn af fjölmiðlum en
leikmenn og þjálfarar vita allir
hver hann er . Harður í horn
að taka og leiðist ekki að
bregða sér í sóknina þar sem
hann gerir ósjaldan fín mörk.
Shaun Wright-Phillips
Skoraði í landsleik gegn Ísrael
um síðustu helgi. Mál manna
er að hann sé að tryggja sér
fasta stöðu í Chelsea-liðinu. Á
góðum degi óttast hann allir
varnarmenn en í hans leik
hefur vantað stöðugleika.
Micah Richards
Hefur byrjað tímabilið
frábærlega vel og farið fyrir
sterku liði Manchester City. Fer
langt með að festa sig í sessi í
enska landsliðinu fram fyrir
Gary Neville með
frammistöðu sinni með
landsliðinu í vikunni.
Tresor Kandol
Hefur byrjað tímabilið vel með
Leeds sem er taplaust. Hann
hefur skorað 4 mörk í fyrstu
fimm leikjunum og
forráðamenn Leeds standa í
samningaviðræðum við
kappann nú um stundir til
þess að tryggja veru hans á
Elland Road.
Síðustu fimm viðureignir
Portsmouth 2–1 Liverpool
Liverpool 0–0 Portsmouth
Portsmouth 1–3 Liverpool
Portsmouth 1–2 Liverpool
Liverpool 3–0 Portsmouth
Síðustu fimm viðureignir
Tottenham 2–2 Arsenal
Arsenal 3–1 Tottenham
Tottenham 2–2 Arsenal
Arsenal 3–0 Tottenham
Arsenal 1–1 Tottenham
Síðustu fimm viðureignir
Bolton 1–0 Birmingham
Birmingham 1–0 Bolton
Birmingham 1–2 Bolton
Bolton 1–1 Birmingham
Birmingham 2–0 Bolton
Síðustu fimm viðureignir
Sunderland 1–2 Reading
Reading 1–0 Sunderland
Reading 0–2 Sunderland
Sunderland 1–0 Reading
Sunderland 4–1 Reading
Síðustu fimm viðureignir
West Ham 2–0 M.brough
M.brough 1–0 West Ham
M.brough 0–1 West Ham
M.brough 2–0 West Ham
West Ham 2–1 M.brough
Síðustu fimm viðureignir
Wigan 0–0 Fulham
Fulham 0–1 Wigan
Fulham 1–0 Wigan
Wigan 1–0 Fulham
Wigan 1–0 Fulham
Síðustu fimm viðureignir
Arsenal 3-1 Portsmouth
Portsmouth 0-0 Arsenal
Arsenal 2-2 Portsmouth
Portsmouth 1-1 Arsenal
Arsenal 4-0 Portsmouth
Síðustu fimm viðureignir
Man. City 0-2 Aston Villa
Aston Villa 1-3 Man. City
Aston Villa 0-1 Man. City
Man. City 2-1 Aston Villa
Aston Villa 1-1 Man. City
Síðustu fimm viðureignir
Leeds 4-1 Bristol R.
Leeds 0-0 Bristol R.
Bristol R. 4-0 Leeds
Bristol R. 4-4 Leeds
Leeds 1-1 Bristol R.
SÍÐUSTU LEIKIR SPÁ DV STAÐANFYLGSTU MEÐ ÞESSUM