Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Side 37
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 37
yfir að lesa nema brot af öllu því sem okkur berst.
Við þurfum oft að segja nei takk að óathuguðu
máli.“
Jóhann Páll segir að þótt það sé umtalað að
mesti ótti útgefanda sé að hafna snilldarverki
láti hann það ekkert hafa áhrif á sig. „Það verð-
ur bara svo að vera ef ég segi nei takk við ein-
hverju snilldarverki, en það er þá vegna þess að
ég hef ekki lesið það. Ég hef reyndar aldrei lent í
því, en ég mun ábyggilega lenda í því einhvern
tímann.“
En hvað ræður því að hann ákveður að gefa
út bók eftir handriti sem hann hefur lesið? „Það
er bara nefið. Nefið og tilfinningarnar sem ráða
valinu fyrst og fremst. Mikið af íslenska efninu
kemur reyndar af sjálfu sér því við erum komin
í langtíma samstarf við marga höfunda. Þegar
kemur að öðru efni, fræðiritum og þess háttar,
eru það oft hugmyndir sem ég hef jafnvel gengið
með áratugum saman og svo hrint í framkvæmd
á ákveðnu augnabliki.“
Hann segist fylgjast mjög vel með því sem er
að gerast í bókaútgáfu erlendis þótt mikið af því
sé mjög yfirborðskennt. „Ég fylgist með umræð-
um um bækur og fréttum af því hvaða handrit
þykja spennandi áður en bækur koma út og ég
reyni að mynda mér skoðun út frá því hvernig
ég heyri fjallað um bókina og hvernig sagt er frá
efni hennar og svo framvegis. Og þá skrifa ég eft-
ir viðkomandi handriti eða útgefinni bók og tek
til nánari skoðunar.“
Þurfa áhuga og ástríðu
Hvað þurfa nýir íslenskir höfundar að hafa til
að heilla Jóhann Pál? „Áhuga og ástríðu. Ég þarf
að finna brjálaða ástríðu. Ég þarf að finna það
að viðkomandi hafi skrifað verkið vegna þess að
hann VARÐ að skrifa það, vegna þess að það lét
hann ekki í friði. Það geta allir sest niður og skrif-
að einhverja bók, en ég ráðlegg öllu ungu fólki
að koma ekki nálægt þessu nema að það bara
VERÐI að skrifa, annars segi ég því að snúa sér
að einhverju öðru vegna þess að það er bara svo
erfitt að vera íslenskur höfundur á þessu litla
málsvæði. Það er svo óskaplega erfitt að það ætti
enginn að fara út á þessa braut nema eðli hans
segi: Ég verð að skrifa. Það er það sem ég er að
fiska eftir.“
Þegar hann er spurður hvort hann muni eftir
að hafa lesið handrit eftir íslenskan höfund sem
hann hafi orðið alveg agndofa yfir tekur hann
sér smá umhugsunarfrest en segir síðan ákveð-
ið: „Punktur, punktur, komma, strik. Hún er mér
minnisstæð vegna þess að hún markar eiginlega
upphafið að útgáfustarfi mínu og vegna þess að
hún var svo ofboðslega nýr og ferskur tónn í ís-
lenskum bókmenntum. Þessi bók kemur fyrst
upp í hugann þótt það sé örugglega fullt af öðr-
um bókum sem hafa orkað svona á mig.“
Skúffuskáld
Hefur hann aldrei gengið með þann draum
í maganum að verða rithöfundur? „Nei, það er
fullmikið sagt. Ég held ég fái útrás fyrir mína
sköpunarþörf með því að starfa með höfund-
unum og gefa út bækur því í því felst mikil sköp-
un.“ Hann verður hugsi smá stund og dregur svo
örlítið í land: „Mér hefur alltaf fundist það mjög
heillandi tilhugsun að skrifa bók. Jú, jú, innst inni
einhvers staðar, hef ég örugglega hugsað um að
skrifa bók. Það er ósatt að ég hafi ekki látið mér
detta það í hug en það hefur ekkert náð lengra
en að semja einhver ljóð og það er langt síðan.
Ljóð sem eru ofan í skúffu. Óli Gunn rithöfundur
er alltaf að stríða mér, hann veit að ég á einhvers
staðar stílabók með efni, en það fær enginn að
fara í hana,“ segir hann og hlær.
Skar sig úr hópnum
Jóhann Páll er minnisstæður samnemend-
um sínum í Verslunarskólanum af því að hann
var ekki eins og þeir flestir. Hann var hippi með
hár niður á bak í skóla sem samanstóð nær ein-
göngu af jakkafataklæddum verðandi viðskipta-
fræðingum. Spurður um ástæðuna fyrir því að
hann hafi valið Versló segir hann það hafa verið
skræfugang. „Það voru sagðar mjög miklar hryll-
ingssögur af landsprófi og þótt mér hafi gengið
mjög vel í skóla hafði ég lagt eyrun við þeim. Mér
var bent á að maður gæti sloppið við landspróf
með því að fara í inntökupróf í Verslunarskólann
og ef ég kæmist þangað inn þyrfti ég ekki að fara
í landspróf. Þetta var eina ástæðan fyrir því að ég
fór í Versló.“
Hann kannast alveg við að hafa skorið sig úr
hópnum. „Ég var villingurinn og sá sem stakk í
stúf í þessum skóla.“ Hann gerðist ritstjóri skóla-
blaðs Verslunarskólans sem þótti villt í meira
lagi undir hans stjórn. Hann minnist þess sjálfur
að Jón Gíslason heitinn, rektor skólans, kallaði
hann á teppið og spurði hann á kurteisan hátt
hvort hann gæti ekki mildað blaðið svolítið, það
styngi nú mjög í stúf við ímynd skólans.
„Ég hef alltaf verið uppreisnarmaður, það er
alveg klárt. Ég vil ekki láta setja mig nokkurs stað-
ar í skúffu. Ég hef verið mjög erfiður þegar kem-
ur að því að haga mér samkvæmt einhverju hlut-
verki sem ég er í, einhverri stöðu. Ég hef í raun og
veru ofboðslega lítið breyst í gegnum tíðina, ég
er bara alltaf sami vitleysingurinn og dettur ekki
í hug að fara að leika eitthvað annað.“
Vill eiga sig sjálfur
Jóhann Páll var í Versló í fjögur ár en gat ekki
hugsað sér að ljúka þar tveimur síðustu árunum
til stúdentsprófs þótt honum hafi fundist námið
gott og gagnlegt. „Á fjórða ári fannst mér ég vera
að lenda í of mikilli sérhæfingu. Ég stóð frammi
fyrir því að velja fyrir síðustu tvo veturna og valið
stóð á milli latínu og viðskipta og mér leist ekki
alveg á blikuna, þetta yrði allt of mikil sérhæfing.
Á þessum tíma voru hipparnir náttúrulega upp
á sitt besta og mig langaði að breyta til og fara í
Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem deiglan
var. Ég fékk óvæntar undirtektir við þessu frá for-
eldrum mínum og skipti því um skóla. Var síð-
ustu tvö árin í MH og er stúdent þaðan.“
Hann segir það mjög góðan kokkteil, versl-
unarskólaumhverfið og frjálsræðið í Hamrahlíð-
inni. „Í Hamrahlíð var allt var vaðandi í komm-
únistum og frelsishetjum. Þótt ég hafi aldrei
látið binda mig á klafa, ég hef til að mynda aldrei
tengst stjórnmálasamtökum eða ungliðahreyf-
ingum því það var hluti af uppreisninni að til-
heyra engu, eiga mig sjálfur, átti það vel við
mig.“
Hippi inn að beini
Aðspurður segist hann hafa verið hippi alveg
inn að beini. „Ég var mikið blómabarn. Það er
voðalega skrýtið þegar maður lítur til baka að í
einhver ár, öruggleg tvö ár, trúði ég því virkilega
frá innstu hjartans
rótum að hipparn-
ir, og það sem þeir
boðuðu, myndu
frelsa heiminn. Ég
var algerlega heill og
blindur í því, ég virki-
lega trúði því.“ Jó-
hann Páll segist hafa
stundað hippatrú-
boð í Verslunarskól-
um, fyrir frekar dauf-
um eyrum. „Það var
mun auðveldara í
Hamrahlíðinni.“
Hann minnist
þessa tíma með mik-
illi sælu. „Það er nátt-
úrulega dásamleg-
ur tími þegar maður
trúir því að það séu
til svona yndislegar
leiðir til þess að lífið
á jörðinni verði al-
gerlega dásamlegt
og allir fallist bara í
faðma og lífið sé ein-
faldlega í bláum reyk.
Auðvitað sakna ég
þess þótt þetta hafi
ekki verið raunhæft.
Þetta er kannski
eins tilfinning og sú
sem maður hefur
þegar maður verð-
ur ástfanginn. Þeg-
ar elskendurnir eru
algerlega sjálfir sér
nægir og umheimur-
inn skiptir engu máli.
Það er ekkert sem
kemur í staðinn fyrir
þessa tilfinningu í nýrri ást þótt auðvitað sé hægt
að rækta ástina. Ég er rosalegur tilfinningamað-
ur, það er engin spurning.“
Spurður hvort hann hafi farið alla leið í hippa-
hugsjóninni og notið bláa reyksins sem hann tal-
aði um. „Það tilheyrði þessum tíma. Ég ætla ekki
að fara að þykjast hafa verið einhver engill, ég
var hippi inn að beini og gerði það sem tilheyrði.
Eins og allir vita sem þekkja mig hef ég lifað mjög
djarft. Ég hef lifað á barmi hengiflugsins alla tíð, í
einum eða öðrum skilningi. Það virðist bara dá-
lítið vera eðli mitt, að vera alltaf á barmi hengi-
flugsins. Það er náttúrulega mjög vandasamt og
hættan er sú að maður falli fram af. Ég hef hins
vegar verið svo gæfusamur að eitthvað hefur séð
til þess að þegar mig hefur svimað illa á brúninni
hefur eitthvað kippt í mig. Ég er mjög jarðfastur
og skynsamur þrátt fyrir þetta brjálæði allt sam-
an þannig að ég hef haft vit á því að ganga fjær
brúninni þegar sviminn kemur yfir mig og ég
gæti verið við það að falla fram af. Ég ætla ekkert
að þakka sjálfum mér það. Ég segi bara að það
sé einhver sem heldur verndarhendi yfir mér.
Það hefur alltaf verið einhver skynsemi í brjál-
æðinu.“
Hættur að drekka
Fyrir rúmum áratug ákvað Jóhann Páll að
hætta að drekka og snúa til heilsusamlegra líf-
ernis. „Það ætti að reisa styttu af mér fyrir framan
Heilsuhælið í Hveragerði, ég lifi svo heilsusam-
legu lífi að það er tæpast hægt að ganga lengra í
því, að undanskildu því hvað ég vinn mikið. En
það er kannski nákvæmlega dæmi um hvern-
ig ég er. Ég veit að ég er að stefna heilsu minni
í hættu með þessu vinnubrjálæði en ég geri allt
sem ég get til að bæta fyrir það. Ég lifi á óhemju-
hollum mat. Þeir sem þekkja mig kalla þetta
ógeðsdrykki, spínathristingana mína sem ég fæ
mér oft í hádeginu. Ég reyki ekki, drekk ekki og
neyti engra eiturlyfa. Ég hreyfi mig mjög mikið
og sef reglulega þannig að líf mitt er í tiltölulega
föstum skorðum, bara til þess að geta þetta,“ seg-
ir hann. Hann viðurkennir að þetta séu einmitt
einkenni á þeim sem þurfa að lifa samkvæmt
einhverjum öfgum.
Hann játar því að hafa verið í óreglu. „Það er
ekki spurning að áfengi var farið að valda mér
kvölum. Ég er algerlega vonlaus fyllibytta. Ég
er allt, allt of viðkvæmur maður til þess að nota
áfengi. Eftir áfengisneyslu var ég með taugaend-
ana gjörsamlega bera og það er nú ekki gott að
ganga þannig um í samfélaginu, ég tala nú ekki
um eins hart og það er orðið. Það er bara ekki
hægt. Mér var farið að líða ömurlega illa á sálinni
og þetta var allt orðið erfitt. Þótt ég væri að kapp-
kosta að standa mína pligt, sem að sjálfsögðu
klikkar einhvern tímann.“
Hann segir að það hafi ekki verið um neitt
annað að ræða heldur en að að leggja áfenginu.
Það var mér ákaflega auðvelt. Vinir mínir hafa
oft ekki skilið það hvað ég hef átt auðvelt með að
bakka út úr hlutunum en tilgangurinn með vímu
eins og áfengi, var að líða vel. Mér leið illa sem
barni, ég var þunglyndur og óhemjulega feim-
inn, alveg sjúklega, og þegar ég kynntist áfengi
fannst mér ég geta horft framan í annað fólk og
þyrfti ekki að vera svona voðalega krumpaður.
Þetta var alveg dásamleg uppgötvun fyrir mig.
En þegar ég síðan áttaði mig á því, hvort sem það
var áfengið eða eitt-
hvað sem tilheyrði
hippaárunum, að
í stað þess að veita
mér þessa vellíðan
sem ég var að sækj-
ast eftir voru áhrif-
in af efnunum farin
að snúast upp í and-
stæðu sína. Það var
ekki hugmynd mín.
Ég gerði þetta til
þess að láta mér líða
vel og átti því ekkert
erfitt með að hætta
þegar það var hætt
að gera fyrir mig það
sem það átti að gera í
upphafi.“
Hann segist hafa
verið búinn að velta
því fyrir sér lengi að
hætta að drekka. „Ég
átti ekkert erfitt með
að viðurkenna það
að ég drykki meira
en ég hefði gott af.
Ég reyndi samt að
halda áfram að nota
það án þess að það
ylli mér of miklum
kvölum en svo kom
að því að kvalirnar
á sálinni voru orðn-
ar of miklar, mér
leið of illa, þá var
ekkert mál að hætta.
Um leið og ég upp-
götvaði að öll gleði
og ánægja tengd
áfengisneyslunni
var horfin, var þetta
ekkert vandamál að stökkva út úr þessu.“
Jóhann Páll hætti fyrst að drekka í eitt ár en
segist þá hafa verið búinn að gleyma því hvað
honum leið illa af áfengisneyslu. Hann hafi því
drukkið í önnur þrjú ár áður en hann fór í með-
ferð og hætti alveg. Síðan eru liðin mörg ár.
Gerðist af sjálfu sér
Stórar fréttir bárust af sameiningu JPV og
Máls og menningar á dögunum. Margir hafa
velt því fyrir sér hvernig Jón Páll hafi farið að því,
með fyrirtæki sem veltir 400 milljónum á ári,
að taka yfir fyrirtæki sem veltir rúmlega tvöfalt
hærri upphæð. Hvert er leyndarmálið? „Þetta
var síður en svo markmið mitt á nokkurn hátt.
Þetta gerðist bara allt af sjálfu sér. Ég geri ráð fyrir
því að það liggi í því að við höfum verið að vinna
vinnuna okkar á undanförnum árum og vissu-
lega lagt ofboðslega vinnu í þetta. Þetta þótti
nú óráð á sínum tíma að leggja af stað með JPV
í samkeppni við Eddu sem var í meirihlutaeigu
Björgólfs Guðmundssonar. Svo kemur á daginn
að peningar einir og sér duga ekkert til að reka
útgáfustarfsemi. Útgáfustarfsemi snýst um fólk-
ið sem að henni kemur og hvernig vinna er unn-
in af hendi.“
Hann segir að rekstur JPV hafi gengið vel al-
veg frá upphafi og að þetta hafi einfaldlega orðið
niðurstaðan.
„Það sem hefur mesta tilfinningalega gild-
ið fyrir mig í þessu öllu er að vera búinn að fá
Iðunni og Forlagið, tvö gömlu fyrirtækin mín, í
hús þótt það sé ekki mikil starfsemi undir þeirra
nafni í dag. Það er eins og hringnum hafi verið
lokað.“
Jóhann Páll bendir á að innan hins nýja sam-
einaða forlags sé löng saga og mikil klassík sem
sé óendanlega mikilvægt fyrir Íslendinga að sé
vel ræktuð. „Innan Eddunnar er annars vegar af-
burðastarfsfólk og frábærir höfundar, lifandi og
látnir, og auðvitað þekki ég margt af þessu fólki.
Þetta fólk kemur allt inn á jafnréttisgrundvelli.
Ég er ekkert hoppandi eins og brjálaður sigur-
vegari til að drottna yfir einum né neinum. Ég vil
að við vinnum saman.“
Nýja fyrirtækið verður rekið í anda JPV und-
ir stjórn Jóhanns Páls og Egils Arnar sonar hans
og verður öll starfsemi þess í húsakynnum JPV
í vesturbænum. „Okkur líður mjög vel hér í rót-
grónu hverfi. Eins og svo margt í mínu lífi og
starfi að ég byggi þetta allt á tilfinningu. Ég er
mjög óhefðbundinn bissnessmaður og set til
að mynda aldrei neitt upp í Excel. Ég hef aldrei
reiknað út kostnað við eitt einasta útgáfuverk,
enda er alveg ljóst að ég hefði aldrei þorað að
gefa út bestu verkin sem ég hef gefið út ef ég
hefði gert það, þannig að ég byggi allt á tilfinn-
ingu. Þess vegna viljum við vera hér áfram, þetta
er bara tilfinningaratriði.“
Hann bendir á að JPV hefur gengið mjög vel
og það hljóti því að þýða að það sé gáfulegt mód-
el sem ekki sé ástæða til að breyta. „Auðvitað
breytist eitthvað, fyrirtækið stækkar náttúrlega
mjög mikið, en við munum leggja ofurkapp á
það að viðhalda vinnubrögðum JPV, þessum
góða anda sem hér er. Við munum ekki fara í
neinn silkihúfuleik hér.“
Kötturinn stjórnarformaður
Jóhann Páll á köttinn Randver sem hefur til
þessa óformlega verið titlaður stjórnarformað-
ur JPV. Verður kötturinn stjórnarformaður hins
nýja fyrirtækis? „Halldór Guðmundsson verður
að sætta sig við það að Randver er hinn eiginlegi
stjórnarformaður þessa fyrirtækis. Það er ein af
ástæðunum fyrir því, og ég er ekkert að grínast,
að það kom ekki til greina að flytja, að kötturinn
hefði aldrei tekið það í mál. Ég bý hér uppi á lofti
og kötturinn hefði aldrei samþykkt það að flytja
upp í Síðumúla eða upp á Höfða.“
Hann segir það heldur enga lygi að þeg-
ar mikið sé á seyði og hann þurfi að taka stór-
ar ákvarðanir þá labbi hann yfir til kattarins sem
hefur hreiðrað um sig á skrifborðsstól á skrif-
stofu Jóhanns Páls og ræði við hann um það.
„Hann svarar iðulega með því að ef hann er sæll
og glaður og malar og er afslappaður hefur hann
lagt blessun sína yfir málið. Ef hann ókyrrist er
málið alvarlegra.“
Spurður hvort kötturinn hafi samþykkt
samrunann svarar Jóhann Páll: „Við Egill [Örn
Jóhannsson framkvæmdastjóri] áttum fund með
Halldóri [Guðmundssyni] og Árna [Einarssyni,
forstjóra Eddu] um þetta mál. Þá leit ég varla
á Halldór og Árna því ég fylgdist bara með
kettinum og hvernig honum liði á meðan á tali
okkar stóð. Hann var ákaflega afslappaður með
þetta og þá var þetta á hreinu í mínum huga. Og
ég er ekki að ljúga þessu.“
Þegar Jóhann Páll er spurður af hverju
Randver spili svona stórt hlutverk í hans lífi seg-
ist hann ekki alveg kunna að skýra það. Kettir
skiptu hann einfaldlega óendanlega miklu máli í
uppvextinum. „Pabbi var svona. Ég ólst upp með
köttum. Eins og ég sagði áðan var ég þunglynd-
ur krakki og feiminn og kettir reyndust mér allt-
af dásamlegir trúnaðarvinir og ég gat alltaf beðið
þá um hjálp. Ég gat grátið ofan í feldinn á þeim
og þeir sýndu mér ævinlega skilning.“
Guð stækkandi hluti af lífinu
Jóhann Páll biður til Guðs þegar mikið ligg-
ur við. Hann segir að Guð sé stækkandi hluti af
lífi sínu. „Ég er svo sem ekki alinn upp í neinu
sérstöku trúarumhverfi, síður en svo, þótt faðir
minn hafi verið ágætlega trúaður inn við beinið
og mjög kristilegur í öllu sínu lífi. Það eru auðvit-
að verkin og framkoman sem skipta meira máli
en allt orðagjálfur. Hann var sannkristinn mað-
ur í öllu sínu lífi og ákaflega góður og vandaður
maður. En Guð hefur spilað æ stærra hlutverk í
mínu lífi og mér finnst mjög mikilvægt að rækta
það samband. Ég finn að eftir því sem Guð kom
meira inn í líf mitt að ég er mjög óænægður þeg-
ar kemur skeið þar sem það samband dofnar, ég
finn hvað það gerir mér gott að vera í sambandi
við almættið. Já, Guð skiptir mig máli. Ég get
ekkert þakkað sjáfum mér fyrir allt það sem líf-
ið hefur fyrir mig gert. Ég hef, þrátt fyrir allt, átt
mjög glannalegt líf. Allt hefur gengið mjög vel
hjá mér þótt auðvitað hafi ýmislegt gengið á, svo
sannarlega. En ég hef alltaf bjargast.
Að vera góður strákur
Á hann eitthvað lífsmottó? „Æðruleysi og að
taka sig ekki of hátíðlega. Og það var löngu kom-
ið til áður en ég hætti að drekka. Það er að taka
lífinu af æðruleysi og gleyma ekki að við erum
öll maurar. Það er best að við séum vinnusamir
maurar og göngum skipulega til starfa. Við verð-
um að vara okkur mjög á hégómleikanum, ég
held að hann sé mjög hættulegt fyrirbæri. Ég hef
sem betur fer ekki þurft að hafa mikið hugann
við það, foreldrar mínir voru gjörsamlega laus-
ir við allan hégómleika. Aðallífsmottóið er bara
að vera góður strákur. Ég hef aldrei botnað neitt
í sjálfum mér, ég hef ekki hugmynd um hver ég
er og ef ég hef einhvern tímann lagst í einhverj-
ar spekúlasjónir um það hver ég er hef ég ennþá
minni hugmynd um það. Þannig að af þessu öllu
saman skiptir máli að vera góður strákur. Það er
klárt.“ sigridur@dv.is
„Ég hef aldrei átt draum eða
takmark, ég bara tek lífinu eins
og það kemur og því sem það
færir mér upp í hendurnar.“