Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill
Guðný fæddist í Reykjavík 23.1.
1954 og ólst þar upp og að Gljúfrasteini
í Mosfellsdal. Hún lauk stúdentsprófi
frá MT 1974 og prófi í almennri kvik-
myndagerð frá London International
Filmschool 1981.
Guðný var kennari og uppeldis-
fulltrúi við skólaheimilið í Breiðuvík
1974–1976, var aðstoðardagskrárgerð-
armaður við RÚV-Sjónvarp 1976–
1978, aðstoðarleikstjóri og skrifta hjá
ýmsum kvikmyndafyrirtækjum 1978–
1979 og hefur verið handritshöfund-
ur og leikstjóri hjá Kvikmyndafélaginu
Umba frá 1981.
Guðný leikstýrði kvikmyndun-
um Kristnihald undir Jökli, 1989, eftir
samnefndri skáldsögu Halldórs Lax-
ness; Karlakórinn Hekla, 1992; Ung-
frúin góða og húsið, 1999, eftir sögu
Halldórs Laxness, og Stella í fram-
boði, 2002. Hún skrifaði handrit að
kvikmyndunum Skilaboð til Söndru;
Stella í orlofi; Karlakórinn Hekla, Æv-
intýri á Norðurslóðum og Stella í fram-
boði. Hún hefur stjórnað gerð fjölda
heimildarmynda og sjónvarpsþátta,
stjórnað leiknum sjónvarpsmyndum,
ýmsum skemmtiþáttum og var einn
af höfundum og leikstjóri áramóta-
skaupanna 1984 og 1994. Þá var hún
framkvæmdastjóri kvikmyndanna
Stella í orlofi og Skilaboð til Söndru.
Guðný hlaut Lübecker filmulins-
una 1989 og myndin Ungfrúin góða og
húsið fékk Edduverðlaunin sem besta
kvikmyndin 1999.
Guðný sat í stjórn Félags kvik-
myndagerðarmanna 1981–1983, í
stjórn Alþýðubandalagsins í Kjósar-
sýslu um skeið frá 1988, í úthlutunar-
nefnd Evrópskra kvikmyndaverðlauna
1990 og sat í bæjarstjórn Mosfellsbæj-
ar 1994–2002.
Fjölskylda
Maður Guðnýjar er Halldór Þor-
geirsson, f. 25.1. 1960, kvikmynda-
gerðarmaður. Hann er sonur Þorgeirs
Halldórssonar skrifstofumanns og
Láru Hansdóttur skrifstofumanns.
Sonur Guðnýjar og Halldórs er
Halldór, f. 16.5. 1985, námsmaður við
HÍ.
Systir Guðnýjar er Sigríður, f. 26.5.
1951, húsmóðir og þýðandi í Reykja-
vík.
Hálfsystkini Guðnýjar, samfeðra,
eru María, f. 10.4. 1923, húsmóðir;
Einar Laxness, f. 9.8. 1931, kennari og
sagnfræðingur.
Foreldrar Guðnýjar: Halldór Lax-
ness, f. 23.4. 1902, d. 8.2. 1998, rithöf-
undur að Gljúfrasteini í Mosfellsdal,
og kona hans, Auður Sveinsdóttir, f.
30.7. 1918, húsmóðir.
Ætt
Halldór var sonur Guðjóns, vega-
verkstjóra í Laxnesi Helgasonar, b.
á Lambastöðum, hálfbróður, sam-
mæðra, Jóns í Leyni, afa Guðmundar
Böðvarssonar skálds, föður Böðvars
rithöfundar. Annar hálfbróðir Helga
var Einar, afi Stefáns Jónssonar rit-
höfundar. Hálfsystir Helga var Hildur,
húsfreyja í Ánanaustum, langamma
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra og Markúsar Arnar Antons-
sonar, fyrrv. borgarstjóra. Helgi var
sonur Böðvars, b. í Fljótstungu Jóns-
sonar, og Margrétar Þorláksdóttur.
Móðir Guðjóns var Guðrún, syst-
ir Þórunnar, ömmu Þórunnar Elfu
Magnúsdóttur skáldkonu, móður
Megasar. Guðrún var dóttir Sveins,
smiðs á Beigalda Sigurðssonar, og
Sigríðar Sigurðardóttur.
Móðir Halldórs Laxness var Sig-
ríður Halldórsdóttir, b. á Kirkjuferju,
bróður Jóns í Miðhúsum, afa Guðna
Jónssonar prófessors, föður Bjarna
prófessors. Halldór var sonur Jóns
yngra, b. á Núpum Þórðarsonar,
bróður Sólveigar, langömmu Arin-
bjarnar Kolbeinssonar læknis. Bróð-
ir Jóns var Einar, b. á Þurá, langafi
Vals Gíslasonar leikara, föður Vals,
fyrrv. bankastjóra, og langafi Garðars
kaupmanns, föður Guðmundar H.,
fyrrv. alþm.. Móðir Halldórs á Kirkju-
ferju var Sigríður Gísladóttir, systir
Guðna, b. í Saurbæ, langafa Sigríð-
ar, móður Vigdísar Finnbogadóttur.
Móðir Sigríðar Halldórsdóttur var
Guðný, systir Guðrúnar í Melkoti í
Reykjavík (Brekkukoti). Guðný var
dóttir Klængs, b. á Kirkjuferju Ólafs-
sonar, b. í Ásgarði í Grímsnesi Guð-
mundssonar. Móðir Klængs var Guð-
ný, systir Ísleifs, dómsstjóra á Brekku
á Álftanesi. Guðný var dóttir Einars,
Skálholtsrektors Jónssonar.
Auður er dóttir Sveins, járnsmiðs
í Reykjavík, hálfbróður Eggerts Jó-
hannessonar, föður Margrétar söng-
konu og Jóhannesar sellóleikara.
Sveinn var sonur Guðmundar, b. á
Nýjabæ í Ölfusi Gíslasonar, og Mar-
grétar, systur Hafliða, afa Ólafs K.
Magnússonar ljósmyndara. Mar-
grét var dóttir Jóns, b. á Álfsstöðum á
Skeiðum Magnússonar, bróður Ein-
ars, afa Einars Magnússonar rektors.
Móðir Margrétar var Margrét Dórót-
hea, systir Guðmundar, b. í Miðdal,
langafa Vigdísar Finnbogadóttur,
Errós og Bjarna Guðnasonar próf-
essors. Margrét Dóróteha var dóttir
Einars, b. á Álfsstöðum Gíslasonar.
Móðir Auðar var Halldóra Krist-
ín, systir Steinunnar, móður Bald-
vins Halldórssonar leikara, föður
Páls Baldvins dagskrárgerðarmanns
og Ingu Láru deildarstjóra. Halldóra
Kristín var dóttir Jóns, b. á Auðshaugi
Þórðarsonar, b. á Þórisstöðum, bróð-
ur Þorsteins í Æðey, föður Péturs
Thorsteinssonar útgerðarmanns,
föður Muggs, og afa Péturs Thor-
steinssonar sendiherra, föður Eiríks
kvikmyndagerðarmanns. Þórður var
sonur Þorsteins, pr. í Gufudal Þórðar-
sonar og Guðbjargar, systur Guðrún-
ar, langömmu Sigríðar, langömmu
Jóns Baldvins Hannibalssonar. Guð-
björg var dóttir Magnúsar, b. í Súða-
vík, bróður Þórðar, ættföður Vigur-
ættarinnar. Magnús var sonur Ólafs,
ættföður Eyrarættarinnar Jónsson-
ar, langafa Jóns forseta. Móðir Jóns á
Auðshaugi var Guðrún, systir Helgu,
langömmu Þuríðar, móður Viðars
Víkingssonar kvikmyndagerðar-
manns, en bróðir Guðrúnar var
Jón, faðir Björns, ráðherra og rit-
stjóra, föður Sveins forseta. Guðrún
var dóttir Jóns, b. í Djúpadal, bróð-
ur Guðrúnar, ömmu Gests Pálsson-
ar skálds. Móðir Halldóru Kristínar
var Hólmfríður Theodóra Ebenez-
ardóttir, snikkara í Flatey Matthías-
sonar. Móðir Ebenezar var Sigríður
Pálsdóttir, meðhjálpara í Flatey Páls-
sonar, og Sigríðar Guðmundsdóttur,
systur Ástríðar í Skáleyjum, ömmu
skáldanna Theodóru Thoroddsen og
Matthíasar Jochumssonar.
DV Ættfræði föstudagur 14. september 2007 41
MAÐUR VIKUNNAR
Guðný Halldórsdóttir
kvikmyndagerðarmaður
Guðný Halldórsdóttir kvik-
myndagerðarmaður er leik-
stjóri og handritshöfundur
kvikmyndarinnar Veðramót
sem frumsýnd var 7. septem-
ber. Myndin hefur fengið frá-
bæra dóma gagnrýnenda. Hún
er örlagaþrungin og harmræn
spennumynd sem byggir að
hluta til á eigin reynslu leik-
stjórans sem starfaði við skóla-
heimilið í Breiðuvík fyrir rúm-
um þrjátíu árum.
WWW.GAP.IS
ALVÖ
RU FJ
ALLA
HJÓL