Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Page 43
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 43
Þ
að er bara mjög
fínt,“ segir Hera
Hilmarsdóttir,
leikkona og
nemi, spurð að
því hvernig það
sé að vera kölluð
upprennandi
kvikmyndastjarna á meðan hún
er enn í menntaskóla. Hera fer
með stórt hlutverk í kvikmyndinni
Veðramótum eftir Guðnýju Hall-
dórsdóttur. Þar leikur hún Dísu,
kaldrifjaða vandræðastúlku sem
snemma á ævi sinni var svift
sakleysinu af fósturföður sínum og
hefur verið send á vandræðaheimili
til þess að þagga niður neyðaróp
hennar. Gagnrýnendur eru flestir á
sama máli, en þeir segja Heru vera
unga og upprennandi leikkonu,
sem gefur reynslumeiri leikurum
kvikmyndarinnar ekkert eftir.
„Það er auðvitað mjög gaman að
fá svona dóma, sérstaklega þar
sem maður er að gera þetta í fyrsta
skipti,“ segir Hera, en hún er þó
kvikmyndaleiknum ekki alveg
ókunnug, en áður hafði hún leikið
örlítil í Sporlaust og Tár úr steini,
sem eru kvikmyndir eftir föður
hennar, Hilmar Oddsson.
Hefur viljað leika frá blautu
barnsbeini
„Ég man ekki einu sinni hvenær
ég fékk áhugann á leiklist, það er
svo langt síðan,“ segir Hera. Hins
vegar var það í gagnfræðaskóla
þegar hún ákvað að gerast leikari.
„Það voru söngleikirnir og þess
háttar í Hlíðaskóla sem fengu mig
til þess að spá í þetta fyrir alvöru.“
Þaðan lá leiðin í MH, en Hera segir
að þó nálægðin við Hlíðaskóla
hefði truflað hana lúmskt, hefði
MH samt boðið upp á þá fjölbreytni
sem hún vildi og auk þess var hann
rómaður fyrir öflugt leikfélag. Hera
hefur verið tvö ár í leikfélaginu, en
í fyrra varð hún að sleppa því, þar
sem upptökur á Veðramótum voru
tímafrekar. „Helsti kosturinn við
leiklistarfélagið í MH er hversu stórt
það er. Það er fjölbreyttur hópur sem
er til í alls konar tilraunastarfsemi,
sem er einmitt það sem heillar mig.“
Leiklistin tekin fram yfir
sellóið
„Ég var alltaf rosalega mikið í
tónlist. Ég var í massífu tónlistarnámi
í mörg ár og æfði á selló. Þegar ég
svo byrjaði í menntaskóla fór ég í
Tónlistarskóla Reykjavíkur á sama
tíma og lærði hjá Gunnari Kvaran.
Þá áttaði ég mig að ef ég ætlaði að
ná langt á sellóinu, yrði ég að eyða
allri minni orku í það. En á sama
tíma langaði mig að taka þátt í
leiklistinni, því má segja að tónlistin
hafi lotið í lægra haldi fyrir henni, en
ég hætti að spila á sellóið eftir fyrsta
árið mitt í MH. Reyndar gríp ég í það
stöku sinnum, en mætti vera mun
duglegri.“
Stefnir á leiklistarskóla í
London
Hera útskrifast úr MH núna um
jólin, hálfu ári áður en samaldrar
hennar. Hún segist þó hugsanlega
ætla að taka þátt í starfi leikfélags-
ins í ár, þó að starfið teygi sig fram
yfir áramót. „Svo eftir það ætla ég að
fara að sækja um í leiklistarskólum,
sem er heljarinnar ferli. Í augnablik-
inu langar mig ekki að fara í Leiklist-
arskóla Íslands heldur frekar að fara
eitthvert út og læra. London yrði þá
helst fyrir valinu. Mér þykir sú borg
spennandi og svo átti ég heima þar
um tíma á mínum yngri árum. Svo
er það alltaf hálfgerður draumur;
að búa í London og vera í leiklistar-
skóla,“ segir Hera.
Langt ferli að leika í mynd
Hvað varðar hlutverkið í Veðra-
mótum, hreppti Hera það eftir að
Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri
myndarinnar sá hana í leikritinu Ís-
lenski fjölskyldusirkusinn, sem leik-
félag MH setti upp. Fyrir það hlutverk
hlaut Hera mikið lof og var með-
al annars útnefnd leikkona ársins í
sýningum áhugaleikhúsa, af gagn-
rýnendunum Þorgeiri Tryggvasyni
og Hrund Ólafsdóttur.Það er langt
ferli að taka upp kvikmynd, en Hera
lét það ekki bitna á námi sínu við
MH og þakkar því helst góðu skipu-
lagi og sveigjanleika kennara. Um
sex vikur fóru í upptökur á mynd-
inni, þar meðal taldar þrjár vikur á
Snæfellsnesi. Þrír leikarar úr mynd-
inni voru við nám í Hamrahlíð þegar
myndin var tekin upp, en auk Heru
voru það Gunnur Martinsdóttir
Schlüter og Arnmundur Ernst Back-
man. Þær Hera og Gunnur þekktust
fyrir, en Hera segir að upptökurnar
hafi styrkt vinaböndin mikið.
Ekkert mál að leika á móti
reyndari leikurum
Í Veðramótum leikur Hera í mörg-
um atriðum gegn ívið reyndari leikur-
um, til dæmis þrúgandi senum með
þeim Hilmi Snæ Guðnasyni, Atla
Rafni Sigurðssyni og Þorsteini Bach-
mann. Hún segist þó ekki hafa átt í
neinum erfiðleikum með það, þvert
á móti. „Nei í raun ekki. Það var bara
gaman. Það var ekkert mál vegna
þess að leikararnir voru skemmtilegir
og létu mig aldrei finna til vanmáttar
gagnvart þeim.“
Nokkurs konar stundarbrjál-
æði að leika á sviði
Hera segist enn ekki vita hvort
sviðsleikur eða kvikmyndaleikur
höfði meira til hennar. „Ég get full-
yrt neitt um það, ég hef bara leikið
í menntaskólasýningum og hef því
ekki kynnst hvernig það er að vera á
alvöru sviði, ef svo má að orði kom-
ast. Mér finnst helsti munurinn vera
sá að á sviði fær maður viðbrögð og
„feedback“ frá áhorfendum jafn-
óðum og því er maður í hálfgerðu
stundarbrjálæði á meðan á sýn-
ingunni stendur. Hins vegar er það
ekki svoleiðis með kvikmyndir, þeg-
ar maður þarf kannski að bíða í heilt
ár til þess að sjá afrakstur erfiðisins.
Annars er það víst skemmtilegra að
leika fyrir framan myndavél, þegar
maður er orðinn vanari.“
Þurfti að sanna sig fyrir
foreldrum sínum-
Þrátt fyrir að vera að klára
menntaskólann á styttri tíma en
aðrir, segist Hera hafa lítinn áhuga
á því að feta akademísku leiðina.
„Mér finnst mjög gaman að læra
tungumál og þess háttar, en annað
heillar mig ekki jafnmikið og
leiklistin,“ segir Hera. Hins vegar
nýtur hún mikils stuðnings heima
fyrir í því sem hún tekur sér fyrir
hendur enda eru foreldrar hennar
þaulreyndir í bransanum. „Í fyrstu
reyndu þau hljóðlega að fá mig frá
leiklistarbransanum, en þegar þeim
var ljóst að mér var alvara studdu
þau mig heilshugar,“ en þess ber
að geta að móðir Heru er Þórey
Sigþórsdóttir leikkona. „Ég þurfti
sífellt að vera að sanna mig og það
má eiginlega segja að mér hafi tekist
það. En ég er þeim líka þakklát,
vegna þess að þau gerðu mér grein
fyrir því að maður getur ekki tekið
sér neitt fyrir hendur án þess að gefa
sig allan í það.“
Hitt húsið hjálpar upprenn-
andi leikurum
Yfir sumartímann reynir Hera að
vinna, ferðast og í raun gera það sem
ekki gefst tími til yfir veturinn. Hún
starfaði eitt sumar í Götuleikhúsi
Hins hússins og annað við Skapandi
sumarstörf. „Það er mjög sniðugt
fyrir krakka sem eru að stefna á að
starfa við menningu í framtíðinni að
nýta sér það sem Hitt húsið býður
upp á. Að fá að vinna við að skapa
og búa til breytir mjög miklu fyrir
mann.“
Engin verkefni í vændum
„Nýlega lék ég í stuttmynd eftir
Rúnar Rúnarsson, 2 Birds, það
var mjög gaman að vinna með
honum,“ en Rúnar var tilnefndur
til óskarsverðlauna fyrir stuttmynd
sína Síðasti bærinn í dalnum. Hvað
önnur verkefni varðar segir Hera að
það sé lítið annað á dagskránni nema
ljúka stúdentsprófi, þó að einhverjir
leikstjórar hafi látið í sér heyra, er
ekkert staðfest á borðinu. Hera
hefur eins og áður hefur verið sagt
fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í
Veðramótum. Meðal annars hér í DV,
sagði Erpur Eyvindarsson hana hafa
skilað hlutverki sínu svo vandlega að
erfitt væri að taka ekki eftir því.
DV hvetur alla þá sem vilja sjá
þennan unga og upprennandi leik-
ara stíga sín fyrstu skref til þess að
skella sér í kvikmyndahús og sjá
Veðramót.
Þjófstartaði
ferlinum
„Í fyrstu reyndu þau
hljóðlega að fá mig
frá leiklistarbransan-
um, en þegar þeim var
ljóst að mér var alvara
studdu þau mig
heilshugar.“
Hera Hilmarsdóttir Hefur hlotið frábæra dóma fyrir hlutverk sitt í Veðramótum.
Veðramót fjallar um byltingarsinna
sem ferðast norður í land til þess að
stjórna vistheimili fyrir vandræðabörn.
Dísa Hera fer með hlutverk
dísu í myndinni, en sú reynist
mikill örlagavaldur.