Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 55
DV Helgarblað föstudagur 14. september 2007 55
Seiðandi palm beach
michael Kors er heitur gaur sem sýndi línuna sína
fyrr í vikunni við góðar undirtektir. maður getur
nánast heyrt í öldunum og fundið sandinn á milli
tánna enda mikill palm-fílingur hjá honum. auka-
hlutirnir minntu mann á sjöunda áratuginn og lita-
pallettan á miami Vice.
heitur reitur
Heath Ledger er svo ótrúlegur hjartaknúsari. Hann hef-
ur sinn persónulega stíl sem oft kemur skemmtilega á
óvart eins og þegar hann mætti nú á dögum á kvik-
myndahátíðina í feneyjum rosaflottur, nema í stuttbux-
um. Það er alveg ljóst að Heath Ledger væri velkominn
hingað á Klakann, jafnvel nokkur eintök, takk!
Persónan FrjálSlegt og
Flæðandi
Vor- og SumartíSkan
barin augum
kristín
Hönnuðurinn Cynthia rowley er
fyndin, frjálsleg og ekki feimin við
að leika sér með kynþokka og
kvenleika. Línan hennar saman-
stendur af þessum eiginleikum
hennar þar sem hún er frjálsleg,
efnin liggja frjálslega um granna
líkama fyrirsætnanna. Litirnir eru
dempaðir en um leið fölbleikir og
nokkrir bláir tónar. Cynthia rowley
sýndi línuna sína núna um helgina
á tískuvikunni í New York og voru
viðbrögðin góð. eitt af því sem
vakti athygli voru handmáluð hjól
sem voru höfð báðum megin við
pallinn og voru notuð í lokin. fötin
eru frekar sportí þar sem þau eru
frekar víð og frjálsleg en fáguð um
leið. Hún sjálf sagði litapallettuna
byggjast upp á hinum ýmsu litum
íss og litlum díteilum sem
rúsínuna í pylsuendanum.
Nafn? „Kristín guðmundsdóttir.“
Aldur? „21 árs.“
Starf? „Var að hefja nám við Háskóla Íslands í mannfræði.
so far, so good... annars vinn ég í versluninni epal með.“
Stíllinn þinn? „Ég held að stíllinn minn sé bara frekar
beisik... klæðist mjög mikið svörtu og finnst svo gaman
að blanda öðrum litum við eins og til dæmis fjólubláum
sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Var í bandaríkjunum
um daginn og uppgötvaði amercan apparel sem er með
ótrúleg flott og praktísk föt á ekki svo mikinn pening.“
Allir ættu að... „...kaupa sér góða úlpu fyrir veturinn.“
Hvað er möst að eiga? „góðan náttserk.“
Hvað keyptir þú þér síðast? „Keypti mér fullt af
skemmtilegu og sniðugu dóti í bNa, föt, plötuspilara,
lomo-myndavél og margt fleira.“
Hverju færð þú ekki nóg af? „Úff ég veit það ekki. ef
mínir nánustu væru spurðir myndu þeir líklega segja að
ég fengi ekki nóg af fjólubláu leggingsunum mínum.“
Næsta tilhlökkun? „byrja á fullu í skólanum og takast á
við nýja og spennandi hluti.“
Hvert fórstu síðast í ferðalag? „Ég fór til New York
seinnipartinn í ágúst og hún er nýja uppáhaldsborgin
mín. Ég tróð mér með hljómsveitinni fm belfast sem var
að spila þar ytra... mæli tvímælalaust með þessari borg.“
Hvað langar þig í akkúrat núna? „akkúrat núna langar
mig í hnausþykkan súkkulaðisjeik úr ísbúðinni á
Hagamelnum! Namm...“
Perlur hér heima? „fallegasti staður á Íslandi er
seyðisfjörður að mínu mati. Ég var þar mikið þegar ég
var lítil og þar er einfaldlega yndislegt að vera. annars
þarf maður ekki að fara langt út úr bænum til þess að
komast í snertingu við fallega náttúru.“
Hvenær fórstu að sofa í nótt? „um eittleytið.“
Hvenær hefur þú það best? „Í heitu baði. ahhh...“
Afrek vikunnar? „að mæta fersk í skólann á mánudags-
morguninn. Það tel ég mikið afrek.“
Cynthia rowley sjálf hjólandi
og glöð í lok sýningarinnar.
Nú er tískuvikan hafin með pompi og
prakt í New York og sýningar hver á
fætur annarri. Við er að búast að New
York sé stútfull af tískuspekúlöntum
héðan og þaðan enda einn stærsti
viðburðurinn í tískuheiminum.
fyrstu dagarnir á tískuvikunni í New
York benda til þess að sumartískan
næsta ár verði sveipuð léttleika
og ljósum tónum. Það voru
dempaðir litir hjá hönnuðum
eins og Charlotte ronson og
erin fetherston og rómantík
hjá hönnuðum eins og
Venexiana. einnig voru litir
eins og fjólublár, appelsínugul-
ur og grænn áberandi hjá
sumum hönnuðum en
ljósbleikir og gulir hjá öðrum.
DVMYND Ásgeir