Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 14. september 200756 Helgarblað DV TónlisT Hljómsveitin Our Lives heldur í sitt fimmta tón- leikaferðalag um Bretland í dag en auk þess að spila á fjölda tónleika á skömmum tíma ætla strákarnir að taka upp tvö tónlistarmyndbönd í Bretlandi. Í vor hélt hljómsveitin einnig í ferða- lag um Bretland til að fylgja eftir smáskífunni Söndru sem gekk, að sögn Jóns Björns, hljóm- borðs- og bassaleikara hljómsveitarinnar, mjög vel. „Ferðin sem við erum að fara í núna er án efa stærsta tónleikaferðin okkar hingað til. Þetta er svokölluð kynningarferð sem gengur þannig fyrir sig að blaðamenn og annað fólk í tónlist- arbransanum sendir tónleikabókaranum okkar eftirspurn um að fá að sjá okkur á einhverjum ákveðnum stað og þá förum við þangað og spil- um. Þetta er í rauninni það sem við erum búnir að vera að stefna að,“ segir Jón Björn, eða Bjössi eins og hann er gjarna kallaður. „Svo erum við líka einu sinni enn að klára plötuna okkar en það er búið að vera langt ferli og við verið dugleg- ir við að henda út efni sem við erum ekki nógu sáttir við. Við erum búnir að vera í tvö ár að taka upp plötuna en það gerir líka það að verkum að við erum þá bara að gefa út góð lög en ekki ein- hver léleg.“ Enn er ekki komið nafn á plötuna en Bjössi segir stefnuna setta á að gefa hana út snemma á næsta ári. Myndböndin tvö sem tekin verða upp í þessu ferðalagi eru við íslenska lag- ið Núna og lagið History Tells Me. „Bæði mynd- böndin verða tónleikamyndbönd og planið er að taka eitt þeirra upp í stórri breskri kirkju sem við ætlum að reyna að fylla af furðulegum Bret- um. Það er mjög spennandi að vera að fara að taka þetta upp úti,“ segir Bjössi. Annars er það fram undan hjá sveitinni að spila á Airwaves-há- tíðinni í október en halda svo í heljarinnar tón- leikaferðalag um landið í nóvember og desem- ber. „Við hlökkum mjög mikið til að túra um landið og ætlum að reyna að spila á sem flestum stöðum. Planið er þá að fólk geti bara beðið okk- ur um að spila einhvers staðar og við reynum að redda því hvort sem það er í einhverjum bæ eða bara úti í sveit. Það er mjög skemmtilegt að gera eitthvað svona fyrir landsbyggðina líka. Krakk- arnir sem alast þar upp þurfa á því að halda,“ segir Bjössi að lokum, en Myspace-síða sveitar- innar er myspace.com/ourlives. Risagítar til góðgerðarmála paul mcCartney hefur nú gefið þriggja metra háan gítarskúlptur til góðgerðar- mála. Handmálaði gítarinn verður seldur á uppboði í London í nóvember en á uppboðinu verður safnað peningum til styrktar meðal annars samtökum unglinga með krabbamein. aðrar rokkhetjur sem hafa lagt sitt af mörkum til uppboðsins eru gary moore, rod stewart, brian may, paul rodgers, robert plant, mark Knopfler og Ozzy Osbourne. Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! places Like this - architecture in Helsinki Kala - m.I.a. Challengers - New pornographers Curtis - 50 Cent graduation - Kanye West Mesta eftir- spurn sögunnar Hljómsveitin Led Zeppelin tilkynnti á miðvikudaginn dagsetningu og staðsetningu á þeim einu tónleikum sem hljómsveitin ætlar að halda en þeir munu fara fram í London þann 26. nóvember. miðasala hefur verið takmörkuð við tvo miða á mann og er miðaverð hvorki meira né minna en sextán þúsund íslenskar krónur. eftir blaðamannafundinn þar sem tilkynnt var nánar um endurkomuna hrundi heimasíða hljómsveitarinnar þar sem aðdáendur voru svo æstir í að skrá sig á lista til að ná í miða á tónleikana en kynningarfulltrúinn Harvey goldsmith spáir mestu eftirspurn í sögunni á þennan stórviðburð. Rjómatónleikar á Organ Vefritið rjóminn sem leggur aðaláherslu á umfjöllun um nýútgefna tónlist stendur fyrir tónleikum til styrktar barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans, bugL, á skemmtistaðnum Organ í kvöld, föstudagskvöld. Þær hljómsveitir sem fram koma eru rokksveitirnar Coral, Hellvar, Vicky pollard og april. miðaverð á tónleikana er einungis 500 krónur og rennur hver einasta króna til bugL þar sem peningarnir verða notaðir í forvarnaverkefni. Húsið er opnað klukkan 19 en fyrsta hljósmveit stígur á svið klukkan 22. OUR LIVES TÚRAR UM BRETLAND OG TAKA UPP MYNDBÖND Systkinin Ivan, 13 ára, og Ada, 11 ára, eru engir venjulegir unglingar en þau mynda hljómsveitina Tiny Masters of Today sem er með betri pönk-rokksveitum nútímans. David Bowie segir fyrstu vínylplötu þeirra vera snilld og söngkonan Karen O. syngur með þeim í laginu Hologram World. Hljómsveitin Tiny Masters of Today er ekki einungis eftirtektarvert band fyrir þær sakir að spila þrusugott indí-pönk-rokk heldur einnig sökum þess að meðlimir sveitarinnar eru systk- inin Ivan sem er einungis 13 ára gamall og litla systir hans, Ada, sem er 11 ára. Það er sko engin ástæða til að afskrifa Tiny Masters of Today ein- ungis vegna þess hve ungir krakkarnir eru því hér er virkilega á ferðinni hljómsveit sem gefur stærri og reyndari böndum lítið eftir. Systkin- in koma frá Brooklyn í New York og stofnuðu hljómsveitina í byrjun árs 2005 þegar Ivan var enn 10 ára og Ada einungis 8 ára gömul. Þau hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum erlendis fyrir ótrúlega tónlistarhæfileika og stórskemmtilega sviðsframkomu en bæði spila þau á gítar (sem er nánast jafnstór og Ada litla) auk þess sem Ivan plokkar bassann og lemur á trommurnar og Ada spilar á hljómborðið og syngur. Karen O. gestasöngvari Árið 2005 fengu systkinin samning hjá breska útgáfufyrritækinu Tigertrap Records og í júlí 2006 gáfu þau út sína fyrstu plötu sem er þriggja laga vínyllinn Big Noise. Big Noise var öll tekin upp í kjallaranum heima hjá systkinunum og inni- hélt lögin Stickin it To The Man, Tooty Frooty og Bushy sem er skopleg ádeila á forseta Bandaríkj- anna George Bush. Í desember sama ár gaf sveit- in út sína aðra vínylplötu K.I.D.S. sem inniheldur lögin Pictures, K.I.D.S. og gítarsólóið Cellphone sem hljómaði eins og símhringing. Þann 6. ágúst síðastliðinn kom svo út fyrsta breiðskífa tvíeykisins en hún ber heitið Bang Bang Boom Cake. Bang Bang Boom Cake hefur hvarvetna fengið gríðarlega góða dóma og hafa tónlistartímarit keppst við að hæla krökkunum enda full ástæða til. Á Bang Bang Boom Cake eru gestasöngvararnir ekki af verri endanum en í laginu Hologram World eru það engin önnur en hin ofursvala söngkona Karen O. og félagi henn- ar Nick Zinner úr hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs sem leggja krökkunum lið. Auk þess má heyra í Kimya Dawson, fyrrverandi söngkonu The Moldy Peaches, þenja raddböndin í laginu Trendsetter. Eitt af lögunum á Bang Bang Boom Cake heitir Hey Mr.dj og hafa bæði brasilíska sveitin CSS og hljómsveitin The Liars remixað lagið. Hrósað í hástert Ef þið eruð enn ekki sannfærð um að Tiny Masters of Today sé band sem svo sannarlega sé þess virði að tékka á er spurning hvort þið látið segjast eftir þær umsagnir sem sveit- in hefur fengið í erlendum tónlistarmiðlum. Hinn virti tónlistarmaður David Bowie er til dæmis einn af þeim sem hafa farið fögrum orðum um sveitina og segir hann til dæmis fyrstu vínylplötu þeirra, Big Noise, vera snilld. Tónlistartímaritið NME segir krakkana vera hetjur og hið virta tímarit Newsweek seg- ir hljómsveitina hreint ótrúlega. Í umfjöllun um litlu snillingana í breska tónlistartímarit- inu Drowned in Sound segir blaðamaður að allir sem séu veikir fyrir ómetanlega svalri sviðsframkomu og trylltum pönkslögurum hreinlega verði að tékka á Tiny Masters of Today. Að lokum mæli ég með því að fólk kíki inn á Myspace-síðu sveitarinnar, myspace. com/tinymasters og hlusti á þau lög sem þar eru í boði og lesi sér enn betur til um þessa litlu snillinga. krista@dv.is Hljómsveitin Our Lives Heldur í heljarinnar tónleikaferð um bretland. UNGIR PÖNK-ROKKARAR MEÐ ÞRUSUHÆFILEIKA Ivan 13 ára og Ida 11 ára svölustu krakkar í heimi. Tiny Masters of Today er mjög eftirtektarvert pönk-rokkband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.