Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Page 17
FINNA — (ypptir öxlum). Já vissi ég ekki.
(St. og Finna drekka hljóðlega. Fyrir ut-
an heyrast hróp og köll og ískur í kola-
krana o.s.frv.).
FINNA — (við St.) Veiztu mér finnst endi-
lega að ég kannist eitthvað við þig.
STEFÁN — Þegar ég horfði á þig áðan
fannst mér það líka.
FINNA — Já nú man ég það. Við gengum
saman — var það ekki? Það var sumar-
nótt — ég átti heima suður á Grím-
staðaholti.
STEFÁN — Mig var einmitt farið að
gruna . . .
FINNA — Viltu ekki muna?
STEFÁN — Jú — en það hefur svo margt
skeð síðan.
FINNA — Já — þá varstu með lubba og
kunnir ekki að greiða þér, nú ertu orðinn
sköllóttur en kannt að greiða þér (hlær
við). Og ég? Ég var hrein mey þá — ég
sver það, ég var orðin sautján ára, hugs-
aðu þér það — og ég var ekkert farin
að lifa lífinu. Trúirðu mér ekki?
STEFÁN — Allir hafa einhverntíma verið
saklausir.
FINNA — Ég sver það.
STEFAN — Ég man — við gengum suður
í Skerjafjörð.
FINNA — Það var nótt.
FINNA — Menn voru að koma úr róðri.
STEFÁN — Það var rauðmagi rg grásleppa
í bátunum hjá þeim.
FINNA — Og þeir hentu slori handa krí-
unni.
STEFÁN — Og það var æðarfugl í flæðar-
málinu og hlunnar í sandinum.
FINNA — Og þú studdir mig eins og mikill
kavaler yfir grjótið niður í fjöruna.
STEFÁN — Á malarkambinum var mikið
um blálilju.
FINNA — Og hvað heitir það — baldurs-
brá.
STEFÁN — Nei — hún blómstrar ekki fyrr
en seinna á sumrin.
FINNA — Þá hefur hún blómstrað seinna —
í endurminningu minni.
STEFÁN — Og við gengum suður í Skerja-
fjörð.
FINNA — Já þú sérð — ég hef engu gleymt
— svei mér þá — ég er hissa hvað ég
man það allt enn. Já ég man — þú sagðir
að þú ætlaðir að verða frægur píanó-
leikari.
STEFÁN — Og þú? Ég frétti seinna að þú
værir gift milljónamæringi í Kaliforníu.
FINNA — (flissar). Jesús minn góður — þú
ert píanósnillingurinn heimsfrægi og ég
kona milljónamæringsins — er ekki tími
til kominn að við kynnumst?
STEFÁN — Við óðum svolítið í fjörunni —
manstu það ekki?
FINNA — Já — ég fór úr sokkunum fyrir
framan þig — því gerðir þú ekki neitt?
STEFÁN — Ég kyssti þig.
FINNA — En því gerðirðu ekkert meira?
STEFÁN — Var það hægt?
FINNA — Svei mér þá ég held ég hafi verið
skotin í þér — því gerðirðu það þá ekki?
STEFÁN — Ég veit það ekki. Ég hef líka
alltaf séð eftir því.
FINNA — Ef þú hefðir gert það — þá hefð-
irðu frelsað mig.
STEFÁN — Ég var hræddur.
FINNA — Við mig?
STEFÁN — Ég hef alltaf verið hræddur.
Kannski að það sé ótti við lífið — ég
veit það ekki — eða við örlögin?
FINNA — Nei — vertu ekki að ljúga. Þú
hafðir heyrt eitthvað um mig.
STEFÁN — Um þig?
FINNA — En það var lygi.
STEFÁN — Hvað þá?
FINNA — Eins og mér sé ekki sama núna
— en mér var ekki sama þá.
STEFÁN — Ég skil þig ekki.
FINNA — Svei mér þá ef ég held ekki að
þú sért undirförull . . .
NATAN — (hefur gengið að þeim). Heyrðu,
góði, þú hlustar hugfanginn á hana — þú
heldur kannski að hún sé einhver huldu-
píka og rómantískur álfakroppur eins og
þeir ljúga í skáldsögum — en þar skjátl-
DAGSKRÁ
15