Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 17

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1957, Qupperneq 17
FINNA — (ypptir öxlum). Já vissi ég ekki. (St. og Finna drekka hljóðlega. Fyrir ut- an heyrast hróp og köll og ískur í kola- krana o.s.frv.). FINNA — (við St.) Veiztu mér finnst endi- lega að ég kannist eitthvað við þig. STEFÁN — Þegar ég horfði á þig áðan fannst mér það líka. FINNA — Já nú man ég það. Við gengum saman — var það ekki? Það var sumar- nótt — ég átti heima suður á Grím- staðaholti. STEFÁN — Mig var einmitt farið að gruna . . . FINNA — Viltu ekki muna? STEFÁN — Jú — en það hefur svo margt skeð síðan. FINNA — Já — þá varstu með lubba og kunnir ekki að greiða þér, nú ertu orðinn sköllóttur en kannt að greiða þér (hlær við). Og ég? Ég var hrein mey þá — ég sver það, ég var orðin sautján ára, hugs- aðu þér það — og ég var ekkert farin að lifa lífinu. Trúirðu mér ekki? STEFÁN — Allir hafa einhverntíma verið saklausir. FINNA — Ég sver það. STEFAN — Ég man — við gengum suður í Skerjafjörð. FINNA — Það var nótt. FINNA — Menn voru að koma úr róðri. STEFÁN — Það var rauðmagi rg grásleppa í bátunum hjá þeim. FINNA — Og þeir hentu slori handa krí- unni. STEFÁN — Og það var æðarfugl í flæðar- málinu og hlunnar í sandinum. FINNA — Og þú studdir mig eins og mikill kavaler yfir grjótið niður í fjöruna. STEFÁN — Á malarkambinum var mikið um blálilju. FINNA — Og hvað heitir það — baldurs- brá. STEFÁN — Nei — hún blómstrar ekki fyrr en seinna á sumrin. FINNA — Þá hefur hún blómstrað seinna — í endurminningu minni. STEFÁN — Og við gengum suður í Skerja- fjörð. FINNA — Já þú sérð — ég hef engu gleymt — svei mér þá — ég er hissa hvað ég man það allt enn. Já ég man — þú sagðir að þú ætlaðir að verða frægur píanó- leikari. STEFÁN — Og þú? Ég frétti seinna að þú værir gift milljónamæringi í Kaliforníu. FINNA — (flissar). Jesús minn góður — þú ert píanósnillingurinn heimsfrægi og ég kona milljónamæringsins — er ekki tími til kominn að við kynnumst? STEFÁN — Við óðum svolítið í fjörunni — manstu það ekki? FINNA — Já — ég fór úr sokkunum fyrir framan þig — því gerðir þú ekki neitt? STEFÁN — Ég kyssti þig. FINNA — En því gerðirðu ekkert meira? STEFÁN — Var það hægt? FINNA — Svei mér þá ég held ég hafi verið skotin í þér — því gerðirðu það þá ekki? STEFÁN — Ég veit það ekki. Ég hef líka alltaf séð eftir því. FINNA — Ef þú hefðir gert það — þá hefð- irðu frelsað mig. STEFÁN — Ég var hræddur. FINNA — Við mig? STEFÁN — Ég hef alltaf verið hræddur. Kannski að það sé ótti við lífið — ég veit það ekki — eða við örlögin? FINNA — Nei — vertu ekki að ljúga. Þú hafðir heyrt eitthvað um mig. STEFÁN — Um þig? FINNA — En það var lygi. STEFÁN — Hvað þá? FINNA — Eins og mér sé ekki sama núna — en mér var ekki sama þá. STEFÁN — Ég skil þig ekki. FINNA — Svei mér þá ef ég held ekki að þú sért undirförull . . . NATAN — (hefur gengið að þeim). Heyrðu, góði, þú hlustar hugfanginn á hana — þú heldur kannski að hún sé einhver huldu- píka og rómantískur álfakroppur eins og þeir ljúga í skáldsögum — en þar skjátl- DAGSKRÁ 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.