Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Qupperneq 14
föstudagur 26. október 200714 Helgarblað DV
Brotasaga úr Breiðavík– þjóðfélagsmein sem verður að læknaÞegar aðbúnaður drengjanna í Breiðavík varð þjóðinni ljós eft-ir umfjöllun DV 2. febrúar rúllaði af stað snjóbolti sem sífellt
hleður utan á sig. Sérstök nefnd á að skila áliti um aðbúnað
barna á vistheimilum sem ríkið rak á árum áður og mörg þeirra
barna sem þangað voru send hafa sagt sögu sína í fjölmiðlum.
Páll Rúnar Elíson hefur skrifað bók um veru sína í Breiðuvík.
Hann vaknaði eftir drykkju í Róm-
arborg í vörubílnum sínum. Á gólf-
inu lá dagbókin hans og hann hafði
stungið penna í gegnum hana. Páll
Rúnar Elíson mundi ekkert eftir nótt-
inni eða hvað hann hafði gert. Með
því að stinga pennanum gegnum
bókina hafði hann í huganum ver-
ið að drepa mann sem hann hataði.
Þórhall í Breiðavík.
Þau skrif sem bókin geymdi fyr-
ir sjö árum voru upphafið að þeirri
bók sem kom út í vikunni, Breiðavík-
urdrengur, brotasaga Páls Elísonar.
Saga sem aldrei má gleymast.
„Ég hafði borið þennan poka,
fullan af vondum endurminning-
um, á bakinu í fjörutíu ár og það var
kominn tími til að losa sig við hann.
Ég setti mig inn í hugarheim tíu ára
drengsins, Páls Elísonar, sem send-
ur var í Breiðavík með bróður sín-
um og sagt að þar væri tívolí og fullt
af hestum,“ segir Páll þar sem hann
situr með kaffibolla á kaffihúsi árla
morguns.
Talað við Jesú í
ímynduðum kofa
„Um leið og farið var að berja mig
og fara illa með mig fór ég á aðrar
brautir. Ég varð grimmari. Í Breiða-
vík var mér margsinnis nauðgað og
ég barinn. Tennurnar losnuðu til
dæmis eitt sinn og ég kjálkabrotnaði
þegar mér var hent ofan í gryfju og
þegar ég var orðinn fullorðinn þurfti
að skera burtu tönn sem hafði grafist
í góminn við fallið.“
En hann sá ljós í myrkrinu. Ljós-
ið hans var kofi sem hann ímyndaði
sér og þangað kom Jesú og ræddi við
hann.
„Ég var í miklu uppáhaldi hjá
Palla afa mínum sem ég er skírður
eftir,“ segir Páll. „Afi Palli keyrði vöru-
bíl og ég fékk oft að fara með. Hann
sagði mér mikið af Guði og Jesú og
ég trúði því bókstaflega að Jesús væri
þarna uppi og það bjargaði mér á
erfiðum stundum. Börn finna alltaf
leiðir til að komast í ljósið.“
Félagi Páls frá Breiðavíkurárun-
um er Bárður Ragnar Jónsson, þýð-
andi hjá Sjónvarpinu. Þeir félag-
ar dvöldu saman í Breiðavík í eitt
og hálft ár og þótt þeir hafi ekki ver-
ið neinir sérstakir vinir á þeim tíma
minnist Páll þó þess þegar Bárður
lánaði honum bláa nylonskyrtu.
„Ég hafði hitt Bárð einu sinni frá
Breiðavíkurárunum. Það var árið
1975 í Vestmannaeyjum, við heils-
uðumst og sögðum nokkur orð. Svo
var það í byrjun febrúar að ég heyrði
rödd Bárðar í sjónvarpinu. Ég stökk
upp og hlustaði á viðtalið. Hringdi
svo í hann strax á eftir og sagði hon-
um að ég vildi líka segja mína sögu.
Í kjölfarið bað ég hann að aðstoða
mig við að koma bókinni saman
því þótt ég geti talað íslensku er ég
ómögulegur í að skrifa hana, því ég
fékk aldrei neitt nema málamynda-
kennslu í Breiðavík.“
Hann valdi Bárð af mörgum
ástæðum.
„Bárður hafði verið í Breiðavík
og þekkti aðstæður. Það voru marg-
ir aðrir sem komu til greina og höfðu
áhuga, en höfðu ekki tíma. Ég vissi
sem var að Bárður hefði þýtt bækur
og væri þýðandi hjá Sjónvarpinu svo
ég leitaði til hans.“
Treysti sér ekki til að rifja upp
minningarnar
Bárður fær sér espresso kaffibolla
áður en hann svarar spurningum.
Tekur því rólega í fyrstu en segir svo:
„Fyrstu viðbrögð mín við beiðni
Páls voru að neita, því ég treysti mér
ekki til að rifja upp minningarnar.
Mér fannst að það yrði erfitt og var
ekki viss um að ég vildi leggja þetta
á mig. Svo fannst mér Páll kominn
í vondan félagsskap með þetta og
komst að þeirri niðurstöðu að það
gæti enginn gert þetta betur en ég.
Ég væri rétti maðurinn til þess og
undan þessu yrði ekki vikist. Ég man
sumt af því sem Páll segir frá og við
vinnslu bókarinnar fóru að rifjast
upp fyrir mér atvik sem ég hafði orð-
ið vitni að en var búinn að gleyma.
Eins og til dæmis atvikið í skólastof-
unni. Við Páll vorum leikfélagar í
Breiðavík, jafngamlir, því það er bara
einn dagur á milli okkar. Páll upplifði
hugsanlega að ég þættist yfir hann
hafinn, en það var rangt mat!“
„Ég minnist Bárðar sem gáfna-
ljóssins,“ segir Páll. „Hann var ljós-
hærður rindill sem vissi allt! Hann
lyfti nefinu upp og talaði spekings-
lega.“ „Við Guðbjörn bróðir Páls náð-
um mjög vel saman og Páli líkaði það
nú ekki alltaf,“ segir Bárður og lítur
stríðnislega til Páls. „En við Páll stóð-
um saman þegar á þurfti að halda.
Við strukum saman og fórum líka
saman til Þórðar á Látrum. Strok-
ið sat lengi í manni. Þetta var langt
strok, allur dagurinn og komið fram
á nótt þegar við vorum hirtir. Það var
sárt. Þá greip vonleysið okkur.“
Sagði sannleikann í útvarps-
viðtali sem var aldrei sent út
Sárast þykir þeim að aðbúnað-
urinn í Breiðavík hefði getað orðið
þjóðinni ljós fyrir fjörutíu árum. Þá
fór Bárður í útvarpsviðtal við Stefán
Jónsson fréttamann.
„Á árum áður var afar vinsæll
útvarpsþáttur sem Stefán Jónsson
fréttamaður var með. Útvarpið var
þá eini fjölmiðillinn sem náði til allra
landsmanna. Stefán kom meðal ann-
ars til Breiðavíkur og vildi fá að tala
við einn strákanna. Ég var valinn.
Við Stefán fórum aðeins afsíðis, að
bæjarlæknum þar sem við strákarnir
voru með búin okkar. Stefán spurði
hvernig væri að vera þarna og ég
man sérstaklega eftir einni setningu
sem ég sagði. Ég sagði: „Þórhallur er
svo sem ágætur, hann lemur okkur
ekkert mikið, bara þegar við eigum
það skilið.“ Þegar þátturinn var send-
ur út settumst við strákarnir spennt-
ir við útvarpstækin til að heyra í mér.
Viðtalið kom aldrei. Ég var klipptur
út úr því. Ég segi við ábyrgan fjöl-
miðlamann, mikinn gáfumann, að
við séum lamdir af forstöðumann-
inum, en ekkert gerðist. Þjóðin hefði
getað vitað þetta fyrir fjörutíu árum.“
Undir þau orð tekur Páll sem
skrifaði grein í Þjóðviljann sem birt-
ist 18. júlí árið 1974.
„Þá sat ég inni á Litla-Hrauni
og skrifaði þessa grein. En það tók
enginn eftir því sem ég var að skrifa
um aðbúnaðinn og pyntingarnar á
Breiðavík.“
Djúpstæð reiði og særð
réttlætiskennd
Bárður bendir á einkenni þeirra
sem lenda úti á jaðri samfélagsins.
„Þeir eiga það sameiginlegt að
búa yfir djúpstæðri reiði og réttlæt-
iskennd þeirra er særð. Þetta er allt-
af persónulegur harmleikur. Það eru
nefnilega svo fáir menn illmenni að
upplagi.“
Hann viðurkennir eftir nokkra
umhugsun að suma kaflana í bók-
inni hafi honum þótt erfitt að vinna
tilfinningalega:
„Ég var ágætlega í stakk búinn
til að takast á við þetta, en það voru
kaflar í sögunni hans Palla sem mér
fannst óhemju erfitt að vinna til-
finningalega. Sérstaklega heimsókn
foreldranna og að fá pakka. Það var
þrælerfitt. Þegar við yngri strákarnir
fengum pakka hirtu eldri strákarn-
ir sælgætið úr þeim og við fengum
að halda fötunum. Ég man einna
best eftir þessum algjöra hryllingi frá
hendi eldri drengjanna, maður vissi
aldrei hverju mætti eiga von á. Það
var erfiðast. Breiðavík bjó til þessa
grimmd og drengirnir fengu hana
í arf frá starfsmönnunum. Þess-
um ruddum sem misnotuðu strák-
ana kynferðislega, létu þá fróa sér
og ríða húsdýrunum. Þessi meðferð
gerði þá grimma. Svo viðhélst þetta
því það var enginn maður fær til að
brjóta þetta upp. Sá allra grimmasti,
Grímur, var sendur til Reykjavíkur en
sendur þaðan aftur til Breiðavíkur
og þá gerðist eitthvað með þennan
dreng. Það var ekkert lát á grimmd
hjá honum. Endalausar ógnir.“
Hjartað neitar að fyrirgefa
Grímur er sá sem Páll Rúnar á
erfiðast með að fyrirgefa af öllum og
það ekki að ástæðulausu. Grímur
nauðgaði honum oft.
„Ég hef verið í svo miklu hatri svo
lengi, en nú hef ég fyrirgefið öllum.
Ég er ekki að fyrirgefa þeim þeirra
vegna, heldur sjálfs míns vegna.
Ég vil ekki lifa í hatri og láta hatrið
stjórna mínu lífi. Ég á mjög erfitt
með að fyrirgefa Grími sem nauðg-
aði mér. Ég geri það í orðum en hjart-
að vill ekki hlýða.“
Þegar ég spyr þá hvað hafi verið
sárast að rifja upp svarar Páll.
„Það halda margir að það sé þeg-
ar ég rifja upp nauðganirnar. Það var
mjög erfitt að rifja þær upp, en ekki
það erfiðasta... Lesandinn sér þetta
í öðru ljósi en ég, sem var í aðstæð-
unum. Erfiðast fannst mér að rifja
upp þegar ég var veikur og hélt ég
væri að deyja. Það var skelfileg upp-
lifun og vont að rifja þetta upp. Ég
var lítill strákur, veikur og hræddur.
Ég vissi ekkert hvað var að gerast og
ég trúði því að ég væri að deyja. Ég
trúði öllu sem við mig var sagt. Hljóp
til Mummu, konu Þórhalls, og hún
henti mér í burtu frá sér. Ég öskraði
að ég væri að deyja og það hlógu all-
ir að mér.“
Guðbjörn bróðir
bjargaði sálarheillinni
Þarna, eins og svo oft áður, kom
Guðbjörn bróðir hans honum til
bjargar. Páll Rúnar ljómar þegar
hann segir sögur af Gubba bróður.
„Eitt af því sem kemur ekki fram í
bókinni er að ég hugleiddi oft sjálfs-
víg þó í raun hafi ég verið hrædd-
ur við dauðann. Ég ætlaði að synda
eins langt út á haf og mér væri unnt
og láta hafið taka mig. En Gubbi var í
Breiðavík og frá honum vildi ég ekki
fara. Gubbi hafði þann eiginleika
að koma okkur yfir í ævintýraheim.
Hann sagði okkur sögur við litla ljós-
týru, draugasögur og ævintýrasög-
ur og við sátum í hrúgu á gólfinu
og hlustuðum heillaðir á. Gubbi var
alltaf aðalsögupersónan í þessum
sögum. Hann var Súper-Gubbi sem
hægt var að kalla á einu sinni á sólar-
hring ef við lentum í vandræðum.“
Páll samdi lagið,
Bárður útsetti það
Bárður segir að minningar sem
lengi höfðu legið í dvala hafi vaknað
við að fara yfir bókina.
„Ég var svo mjög ánægður með
að hafa farið í þetta. Við unnum
mjög vel saman og þetta var gef-
andi fyrir okkur báða. Við hittumst
öðru hverju en Páll var búinn að
vera í horninu með þetta í sjö ár. Ég
fékk textann frá Páli og raðaði hon-
um saman. Það þurfti að varðveita
Pál. Ég gerði ekkert við textann sem
Páll hefði ekki samþykkt. Mér finnst
gleðiefni að þessi bók sé komin út.
Þegar ég er beðinn að útskýra minn
þátt í þessari bók svara ég því iðulega
þannig að Páll hafi samið lagið og ég
útsett það. Ég er mjög ánægður með
útkomuna, það verður enginn svik-
inn af að lesa þennan texta. Hann er
AnnA KRiSTinE
blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
Stoltur veiðimaður stundum gafst
tækifæri til að renna fyrir silung.
„Við skírðum fuglana
nöfnum eins og Þór-
hallur, Mumma og
Grímur – í höfuðið á
fólkinu sem við höt-
uðum mest. Dæmd-
um fuglana til dauða.
„Þórhallur, þú ert
dæmdur til dauða...“
Stoltir af afrakstrinum
Páll rúnar skrifaði söguna,
bárður tengdi hana saman.
„Páll samdi lagið, ég útsetti
það,“ segir bárður.
DV mynD GunnAR