Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Side 26
föstudagur 26. október 200726 Helgarblað DV
Margrét J.
Benedictsson
Helgaði líf sitt
jafnréttisbaráttu
kvenna.
Saga hennar
má ekki
gleymast.
Baráttusaga
Fyrsti
vestur-íslenski
feministinn
Þættir úr baráttusögu
Margrétar J. Benedictsson
Björn Jónsson
Orðið heimska er dregið af orðinu heima. Það var gjarnan notað yfir þá sem aldrei höfðu hleypt heimdraganum og höfðu hangið í pilsfaldi móður sinnar langt fram á fullorð-
insár. Þeir sem það átti við höfðu þó afsökun, en það er meira en
hægt er að segja um marga aðra. Sumt fólk reiðir ekki vitið í þver-
pokum og við því er ekkert að gera. Aðrir geta verið með eindæm-
um seinheppnir í orðavali.
Af nógu er að taka þegar tína skal til heimskulegar tilvitnanir
fræga fólksins. Forseti Bandaríkjanna George W. Bush þykir haf-
sjór af bulli og vitleysu og ótal söngkonur og fyrirsætur hafa látið
sér um munn fara ummæli sem valda því að ósjálfrátt efast maður
ekki lengur um þjóðsöguna um ljóskur og gáfnafar. Ætlunin hér
er þó ekki að staðfesta af eða á um það, eða fella dóma almennt.
Hér eru tíu gullkorn frá tíu einstaklingum sem eiga það sameigin-
legt að hafa þrátt fyrir allt náð langt hver á sínu sviði.
Tíu heimskulegar
TilviTnanir
FYRIRSÆTAN
LINDA EVANGELISTA:
„guð gerði mig fallega. ef ég hefði ekki
verið falleg, hefði ég orðið kennslu-
kona.“
ALICIA SILVERSTONE LEIKARI:
„Mér finnst myndin Clueless vera mjög
djúp. Mér finnst hún vera djúp á þann
hátt að það var léttleiki í henni. Mín
skoðun er sú að léttleiki krefjist djúprar
hugsunar ef það á að vera raunverulegur
léttleiki.“
SÖNGKONAN CHRISTINA
AGUILERA
„Jæja, hvar verður kvikmyndahátíðin í
Cannes haldin í ár?“
JESSICA SIMPSON SÖNGKONA:
„Ég þjáist ekki af lystarstoli. Ég er frá
texas. er eitthvað fólk frá texas sem
þjáist af lystarstoli? Ég hef ekki heyrt um
neinn og það er að mér meðtalinni.“
GEORG W. BUSH
BANDARÍKJAFORSETI:
„Ég hef mínar skoðanir. Ákveðnar
skoðanir. en ég er ekki alltaf sammála
þeim.“
BROOKE SHIELDS LEIKKONA:
„reykingar drepa. og ef þú deyrð missir
þú af mjög mikilvægum hluta lífs þíns.“
DAN QUAYLE,
FORSETAFRAMBJÓÐANDI Í
BANDARÍKJUNUM:
„Helförin er svartur blettur í sögu þjóðar
okkar. Ég meina þessarar aldar..., en við
lifðum öll á þeirri öld... Ég gerði það ekki.“
IVANKA TRUMP,
DÓTTIR DONALDS TRUMP:
„Það er gaman að skrifa skáldsögur.
Maður getur næstum því skáldað allt
upp.“
ARNOLD SCHWARZENEGGER
RÍKISSTJÓRI:
„Það er mín skoðun að hjónaband
samkynhneigðra sé eitthvað sem varðar
karlinn og konuna.“
TARA REID LEIKKONA:
(Hafa ber í huga orðin rock (rokk) annars
vegar og rocket (eldflaug) hins vegar:
„Ég fæ Jessicu simpson til að líða eins og
rokk-vísindamanni.“