Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 28
föstudagur 26. október 200728 Helgarblað DV
amma fékk nú
að heyra að
það væri engin
framtíð fólgin
í þessu fóta-
sparki,“ seg-
ir Bára og brosir að minningunum.
Það er farið að hljóðna í sölum skól-
ans hennar, Danslistar JSB við Lág-
múlann, þegar við setjumst niður
yfir kaffibolla á blautum mánudags-
morgni, enda að baki mesti anna-
tíminn frá klukkan sex að morgni þar
til hefðbundinn vinnudagur hefst.
„Þrátt fyrir barnmarga fjölskyldu
og lítil fjárráð kostaði mamma mig
í ballettnám þegar ég var barn að
aldri, fyrst til Guðnýjar Pétursdóttur
og Sigríðar Ármann og svo í ballett-
skóla Þjóðleikhússins. Mamma, Elín
Ólafsdóttir, hefur alltaf búið yfir svo
skemmtilegum ævintýraeiginleik-
um; þetta með að allir draumar geti
ræst bara ef mann langar nógu mikið
til þess. Og þótt hún ynni mikið bæði
heima og að heiman áttum við marg-
ar góðar stundir við eldhúsborðið þar
sem rædd voru mál líðandi stundar
sem og framtíðarplön. Sú bjartsýn-
ismanneskja var aldrei í vafa um að ég
gæti framfleytt mér með dansinum.“
Maður á lendaskýlu og stúlka í
hörpuskel
Bára segir að líklega hafi hún fæðst
með dansbakteríuna í blóðinu, en lík-
lega átti afi hennar, Ólafur P. Ólafs-
son veitingarmaður, stóran þátt í að
draumurinn um dansveröld varð enn
stærri en hann hefði getað orðið seint
á sjötta áratugnum. Bára var þá tíu
ára og ástæða þess að hún var mætt
á barinn til afa síns á Röðli var afar
einföld. Amma hennar og afi bjuggu á
efstu hæð hússins og leyfðu litlu telp-
unni að læðast niður og fylgjast með
skemmtiatriðunum
„Afi hafði verið sjómaður en varð
að koma í land vegna veikinda. Þá
sneri hann sér að veitingarekstri og
opnaði Brytann í Hafnarstræti og Röð-
ul á Laugavegi. Amma, Helga Pálína
Sigurðardóttir, og afi voru vel efnum
búin, sigldu til Kaupmannahafnar og
afi réð danskan matreiðslumeistara til
starfa hjá sér. Það þótti tíðindum sæta
í reykvísku bæjarlífi þegar Röðull opn-
aði. Þar var rauður dregill fyrir utan
og dyravörður í júníformi. Innan dyra
var boðið upp á skemmtiatriði, „floor
show“, og ég gleymi því aldrei þeg-
ar ég var að gægjast yfir barinn og sá
mann á lendaskýlu dansa að hörpu-
skel á miðju gólfinu. Skelin opnaðist,
upp steig glæsileg ung stúlka og sam-
an dönsuðu þau um salinn. Ég gleymi
aldrei af hve mikilli aðdáun ég horfði
á þessi atriði.“
Elskar Skagamenn
Bára fæddist á Akranesi og bjó
þar fyrstu þrjú æviár sín. Henni finnst
rætur sínar liggja á Akranesi og segist
þykja ótrúlega vænt um alla Skaga-
menn.
„Mér finnst þetta fólk allt vera
frændur mínir og frænkur,“ segir hún.
„Ég hef reyndar aldrei verið neitt inni
í fótboltamálum, en væri svo get ég
lofað því að ég myndi halda með ÍA!
Mitt uppeldi var mjög dæmigert fyr-
ir alþýðufólk þessa tíma,“ segir hún
þegar ég spyr hana um æskuárin. „Ég
er einkabarn foreldra minna en leiðir
þeirra skildu. Mamma giftist aftur og
ég ólst upp með fimm yngri systkin-
um. Við fluttum stað úr stað sem var
mjög algengt í þá daga ef fólk átti ekki
eigið húsnæði. Ég ólst því upp í mörg-
um hverfum, gekk í nokkra barna-
skóla og hef heyrt sum systkina minna
segja að þeim hafi þótt erfitt að þurfa
að kynnast nýjum félögum á nýjum
stöðum. Sjálf geymi ég engar slæm-
ar minningar um þetta, svona var
þetta bara. Hins vegar á ég ekki svona
dæmigerðan æskuvinahóp sem hitt-
ist á ákveðnum tímabilum lífsins. En
auðvitað eignaðist ég nokkrar góð-
ar vinkonur gegnum æskuárin og í
hjarta mínu eru þær enn „vinkonur“
mínar þótt tíminn hafi verið skammt-
aður og hvert tímabil er geymt en ekki
gleymt. Ég er fædd í fiskamerkinu og
held að það sé fiskurinn í mér sem
gefur mér þá aðlögunarhæfni sem ég
bý yfir og ég vil meina að ég hafi ekki
upplifað neitt slæmt við það að flytja
og kynnast nýjum vinum.“
Óstýrilát miðað við breska
unglinga!
Þegar Bára var við nám í ball-
ettskóla Þjóðleikhússins kom þang-
að breskur ballettkennari, Elizabeth
Hudson. Hún hvatti Báru til að fara
í framhaldsnám og gerði sér lítið fyr-
ir og sótti sjálf um fyrir Báru við virt-
an skóla í London, Art´s Educational
School.
„Þangað hélt ég til náms sex-
tán ára gömul, flutti inn á heimavist
skólans og fór að hræra hressilega í
hlutunum!“ segir hún skellihlæjandi.
„Mér fannst breska kerfið að mörgu
leyti skondið og margt sem ég gat
ekki sætt mig við. Ég hafði verið talin
hlýðið barn heima hjá mér, en í Bret-
landi þótti ég fremur óstýrilát. Það
voru nefnilega svo margar reglur þar
sem mér þóttu sérkennilegar og ekki
mjög vitrænar og vildi fá skýringar
og svör við öllu. Mér verður oft hugs-
að til þess hversu miklar breytingar
hafa orðið milli kynslóða. Þegar ég
var sextán ára þótti eðlilegt að sextán
ára unglingar færu að heiman, ann-
aðhvort til náms eða að vinna fyrir
sér, en nú flokkast þessi aldurshópur
undir börn. Það var þó ekki svo að ég
gæti vaðið að kennurunum og beðið
um skýringar á málunum. Ég þurfti
að panta viðtalstíma og oft fór svo
að þegar ég mætti sagði skólastýran,
miss Ritman: „Hvað er það nú, ung-
frú Ísland?“!“
Svörin sem Bára var að leita eftir
voru til dæmis þau hvers vegna nem-
endum skólans væri ekki sjálfum treyst
fyrir því að slökkva ljósin á kvöldin og
hvers vegna þeim væri meinað að fá
mat mættu þau ekki tímanlega í mat-
salinn.
„Það var réttlætiskenndin í mér
sem gaus upp,“ segir hún til útskýr-
ingar. „Mér fannst til dæmis mjög
ósanngjarnt að þótt strætisvagn-
inn væri á eftir áætlun væri dyrun-
um að matsalnum læst og við fengj-
um engan mat. Ljósin voru slökkt á
mínútunni tíu á kvöldin og þá var
ég kannski í miðjum klíðum að þvo
ballettbolinn minn. En þarna ríkti
strangur agi og við áttum bara að
vera búnar að öllu fyrir klukkan tíu
á kvöldin. Ef kennari gekk fram-
hjá okkur á göngum skólans urðum
við að hneigja okkur og bjóða góð-
an dag. Ég hef oft heimsótt þennan
skóla síðan ég var þar í námi og nú
er allt miklu frjálslegra og nemend-
ur æfa sporin sín, orðin eða laglínur
sínar úti um alla ganga!“
Byltingarsinninn Bára
Hún segir það ekki hafa verið svo
að hún hafi verið sú eina sem hafi ver-
ið ósátt við reglurnar. Hún var bara sú
eina sem gekk hreint til verks.
„Bresku krakkarnir kvörtuðu, en
bara í bakið á þeim sem komu að mál-
unum. Þau voru fljót að finna hversu
ófeimin ég var við að spyrja, þannig
að ég var alltaf send í leit að svörum!
Ég var auðvitað oft með dúndrandi
hjartslátt, því allt var fært til bókar
og guð má vita hversu margar síður
voru fylltar með spurningum íslensku
stelpunnar. Ég var álitin byltingar-
sinni, en þar sem ég var með heið-
arlegar spurningar vissi ég að ekkert
væri að óttast.“
Bára var það sem kallaðist „dance
student“ en námið fól í sér auk dans-
ins tilsögn í leiklist og söng.
„Ég lærði gríðarlega mikið þarna
og hef alla tíð búið að því. Þegar ég
kom heim hélt ég hreinlega að Ísland
biði allt eftir því að sjá hvað ég hefði
fram að færa. Ég ætlaði mér aldrei
að verða kennari – eða að minnsta
kosti planaði það ekki svona í upp-
hafi, enda held ég að allir þeir sem
eru með dansbakteríuna vilji bara
dansa.“
Draumar dansdrottningar
Hún segist hafa eiginleika dansarans og fisksins.
Að geta aðlagast þeim aðstæðum sem hún er í
hverju sinni og horfa ekki um öxl. Bára Magn-
úsdóttir er þekkt sem jazzballettkennari og dans-
höfundur en þegar hún opnaði skólann sinn fyrir
fjörutíu árum voru ekki margir sem höfðu trú á
að hægt væri að lifa af listgreininni dansi.