Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Page 34
Akureyringurinn Alfreð Gíslason er einn okkar færasti handboltaþjálfari fyrr og síðar. Hann þjálfar nú lið Gum- mersbach í þýsku úrvalsdeildinni, auk þess að þjálfa íslenska landsliðið. Hann stendur í ströngu þessa dagana við undirbúning fyrir Evrópukeppni landsliða sem hefst í Noregi í janúar. Alfreð hóf að leika með meistara- flokki KA árið 1976. Þremur árum síð- ar flutti Alfreð í höfuðborgina, lagði stund á sagnfræði við Háskóla Íslands og gekk í raðir KR. Alfreð varð meðal annars bikarmeistari með KR en árið 1983 ákvað hann að söðla um og fara til Þýskalands. Áfangastaðurinn var Essen. „Árin á undan var ég búinn að tala við tvö eða þrjú lið um að koma út. Síðan var B-keppnin í Hollandi 1983 og forráðamenn og þjálfari Gum- mersbach voru þar til að kíkja á mig. Síðan gerist það að þjálfarinn skipt- ir um lið og fer yfir til Essen og vildi endilega að ég kæmi þangað,“ seg- ir Alfreð en á þessum tíma var ekki eins algengt að íslenskir handbolta- menn færu út í atvinnumennsku líkt og í dag. Alfreð yfirgaf Tusem Essen árið 1988, fyrir Ólympíuleikana í Seúl. „Þjóðverjarnir voru ekki með á Ól- ympíuleikunum og þá voru forráða- menn Essen með einhver leiðindi. Þeir sem fóru á Ólympíuleikana misstu af fimm fyrstu umferðunum í deildinni. Þeir voru lengi búnir að segja við mig að ég yrði bara að sleppa Ólympíuleikunum og ég sagði að þá færi ég bara. Þeir trúðu því aldrei og svo þegar fór að líða að sögðu þeir að ég mætti fara á Ólympíuleikana. Ég sagði bara sorry, ég er búinn að ganga frá því að vera eitt ár hjá KR í Reykjavík,“ segir Alfreð. Árið 1989 lifir lengi í minni ís- lensku þjóðarinnar. Ástæðan er B- keppnin sem fram fór í Frakklandi, þar sem Ísland fór með sigur af hólmi eftir úrslitaleik gegn Póllandi. „Það var alveg frábær keppni. Ef maður ber saman standardinn á lið- unum þar eru margar keppnir eftir það sem standast ekki þann stand- ard. Margar af þessum austantjalds- þjóðum voru í algjörum toppi. Pól- verjar og Rúmenar, þetta var besta lið sem Rúmenar hafa átt. Eftir þessa keppni hrundi aust- urblokkin alveg gjörsamlega. Það opnaðist allt í Þýskalandi, komm- únisminn var á undanhaldi og allur peningur til atvinnuíþróttagreina var skorinn niður. Síðustu fimm ár hafa þessar þjóðir loksins verið að ná sér aftur,“ segir Alfreð. Ísland hafði á að skipta sterku landsliði á þessum tíma og Alfreð seg- ir að árangurinn í B-keppninni hafi að vissu leyti lyft handboltanum á hærra plan. „Við áttum lélegt mót í Kóreu (Ól- ympíuleikarnir 1988). Við vorum með alveg frábærlega mannað lið á þessum tíma, alveg gífurlega sterkt. Flestallir góðir varnarmenn og sókn- armenn. Það var mikil stemning í kringum handboltann þarna,“ segir Alfreð, sem var valinn besti leikmað- ur B-keppninnar. Kowalczyk var frábær þjálfari Þjálfari Íslands var Pólverjinn Bog- dan Kowalczyk. Hann þótti mjög sér- stakur maður og Alfreð segir að þeim hafi ekki alltaf komið vel saman. „Okkur kom nú lengi vel ekkert mjög vel saman. Hann var með sína uppáhaldsleikmenn og sínar hug- myndir. En hann var frábær þjálfari. Síðari árin var allt í góðu á milli okkar. Hann var taktískt mjög sterkur þjálf- ari. Sem sóknarþjálfari var hann frá- bær en hann var mjög lélegur varnar- þjálfari,“ segir Alfreð og bætir við að hann hafi lært mikið af Kowalczyk. Þjálfari Alfreðs hjá Essen var mað- ur að nafni Ivanescu og Ivanescu þessi þjálfaði einnig þýska landsliðið í B-keppninni í Frakklandi. Ísland spil- aði við Þjóðverja í þeirri keppni og þar fengu Alfreð Gíslason og Kristján Ara- son báðir að líta rautt spjald. „Þetta var mjög skrautlegur leikur, því það var greinilegt hvað átti að ger- ast. Það var alveg sama hvernig brotin voru, það var alltaf annaðhvort ég eða Kristján Ara rekinn út af. Það var alveg sama hvar við vorum á vellinum, þótt við værum ekki nálægt. Þetta var bara eins og eftir pöntun- um. Það átti að gefa okkur rautt spjald og við fengum báðir rautt,“ segir Al- freð, sem lét nokkur vel valin orð falla við Ivanescu þegar hann gekk af velli, eftir að hafa fengið rautt spjald. „Þetta var alveg greinilega keypt- ur leikur. Það sáu það allir. Sem betur fer fyrir okkur kom Siggi Sveins fyrir Stjána og Héðinn (Gilsson) fyrir mig og áttu báðir þvílíka stórleiki. Þjóð- verjarnir höfðu ekkert reiknað með því að það væri eitthvað á bekknum sem myndi klára þetta,“ segir Alfreð og bætir við að allt hafi gengið upp í þessari B-keppni. Skemmtilegustu árin Eftir B-keppnina fór Alfreð til Spánar og lék þar með Bidasoa. Hann segist hafa kunnað mjög vel við sig á Spáni. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig persónulega og ferilinn að kynn- ast þessu á Spáni, öðru tungumáli, annarri menningu og öðrum þjálf- unaraðferðum. Það var alveg frábært. Þetta voru skemmtilegustu árin,“ seg- ir Alfreð, sem komst í úrslit í Evrópu- keppninni og vann einn bikarmeist- aratitil með Bidasoa. „Það kom mér svolítið á óvart að Spánverjarnir unnu að mörgu leyti fagmannlegar í þjálfun (en Þjóðverj- arnir). Umgjörðin var góð, deildin var góð en ekki eins jöfn og þýska deildin. Það var allt annað viðhorf en í þýsku deildinni. Miklu meira á jákvæðari föstudagur 26. október 200734 Sport DV Tek næsTu keppni og svo sjáum við Til Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari karla í handbolta, á langan og glæstan feril að baki, bæði sem leikmaður og þjálfari. Alfreð hugð- ist hætta með lands- liðið eftir sumarið en ákvað að stýra liðinu á EM sem fram fer í janúar og þjóðin fagnaði. Dag- ur Sveinn Dagbjarts- son settist niður með Alfreð á dögunum og fór yfir feril hans, bæði sem leikmanns og þjálfara. „En ég ætla einhvern tímann að verða sendiherra í Berlín og hrista aðeins upp í utanríkisþjónustunni. Það er ekki til betri maður til að halda kokkteilveislur.“ d v m yn d S te fá n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.