Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 41
Starfsferill Guðmundur Rúnar Júlíusson fæddist í Keflavík 13.4. 1945 og hef- ur átt þar heima alla tíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Rúnar er í hópi þekktustu popp- tónlistarmanna landsins. Hann lék m.a. með hljómsveitunum Hljóm- um 1963-69 og svo af og til síðan frá 1974, Trúbroti 1969–73, ðe lónlí blú bojs 1976, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni, GCD og Bubba og Rúnari, og loks Rokksveit Rúnars Júlíussonar. Hann hefur gert fjölda hljóm- platna með þessum hljómsveitum og verið flytjandi og söngvari á fjölda hljómplatna með öðrum tónlistar- mönnum og samið mikinn fjölda laga og texta sem komið hafa út á ýmsum hljómplötum. Þá hefur Rún- ar gefið út mikinn fjölda hljómplatna sjálfur. Hann stofnaði útgáfufyrirtæk- ið Geimstein 1976 og hefur starfrækt það síðan sem fjölskyldufyrirtæki, en það mun vera elsta tónlistarútgáfu- fyrirtæki landsins sem enn starfar. Rúnar æfði og lék knattspyrnu með ÍBK um árabil, lék með meist- araflokki liðsins og varð Íslands- meistari með ÍBK 1959 og 1964. Hann hefur setið í stjórn SFH og SHF sl. þrjátíu og tvö ár, sat í stjórn FTT í tíu ár, situr í fulltrúaráði STEF, var formaður skólanefndar Tónlistar- skóla Keflavíkur í tvö kjörtímabil og er stjórnarformaður Geimsteins hf. frá 1976. Rúnar tók þátt í gerð fjölda sjón- varpsþátta með Hljómum og Trú- broti og ýmsum tónlistarsýningum á Brodway, Hótel Íslandi og í Holly- wood. Hann hefur fengið fjölda gull- og platínuplatna með þeim hljóm- sveitum sem hann hefur leikið með, hefur verið sæmdur ýmsum verð- launum og viðurkenningum og hef- ur verið listamaður Reykjanesbæjar frá 2005. Fjölskylda Eiginkona Rúnars er María Baldursdóttir, f. 28.2. 1947, söng- kona og hárgreiðslumeistari. Þau hafa verið saman frá því á ungl- ingsárunum en giftu sig þann 28.2. sl. er María varð sextug. Hún er dóttir Baldurs Júlíusson- ar, bifreiðaeftirlitsmanns í Kefla- vík sem er látinn og Margrétar Hannesdóttur húsmóður. Börn Rúnars og Maríu eru Baldur Þórir Guðmundsson, f. 27.7. 1964, viðskiptafræðingur, kvæntur Þorbjörgu Guðnadótt- ur kennara, og eru börn þeirra Björgvin Ívar, f. 20.11. 1986, María Rún, f. 24.7. 1990, og Ást- þór Sindri, f. 20.6. 1995; Júlíus Freyr Guðmundsson, f. 22.9. 1971, tónlistarmaður og tölvufræðing- ur, kvæntur Guðnýju Kristjánsdótt- ur og eru börn þeirra Kristín Rán, f. 7.5. 1992, Brynja Ýr, f. 14.10. 1998 , og Guðmundur Rúnar, f. 8.10. 2003. Systkini Rúnars eru Guðlaug Bergmann, f. 29.1. 1936, verslunar- maður í Njarðvík; Ólafur Eggert, f. 11.7. 1952, málari í Keflavík. Foreldrar Rúnars voru Júlíus Egg- ertsson, f. 12.7. 1904, d. 23.11. 1985, múrarameistari í Keflavík, og k.h., Guðrún Bergmann Stefánsdóttir, f. 27.10. 1908, d. 27.4. 1989, húsmóð- ir. Móðir Rúnars hefði orðið 99 ára á morgun er tónleikarnir verða haldn- ir. Ætt Júlíus var sonur Eggerts, b. á Há- varsstöðum, Ólafssonar, b. á Kópa- reykjum, Jónssonar. Móðir Eggerts var Þuríður Þorsteinsdóttir. Móðir Júlíusar var Halldóra Jóns- dóttir, b. í Skáney, bróður Halldóru, húsfreyju á Augastöðum, langömmu aflaskipstjóranna Auðunssona frá Vatnsleysu, langömmu Ingva Þor- steinssonar náttúrfræðings og lang- ömmu Þorsteins Gíslasonar, mál- arameistara og kaupmanns. Jón var sonur Hannesar, b. á Hofsstöðum, Sigurðssonar, og k.h., Sigríðar Jóns- dóttur. Guðrún var systir Jóhanns Berg- mann, föður Árna Bergmann rit- höfundar. Guðrún er dóttir Stefáns Bergmann, ljósmyndara í Kefla- vík, bróður Jónínu, ömmu Guð- laugs Bergmann, forstjóra í Karna- bæ. Stefán var sonur Magnúsar Bergmann, hreppstjóra í Fuglavík, sonar Jóns Bergmann, b. í Hópi, og Neríðar Hafliðadóttur. Móðir Stefáns var Jóhanna Sigurðardótt- ir, bókb. í Tjarnarkoti, Sigurðsson- ar, og Helgu Guðmundsdóttur frá Miðhúsum. Móðir Guðrúnar Bergmann var Guðlaug Bergmann, dótt- ir Bergsteins, b. á Þinghóli, Jóns- sonar, b. í Tungu, Magnússonar. Móðir Bergsteins var Ragnheið- ur Bergsteinsdóttir frá Árgilsstöð- um, systir Jóhannesar, afa Gunn- ars Bergsteinssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ragnheið- ur var einnig systir Þuríðar, lang- ömmu Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. menntamálaráðherra og Boga Nils- sonar ríkissaksóknara. DV Ættfræði föstudagur 26. október 2007 41 MAÐUR VIKUNNAR Rúnar Júlíusson hljómlistarmaður og útgefandi Guðmundur Eiríksson sendiherra Guðmundur fæddist í Winni- peg í Kanada 26.10. 1947. Hann lauk BA-prófi frá Rutgers-há- skóla í Bandaríkjunum 1970, BS- prófi í byggingaverkfræði þaðan 1970, lagaprófi frá King‘s Coll- ege, Lundúnaháskóla 1973, LLM- prófi í lögfræði frá Columbia- háskóla í New York 1974, prófi í kerfisfræði frá RCA Training Inst- itute í Bandaríkjunum 1970 og var gistifræðimaður við háskól- ann í Virginíu 1984 og 1985. Guðmundur var bygginga- verkfræðingur hjá Parsons, Brink- erhott, Quade and Douglas í New York, hjá Turner Construction í New York og hjá borgarverkfræð- ingi í Reykjavík 1969-74, kerfis- fræðingur hjá RCA Corporation í New York og Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1970-74, lögfræðing- ur hjá Chadbourne, Parke, Whit- esede and Wolfe í New York 1973, lögfræðingur í hafréttardeild á skrifstofu Aðalframkvæmdastjóra SÞ í New York 1974-76, þjóðrétt- arfræðingur í utanríkisráðuneyt- inu frá 1977-96 og sendiherra frá 1988. Hann var prófessor við lagadeild háskólans í Nýju-Mex- íkó í Bandaríkjunum 1994-95 og var stundakennari við HÍ frá 1987-96. Guðmundur var kjörinn í alþjóðalaganefnd SÞ 1987 þar sem hann sat til 1996. Hann var kjörinn dómari við Alþjóðahaf- réttardómstólinn 1997 og sat þar til ársins 2002. Hann var forseti sérdeildar dómsins um fiskveiði- deilur 1999-2002. Guðmund- ur skrifaði bók um dómstólinn, The International Tribunal for the Law of the Sea, sem gefin var út af Kluwer-forlaginu í Hollandi árið 2000 en hann hefur skrifað fjölda greina um þjóðarrétt og haldið fyrirlestra í háskólum víða um heim um alþjóðastofnanir, hafrétt, alþjóðlegan refsirétt, af- vopnunarmál og mannréttindi, svo dæmi séu nefnd. Guðmundur var í sendinefnd Íslands á þriðju hafréttarráð- stefnu SÞ 1977-82, í sendinefnd Íslands á ársfundum Alþjóða- hvalveiðiráðsins frá 1986-96 og fjölda annarra opinberra nefnda frá 1977. Guðmundur var deildarfor- seti þjóðréttar- og mannréttinda- deildar Friðarháskóla SÞ (UP- EACE) í Kostaríka 2001-2003 og aftur 2006. Hann gegndi stöðu sendiherra Íslands í Kanada, Kól- umbíu, Kostaríka, Ekvador, Ník- aragva, Panama, Perú og Venes- úela 2003-2005. Guðmundur var í starfsleyfi frá utanríkisþjón- ustunni 2005-2006 og stundaði rannsóknir og kennslu við laga- deild Friðarháskólans. Hann var sérfræðingur hjá Mannréttinda- stofnun SÞ 2006. Hann var forseti NASCO 1984- 88, í alþjóðanefnd Rauða kross Íslands frá 1985 og var í stjórn körfuknattleiksdeildar KR 1982- 86, er mikill áhugamaður um iðk- un tennisíþróttarinnar á Íslandi, var formaður tennisnefndar ÍSÍ 1986-87 og í stjórn Tennissam- bands Íslands 1987-90, kepp- ir reglulega í tennis, síðast í Ís- landsmóti utanhúss 2007. Hann var stjórnarformaður Styrktar- félags Íslensku óperunnar 1987- 88, stjórnarformaður stjórnar Íslensku óperunnar 1988-96 og hefur verið í kór Íslensku óper- unnar frá 1987. Guðmundur hefur verið sæmdur stórriddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu. Kona Guðmundar er Þórey Vigdís Ólafsdóttir, f. 30.12. 1949, sálfræðingur og félagsráðgjafi. Hún er dóttir Ólafs Björns Guð- mundssonar lyfjafræðings og El- ínar Maríusdóttur húsmóður. Börn Guðmundar og Þóreyj- ar eru Guðrún Dögg, f. 29.6. 1973, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands en maður hennar er Óttar Freyr Gíslason umhverfissérfræð- ingur hjá EFTA; Ólafur Björn, f. 6.5. 1977, framkvæmdastjóri en unnusta hans er Vigdís Pét- ursdóttir, nemi; Elín Vigdís, f. 31.10. 1985, laganemi en unn- usti hennar er Jóhann Meunier, verslunareigandi; Helga, f. 22.7. 1988, nemi. Systkini Guðmundar eru Brynjólfur, f. 22.10. 1946, full- trúi, og Guðný, f. 29.1. 1950, líf- efnafræðingur. Foreldrar Guðmundar: Ei- ríkur Sverrir Brynjólfsson, f. 7.9. 1903, d. 21.10. 1962, prestur á Útskálum og í Vancouver í Kan- ada, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 15.11. 1909, húsfreyja. Guðmundur er staddur er- lendis á afmælidaginn. Rúnar Júlíusson verður í bana- stuði á stórtónleikum sínum í Laugardalshöllinni á laugar- dagskvöldið kl. 20. Þar koma meðal annarra fram, ásamt honum, Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson, Shady Owens, Magnús Kjartansson og Jóhann Helgasson. Sem sagt landsliðið í klassísku rokki og poppi sem engu hefur gleymt, en ýmsu bætt við sig frá því á gullaldarárunum. 60 ára í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.