Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Qupperneq 41
Starfsferill Guðmundur Rúnar Júlíusson fæddist í Keflavík 13.4. 1945 og hef- ur átt þar heima alla tíð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur. Rúnar er í hópi þekktustu popp- tónlistarmanna landsins. Hann lék m.a. með hljómsveitunum Hljóm- um 1963-69 og svo af og til síðan frá 1974, Trúbroti 1969–73, ðe lónlí blú bojs 1976, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni, GCD og Bubba og Rúnari, og loks Rokksveit Rúnars Júlíussonar. Hann hefur gert fjölda hljóm- platna með þessum hljómsveitum og verið flytjandi og söngvari á fjölda hljómplatna með öðrum tónlistar- mönnum og samið mikinn fjölda laga og texta sem komið hafa út á ýmsum hljómplötum. Þá hefur Rún- ar gefið út mikinn fjölda hljómplatna sjálfur. Hann stofnaði útgáfufyrirtæk- ið Geimstein 1976 og hefur starfrækt það síðan sem fjölskyldufyrirtæki, en það mun vera elsta tónlistarútgáfu- fyrirtæki landsins sem enn starfar. Rúnar æfði og lék knattspyrnu með ÍBK um árabil, lék með meist- araflokki liðsins og varð Íslands- meistari með ÍBK 1959 og 1964. Hann hefur setið í stjórn SFH og SHF sl. þrjátíu og tvö ár, sat í stjórn FTT í tíu ár, situr í fulltrúaráði STEF, var formaður skólanefndar Tónlistar- skóla Keflavíkur í tvö kjörtímabil og er stjórnarformaður Geimsteins hf. frá 1976. Rúnar tók þátt í gerð fjölda sjón- varpsþátta með Hljómum og Trú- broti og ýmsum tónlistarsýningum á Brodway, Hótel Íslandi og í Holly- wood. Hann hefur fengið fjölda gull- og platínuplatna með þeim hljóm- sveitum sem hann hefur leikið með, hefur verið sæmdur ýmsum verð- launum og viðurkenningum og hef- ur verið listamaður Reykjanesbæjar frá 2005. Fjölskylda Eiginkona Rúnars er María Baldursdóttir, f. 28.2. 1947, söng- kona og hárgreiðslumeistari. Þau hafa verið saman frá því á ungl- ingsárunum en giftu sig þann 28.2. sl. er María varð sextug. Hún er dóttir Baldurs Júlíusson- ar, bifreiðaeftirlitsmanns í Kefla- vík sem er látinn og Margrétar Hannesdóttur húsmóður. Börn Rúnars og Maríu eru Baldur Þórir Guðmundsson, f. 27.7. 1964, viðskiptafræðingur, kvæntur Þorbjörgu Guðnadótt- ur kennara, og eru börn þeirra Björgvin Ívar, f. 20.11. 1986, María Rún, f. 24.7. 1990, og Ást- þór Sindri, f. 20.6. 1995; Júlíus Freyr Guðmundsson, f. 22.9. 1971, tónlistarmaður og tölvufræðing- ur, kvæntur Guðnýju Kristjánsdótt- ur og eru börn þeirra Kristín Rán, f. 7.5. 1992, Brynja Ýr, f. 14.10. 1998 , og Guðmundur Rúnar, f. 8.10. 2003. Systkini Rúnars eru Guðlaug Bergmann, f. 29.1. 1936, verslunar- maður í Njarðvík; Ólafur Eggert, f. 11.7. 1952, málari í Keflavík. Foreldrar Rúnars voru Júlíus Egg- ertsson, f. 12.7. 1904, d. 23.11. 1985, múrarameistari í Keflavík, og k.h., Guðrún Bergmann Stefánsdóttir, f. 27.10. 1908, d. 27.4. 1989, húsmóð- ir. Móðir Rúnars hefði orðið 99 ára á morgun er tónleikarnir verða haldn- ir. Ætt Júlíus var sonur Eggerts, b. á Há- varsstöðum, Ólafssonar, b. á Kópa- reykjum, Jónssonar. Móðir Eggerts var Þuríður Þorsteinsdóttir. Móðir Júlíusar var Halldóra Jóns- dóttir, b. í Skáney, bróður Halldóru, húsfreyju á Augastöðum, langömmu aflaskipstjóranna Auðunssona frá Vatnsleysu, langömmu Ingva Þor- steinssonar náttúrfræðings og lang- ömmu Þorsteins Gíslasonar, mál- arameistara og kaupmanns. Jón var sonur Hannesar, b. á Hofsstöðum, Sigurðssonar, og k.h., Sigríðar Jóns- dóttur. Guðrún var systir Jóhanns Berg- mann, föður Árna Bergmann rit- höfundar. Guðrún er dóttir Stefáns Bergmann, ljósmyndara í Kefla- vík, bróður Jónínu, ömmu Guð- laugs Bergmann, forstjóra í Karna- bæ. Stefán var sonur Magnúsar Bergmann, hreppstjóra í Fuglavík, sonar Jóns Bergmann, b. í Hópi, og Neríðar Hafliðadóttur. Móðir Stefáns var Jóhanna Sigurðardótt- ir, bókb. í Tjarnarkoti, Sigurðsson- ar, og Helgu Guðmundsdóttur frá Miðhúsum. Móðir Guðrúnar Bergmann var Guðlaug Bergmann, dótt- ir Bergsteins, b. á Þinghóli, Jóns- sonar, b. í Tungu, Magnússonar. Móðir Bergsteins var Ragnheið- ur Bergsteinsdóttir frá Árgilsstöð- um, systir Jóhannesar, afa Gunn- ars Bergsteinssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ragnheið- ur var einnig systir Þuríðar, lang- ömmu Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. menntamálaráðherra og Boga Nils- sonar ríkissaksóknara. DV Ættfræði föstudagur 26. október 2007 41 MAÐUR VIKUNNAR Rúnar Júlíusson hljómlistarmaður og útgefandi Guðmundur Eiríksson sendiherra Guðmundur fæddist í Winni- peg í Kanada 26.10. 1947. Hann lauk BA-prófi frá Rutgers-há- skóla í Bandaríkjunum 1970, BS- prófi í byggingaverkfræði þaðan 1970, lagaprófi frá King‘s Coll- ege, Lundúnaháskóla 1973, LLM- prófi í lögfræði frá Columbia- háskóla í New York 1974, prófi í kerfisfræði frá RCA Training Inst- itute í Bandaríkjunum 1970 og var gistifræðimaður við háskól- ann í Virginíu 1984 og 1985. Guðmundur var bygginga- verkfræðingur hjá Parsons, Brink- erhott, Quade and Douglas í New York, hjá Turner Construction í New York og hjá borgarverkfræð- ingi í Reykjavík 1969-74, kerfis- fræðingur hjá RCA Corporation í New York og Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1970-74, lögfræðing- ur hjá Chadbourne, Parke, Whit- esede and Wolfe í New York 1973, lögfræðingur í hafréttardeild á skrifstofu Aðalframkvæmdastjóra SÞ í New York 1974-76, þjóðrétt- arfræðingur í utanríkisráðuneyt- inu frá 1977-96 og sendiherra frá 1988. Hann var prófessor við lagadeild háskólans í Nýju-Mex- íkó í Bandaríkjunum 1994-95 og var stundakennari við HÍ frá 1987-96. Guðmundur var kjörinn í alþjóðalaganefnd SÞ 1987 þar sem hann sat til 1996. Hann var kjörinn dómari við Alþjóðahaf- réttardómstólinn 1997 og sat þar til ársins 2002. Hann var forseti sérdeildar dómsins um fiskveiði- deilur 1999-2002. Guðmund- ur skrifaði bók um dómstólinn, The International Tribunal for the Law of the Sea, sem gefin var út af Kluwer-forlaginu í Hollandi árið 2000 en hann hefur skrifað fjölda greina um þjóðarrétt og haldið fyrirlestra í háskólum víða um heim um alþjóðastofnanir, hafrétt, alþjóðlegan refsirétt, af- vopnunarmál og mannréttindi, svo dæmi séu nefnd. Guðmundur var í sendinefnd Íslands á þriðju hafréttarráð- stefnu SÞ 1977-82, í sendinefnd Íslands á ársfundum Alþjóða- hvalveiðiráðsins frá 1986-96 og fjölda annarra opinberra nefnda frá 1977. Guðmundur var deildarfor- seti þjóðréttar- og mannréttinda- deildar Friðarháskóla SÞ (UP- EACE) í Kostaríka 2001-2003 og aftur 2006. Hann gegndi stöðu sendiherra Íslands í Kanada, Kól- umbíu, Kostaríka, Ekvador, Ník- aragva, Panama, Perú og Venes- úela 2003-2005. Guðmundur var í starfsleyfi frá utanríkisþjón- ustunni 2005-2006 og stundaði rannsóknir og kennslu við laga- deild Friðarháskólans. Hann var sérfræðingur hjá Mannréttinda- stofnun SÞ 2006. Hann var forseti NASCO 1984- 88, í alþjóðanefnd Rauða kross Íslands frá 1985 og var í stjórn körfuknattleiksdeildar KR 1982- 86, er mikill áhugamaður um iðk- un tennisíþróttarinnar á Íslandi, var formaður tennisnefndar ÍSÍ 1986-87 og í stjórn Tennissam- bands Íslands 1987-90, kepp- ir reglulega í tennis, síðast í Ís- landsmóti utanhúss 2007. Hann var stjórnarformaður Styrktar- félags Íslensku óperunnar 1987- 88, stjórnarformaður stjórnar Íslensku óperunnar 1988-96 og hefur verið í kór Íslensku óper- unnar frá 1987. Guðmundur hefur verið sæmdur stórriddarakrossi hinn- ar íslensku fálkaorðu. Kona Guðmundar er Þórey Vigdís Ólafsdóttir, f. 30.12. 1949, sálfræðingur og félagsráðgjafi. Hún er dóttir Ólafs Björns Guð- mundssonar lyfjafræðings og El- ínar Maríusdóttur húsmóður. Börn Guðmundar og Þóreyj- ar eru Guðrún Dögg, f. 29.6. 1973, framkvæmdastjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands en maður hennar er Óttar Freyr Gíslason umhverfissérfræð- ingur hjá EFTA; Ólafur Björn, f. 6.5. 1977, framkvæmdastjóri en unnusta hans er Vigdís Pét- ursdóttir, nemi; Elín Vigdís, f. 31.10. 1985, laganemi en unn- usti hennar er Jóhann Meunier, verslunareigandi; Helga, f. 22.7. 1988, nemi. Systkini Guðmundar eru Brynjólfur, f. 22.10. 1946, full- trúi, og Guðný, f. 29.1. 1950, líf- efnafræðingur. Foreldrar Guðmundar: Ei- ríkur Sverrir Brynjólfsson, f. 7.9. 1903, d. 21.10. 1962, prestur á Útskálum og í Vancouver í Kan- ada, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 15.11. 1909, húsfreyja. Guðmundur er staddur er- lendis á afmælidaginn. Rúnar Júlíusson verður í bana- stuði á stórtónleikum sínum í Laugardalshöllinni á laugar- dagskvöldið kl. 20. Þar koma meðal annarra fram, ásamt honum, Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson, Shady Owens, Magnús Kjartansson og Jóhann Helgasson. Sem sagt landsliðið í klassísku rokki og poppi sem engu hefur gleymt, en ýmsu bætt við sig frá því á gullaldarárunum. 60 ára í dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.