Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 43
„Uppskriftin að þessum klöttum er frá tengdamömmu minni, eða úr Matreiðslubók Iðunnar. Ég hef eld- að þetta í nokkur ár en það er ótrú- lega merkilegt að með því að setja þá í ísskápinn eða frystinn yfir nótt og steikja þá svo aftur daginn eftir verða þeir svolítið stökkir og sætir. Það er mikið trix, og svo að nota síróp,“ seg- ir Gunnar Örn Heimisson, matgæð- ingur vikunnar. „Það poppar þetta svolítið. Ég er tiltölulega nýlega bú- inn að finna út úr þessu og það fyrir hreina tilviljun. En ég man ekki hvað- an hugmyndin með sírópið kom.“ Gunnar býður einnig upp á spín- at og gráðaostafyllt ravíólí. „Pasta- uppkskriftin er úr bók sem La Prima- vera gaf út fyrir nokkrum árum. Það er mikið af eggjarauðum í henni. Þetta er kannski ekki ofsalega hollt, en þetta er svakalega gott. Fylling- una man ég hins vegar ekkert hvar ég fékk,“ segir Gunnar og svarar að- spurður að hann efist um að hún sé bara komin frá honum sjálfum. Gunnar segist sjá um elda- mennsku heimilisins að langmestu leyti. „Það er eflaust út af því að ég nenni þessu og hef gaman af því að elda og gefa öðrum að borða. Mér finnst eldhús og matur vera svolítið mikill miðpunktur.“ Bliniz með silungahrognum Bliniz-klattar 125 g hveiti 2 1/2 dl súrmjólk (eða álíka) 1 egg 1/2 tsk. sykur 1/2 tsk. salt 1 tsk. lyftiduft 3/4 tsk. matarsódi Brætt smjör Þetta hrært saman og steikt eins og venjulegar lummur. Látið kólna í kæli (ekki verra að það sé yfir nótt). Þegar rétturinn er útbúinn eru klatt- arnir teknir út, kældir og steiktir aftur í ólífuolíu á pönnu en þannig verða þeir stökkir og svolítið sætir. Sýrður rjómi (18%) er settur á bliniz-klattana og gert eins konar hreiður, síðan kemur um það bil 1/2 tsk. af sírópi sem er sett ofan í hreiðr- ið, smátt saxaður rauðlaukur og svo matskeið af silungahrognum. Gott er að setja smá graslauk ofan á til skreytingar. Lykilatriðið hér er ann- ars vegar að steikja klattana tvisvar og nota sírópið. Það fer svolítið eftir stærðinni á klöttunum hvað skammtarnir eru stórir, en þeir geta verið frá því að vera smá munnbiti og upp í góðan forrétt. Spínat- og gráðostafyllt ravíolí 250 g venjulegt hveiti 250 g semolinahveiti 8 eggjarauður 2 heil egg Ólífuolía Pastað hnoðað saman og síð- an látið standa í ísskáp í að minnsta kosti 2-3 tíma. Fylling Spínat Gráðostur Parmesan Pistasíuhnetur Spínatið er steikt létt á pönnu og gráðosturinn bræddur með, bætt út í rifnum parmesan og svolitlu af möl- uðum pistasíuhnetum. Pastað er svo flatt út og lagt á borð og fyllingunni raðað (kúfuð teskeið) á undirlagið og svo er annað lag lagt yfir og hver sáta skorin út og lokað vandlega - mikilvægt er svo að strá vel af hveiti yfir svo sáturnar klessist síður saman. Pastað er svo soðið í 3-4 mínútur (það þarf aðeins að nota til- finninguna). 3-4 sátur á disk, steiktar pistasíu- hnetur, tómatar (búið að taka kjarn- ann í burtu) skornir í smáa teninga, snöggsteiktir með basil og svo góð olía og rifinn parmesan. Meistarinn Gunnar Örn Heimisson Matgæðingurinn DV Helgarblað föStudaGur 26. oktÓBer 2007 43 „Ég skora á Einar Þorvarðar- son, svila minn, að vera næsti matgæðingur. Hann telur sig hafa kennt mér allt sem ég hef lært í matargerð.“ Hvítvín frá Soave Í sumar var ég svo heppinn að geta búið á veitingahúsi í vínræktarhér-aðinu Soave á norðaustanverðri Ít-alíu. Hjónin Sirpa og titziano reka þar veitingahúsið Hostaria di Cans- ignorio og þar var stórtenórinn Jón rúnar arason að leysa af í eldhúsinu. Ég var að sjálfsögðu látinn hjálpa til í eld- húsinu en þess á milli fór ég með Sirpu á markaðinn að kaupa inn eða heimsækja vínbændur í nágrenninu. afurðir þeirra bænda sem ég heimsótti eru ekki fáan- legar hér á landi en þó er hægt að nálg- ast nokkur ágætis Soave-vín í ríkinu. Vínrækt hefur ver-ið stunduð í Soa-ve frá örófi alda. Menn deila um hvaðan nafnið Soave er komið en flest- ir virðast á því að það sé dregið af germ- önskum þjóðflokki sem fluttist niður til Ítalíu með alboin, konungi Langbarða. Soave er vínræktarsvæði í hæðunum austur af borginni Verona, þar sem róm- eó og Júlía unnust forðum. Vínviður er ræktaður á 6.500 hektörum í Soave, að- allega umhverfis ána adige. Soave er við rætur alpanna sem verja héraðið fyrir svölum norðan vindum. Þarna er milt og temprað loftslag. Vetur ekki harðir og sumur ekki of heit. kalkríkur eldfjallajarðvegur er góður grunnur til vínræktar. Þetta tiltölu- lega svala svæði hentar vel fyrir hvítar þrúgur, eins og Garganega sem er aðalþrúga Soave. Hvítvínin eru stundum eingöngu úr Garganega en stundum blandað við Chard- onnay, Pinot Blanc eða trebbiano. Soave-vín eru afar fersk og minna oft á sítrónur og möndlur. Tenuta Sant’Antonio Monte Ceriani Soave 2005 Castagnedi-bræðurnir, armando, tiziano, Massimo og Paolo eiga og reka víngerðina tenuta Sant’antonio sem faðir þeirra antonio Castagnedi stofnaði. Bræðurnir hafa framleitt vín undir eigin nafni frá 1995. Þeir eru með 50 hektara vínræktarland í hæðunum norðaustur af Verona, 120-320 metra yfir sjávarmáli. Monte Ceriani er yfirleitt eingöngu úr Garganega-þrúgunni en sum ár blanda þeir út í lítilræði af trebbiano. “Blóm & Ávextir” komu strax upp í hugann þegar nefið var rekið í ljósgullið vínið. Mikil og góð blómaangan, smjör, greip, ananas og marsípan (möndlur). Sítrusávextir og apríkósur í munni. fantagóður fulltrúi frá Soave á fínu verði. 1.490 krónur. Pieropan Soave Classico 2005 dr. Leonild Pieropan stofnaði víngerðina 1890 en það var sonarsonur hans og alnafni sem umbylti víngerðinni. Leonildo er enn við stjórnvölinn ásamt teresitu konu sinni og sonum þeirra, andrea og dario. Þetta vín er úr Garganega (90%) og trebbiano di Soave (10%). Sterk liljublómaangan með sítrónu, epli og möndluspæni, jafnvel ferskjum og apríkósum. Sítrónubörkur í munni með greip, epli og peru. Sítrónusorbet sem passar vel með sítrónumarineruðum fiski. Gott matarvín. 1.490 krónur. Tommasi Viticoltori Le Volpare Soave Classico 2006 Giacomo tommasi stofnaði víngerðina 1902 en nú er það fjórða kynslóðin sem rekur þetta fjölskyldufyrirtæki. Sex afkomendur Giacomos stýra fyrirtækinu og Giancario er aðalvíngerðarmaður þess. Hjarta fyrirtækisins er í Valpolicella en það hefur stækkað mikið á undanförnum misserum og er nú með 135 hektara af vínekrum. Le Volpare heitir eftir vínekrunni og það er 100% Garganega. Gul epli í nefi, sítróna, perubrjóstsykur og marsipan. Meiri epli í munni, greip, sítróna og þurrkuð ferskja. Síst þessara þriggja Soave-vína og fellur niður um glas, þrátt fyrir ágætt verð. 1.260 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt Pálmi jónaSSon vínsérfræðingur DV Klattar frá tengdamömmu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.