Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Síða 54
Tískan föstudagur 26. október 200754 Helgarblað DV Umsjón: Sigga Ella Netfang: tiska@dv.is Heimasíðan Hvað heitir þú? „freymar Þorbergsson.“ Hvað ert þú að gera? „Nýbakaður faðir, annars starfa ég sem grafískur hönnuður/ kvikari og hef verið að fikta við myndbandagerð og fleira.“ Með hverju mælir þú? „að fara á monitor.is og horfa á nýtt myndband Jans Mayen sem ég kláraði nýverið.“ Í vetur er ómissandi að...? „...sofa innandyra.“ Heimsíða vikunnar er...? „Það er hin eiturhressa frivfri- day.com sem skemmtir manni með ómetanlegri internet- menningu á hverjum föstudegi.“ slaufur slá öll met Það sem fylgir því að vera tískudíva er að njóta þess að skreyta sig svo um munar, velja af vandvirkni dress dagsins og vafra í gegnum tískublöðin. Mannskepnan er ekki jafnheppin og hinar ýmsu dýra- tegundir sem hafa fagran feld eða fjaðraskrúða og því þurfum við aukahluti svo eitthvað sé nefnt. slaufur eru heitur aukahlutur sem ber að nota á hinn ýmsa máta, bara að það sé slaufa. Persónan GíGja ísis Jennifer Connelly er ótrúlega heillandi kona sem hefur þennan einstaka þokka sem fáir geta staðist. Jennifer Connelly er að verða fertug og er gift Paul bettany en það ber mjög lítið á þeim þrátt fyrir frægðina. Hún er þekktust fyrir að leika glæsilega og gáfaða karaktera enda mjög í hennar anda. HHH Heillandi fögur Nafn? „gígja Ísis.“ Aldur? „18 ára.“ Starf? „Ég er nemi, ég hanna föt og er í lausavinnu hér og þar.“ Stíllinn þinn? „fjölbreyttur og hæfilega kærulaus, ætíð háður peningaleysi, ástandi, tímaleysi og veðráttu.“ Allir ættu að? „spila í lottó og vinna og vera hamingjusamir það sem eftir er!“ Hvað er möst að eiga? „góða að og flugmiða í vasanum.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „fullt af háum hlýjum sokkum, vetrarfötum og dóti í New York og svarta reimaða hælaskó.“ Hverju færð þú ekki nóg af? „skykkjum, flottum sokkabuxum, hönskum, breytanlegum flíkum og skóm.“ Næsta tilhlökkun? „desemberferðalög...langt, langt í burtu.“ Hvert fórst þú síðast í ferðalag? „Ég fór á opnun hjá pabba mínum í New York í endaðan september og svo var ég í amsterdam þar sem ég dvaldi í þrjá mánuði með bestu vinkonu minni henni salvöru.“ Hvað langar þig í akkúrat núna? „gott veður, endalausan drifkraft og nógan tíma til að gera hlutina sem ég elska. gaman væri að hafa þann valmöguleika að geta lifað án svefns.“ Perlur hér heima? „stokkseyri, þar á ég hús við sjóinn.“ Hvenær fórstu að sofa í nótt? „seint.“ Hvenær hefur þú það best? „Mér líður best þegar ég hef nóg að gera og er í kringum jákvætt og virkt fólk. Ég hata leti.“ Afrek vikunnar? „er afrek að synda kílómetra í Vesturbæjarlauginni?“ svipar svolítið til Petro Zillia sýndi á dögunum línuna sína og vakti ágæta lukku en það sem vakti athygli hinna ýmsu tískuspekúlanta var að einn kjóllinn í línunni hans var ótrúlega svipaður kjólnum sem Viktor & Rolf hönnuðu. En leik- konan Cate Blanchett klæddist honum í síðustu viku á frumsýn- ingu myndarinnar „Elizabeth; The Golden Age“ en hún leikur sjálfa Elizabeth í myndinni. Gaddaskór Það var áberandi á nokkrum tískusýningunum að gaddaskór væru svolítið heitir og jú, fyrst voru þeir á tískupöllunum en nú eru þeir komnir út á götu. Meðal annars voru Burberry og Givenchy frekar veikir fyrir gadd- alúkkinu og því má búast við að fleiri muni heillast. Eitt er víst að tískudívurnar Sienna Miller og Ashley Olsen eru kolfallnar fyrir gaddahælum og eru bara frekar töffaralegar. John galliano Louis Vuitton Valentino

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.