Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Page 59
Costner í hrollvekju Kevin Costner mun leika aðalhlut- verkið í myndinni The New Daughter sem er byggð á sögu Johns Connolly. Myndin fjallar um einstæðan föður sem flytur með börnum sínum tveim upp í sveit eftir erfiðan skilnað. Stuttu síðar fer dóttir hans að haga sér undarlega og telur faðirinn að málið hafi eitthvað með grafreiti að gera sem eru á landinu í kring. Hin unga Ivana Baquero, sem lék aðalhlutverkið í Pan’s Labyrinth, mun leika dótturina en líklegt þykir að Luiso Berdejo leikstýri. Grínmynd í anda Big Leikkonan Leslie Mann og unglinga- stjarnan Zac Efron munu leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni 17. Myndin er byggð upp á mjög sviðaðan hátt og myndin Big sem skaut Tom Hanks upp á stjörnuhim- ininn 1988. Myndin fjallar sem sagt um fullorðinn mann sem vaknar einn morguninn sem 17 ára. Burr Steers sem skrifaði meðal annars handritið að How To Lose A Guy In 10 Days mun leikstýra myndinni. föstudagur 19. október 2007DV Bíó 59 Will Stanton lifir venjulegu lífi og lítið fer fyrir honum. Óvænt kemst hann hins vegar að því að hann er allt annað en venjulegur. Hann er síðasti stríðsmaðurinn í röð stríðsmanna sem hafa tileink- að líf sitt baráttunni gegn hinu illa. Will áskotnast hinir ýmsu kraft- ar og hefst mikið ævintýri. Örlög heimsins eru í höndum Wills. IMDb: 4,8/10 Rottentomatoes: 13% Metacritic: 38/100 The Dark Is Rising FRuMsýnInGaR helGaRInnaR eastern Promises Anna, sem er leikin af Naomi Watts, kemst yfir dagbók ungrar stúlku. Í dagbókinni eru sönnunargögn gegn stórhættulegri rúss- neskri glæpafjölskyldu. Í kjölfarið fer óþokkinn Nikolai, sem er leik- inn af Viggo Mortensen, á stúfana. Hann hrindir af stað röð morða, blekkinga og hefnda. IMDb: 8,1/10 Rottentomatoes: 89% Metacritic: 82/100 löng helgi hjá Caviezel Leikarinn Jim Caviezel sem lék meðal annars í The Passion of the Christ er nýjasta viðbótin við spennutryllinn Long Weekend. Myndinni er leikstýrt af Jamie Blanks en um er að ræða endurgerð á samnefndri mynd frá árinu 1978. Blanks segir að ekki verði notast við tölvutæknibrellur við gerð myndarinnar og að hann ætli að fylgja upprunalegu myndinni þétt eftir í sögu og myndatöku. Auk Caviezels mun ástralska leikkonan Claudia Karvan leika í myndinni. The Invasion Enn ein endurgerðin af Invasion of the Body Snatchers. Nicole Kidman og Daniel Craig leika aðalhlutverkið í mynd sem fjallar um innrás geimvera. Hún áttar sig fljótt á því að sonur hennar gæti ver- ið eina lausnin. IMDb: 6,1/10 Rottentomatoes: 19% Metacritic: 45/100 ir lok árið 1991 hefur skipu- lögð glæpastarfsemi í Rússlandi blómstrað. Mafían í Rússlandi er talin innihalda allt að 100 þúsund einstaklinga, en víst er að þess- ir einstaklingar starfa ekki undir sama stjóranum, heldur eiga það meira sameiginlegt að vinna und- ir sömu gildum og ganga undir nöfnum á borð við Rauða mafían, Krasnaya-mafían eða Bratva, sem er rússneskt slangur yfir bræðra- lag. Talið er að æðstu menn mafí- unnar séu flestir fyrrverandi KGB- menn eða yfirmenn úr hernum, sem misstu stöðu sína eftir kalda stríðið. Þá er einnig talið að helstu ofbeldismenn mafíunnar séu fyrrverandi rússneskir hermenn, íþróttamenn, boxarar, bardagalist- akappar og kraftlyftingamenn. Ruddalegir og óvægnir Að sögn rússnesku lögreglunn- ar er mafían talin vera lík þeirri ít- ölsku, en hins vegar eru deilur inn- an rússnesku mafíunnar, sem oft enda með morðum, mun algeng- ari. Sú saga gengur um mafíuna í Rússlandi að ef einhver kjaftar í lögguna er ekki aðeins sá myrtur heldur fjölskylda hans líka. Mafí- an þénar ótrúlegt magn af pen- ingum í gegnum bæði ólögleg við- skipti í undirheiminum en einnig með löglegum hætti í hinum ýmsu fyrirtækjum. Ólíkt þeirri ítölsku er rússneska mafían lítt sýnileg og þótt flestir viti um tilvist hennar, vita fæstir um meðlimina. Erlend fyrirtæki borga 20% skatt Sú saga að Björgúlfsfeðg- ar hafi lent í útistöðum við rúss- nesku mafíuna, þegar þeir áttu í viðskiptum þar í landi, hefur lengi verið á sveimi, þótt ekkert sé staðfest í þeim efnum. Erlend fyr- irtæki þurfa að greiða 20% af öll- um gróða sínum til mafíunnar, ella hljóta þau verra af. Það er ein af hörðum staðreyndum viðskipta- lífs Rússa, en þennan skatt borga víst íslensk fyrirtæki á borð við Atl- anta og Össur. Sum fyrirtæki, þó aðallega bandarísk, grípa til þess ráðs að ráða einkaaðila til þess að sjá um öryggisgæslu við fyrirtæk- in. Vegna óáreiðanleika rússnesku lögreglunnar blómstar einkaör- yggisgeirinn. Á undanförnum sjö árum hafa um 25 þúsund öryggis- fyrirtæki verið stofnuð í Rússlandi, með allt að 600 til 800 þúsund manns í vinnu. Ljóst er að mafían á allavega einn sjötta af fyrirtækj- unum. Þekkjast af húðflúrunum Flesta rússneska mafíósa má þó þekkja af húðflúrunum sem þeir bera. Hvert einasta smáatriði flúrsins hefur mikla þýðingu og er sagt að ævisögu hvers og eins megi rekja á flúrunum. Til dæmis bera margir stór húðflúr af kirkjum á sér, en hver turn á kirkjunni merkir eitt ár í fangelsi. Svo eru menn oft með stjörnur bæði á öxlunum og hnjánum, sem þýðir að þeir gefist ekki upp fyrr en í fulla hnefana og fari ekki á hnén fyrir neinn. Rúss- neskir mafíósar eru oftast flúrað- ir frá toppi til táar og er ekkert flúr sem ekki hefur beina þýðingu í glæpaheiminn. Stórgóð kvikmynd DV hvetur alla til þess að sjá Eastern Promises. Þeir David Cronenberg og Viggo Mortensen sýndu það og sönnuðu að þeir ættu vel saman með myndinni A History of Violence. Myndin hefur fengið afbragðs dóma víðast hvar og hefur eitt atriði myndarinnar, þar sem Viggo slæst nakinn við þrjóta í gufubaði, slegið í gegn. dori@dv.is David Cronenberg Leikstýrir myndinni eastern Promises sem hefur fengið góða dóma og er frumsýnd í kvöld. Frammi fyrir foringjunum einnig alsettur húðflúrum sem eiga að segja ævisögu þess sem ber þau. Aleksander Emelianenko keppir í MMa og er alsettur húðflúrum frá því að hann sat í rússnesku fangelsi á sínum yngri árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.