Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2007, Page 62
föstudagur 26. október 200762 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Gárungarnir segja að nú eigi
hjónabandsráðgjafar í mikilli
samkeppni úr óvæntri átt. Eiga
þeir þar við fyrirtækið Ice-
landair, sem í vikunni láðist
að setja um
borð í eina
flugvél sína
golfsett þrjá-
tíu kylfinga.
Þannig fengu
fjölskyldur
óvænt að
hafa kylfinga
hjá sér í sól
og sumaryl í Disney-world í
Orlando þremur dögum lengur
en áætlað hafði verið. Í hópn-
um er einn af betri kylfingum
landins, Ólafur Már Sigurðsson,
sem sagði í samtali við mbl.is
að konan hans væri ekkert ósátt
við að golfsettið hafi orðið eftir í
Leifsstöð.
n Stefán Snævarr heimspeki-
prófessor veltir því fyrir sér á
bloggsíðu sinni hvort sjón-
varpsmennirnir Logi Bergmann
Eiðsson eða Sigmundur Ernir
Rúnarsson ættu ekki að stefna
á forsetaframboð. Tilefnið er að
kollegi þeirra vestanhafs, Steph-
en Colbert í þættinum Colbert
Report, er víst við það að lýsa
yfir framboði
sínu til for-
seta Banda-
ríkjanna.
Stefán er
þó ekki viss
um að Sig-
mundur hafi
erindi sem
erfiði: „sá
er ljóður á ráði Simma að hann
er ljóðskáld sem afar „ókötting
edsj“, hver hefur heyrt talað um
forsetaframbjóðanda hjá amer-
ísku kúlgoðþjóðinni sem fengist
hefur við yrkingar? Svo ég mæli
með því að Sigmundur reyni að
venja sig af þeim ókúla kæk að
yrkja,“ segir Stefán.
n Fréttablaðið greindi frá því að
Einar Bárðarson hefði keypt
sér hús í einhverjum bítlabæ á
Englandi. Séð og Heyrt bætir
um betur og greinir frá því að
Einar hafi einnig keypt sér íbúð
í bítlabænum Keflavík til að vera
nær Flugstöð Leifs Eiríkssonar á
stöðugum ferðum sínum á milli
landa. Gerði hann góð kaup þar
sem fast-
eignaverð
á Suður-
nesjum er
hagstætt á
meðan íbúð-
arhæð hans
á Hagamel
í Vestur-
bæ Reykja-
víkur seldist á margföldu því
fermetraverði sem tíðkast í
Keflavík.
Hver er maðurinn?
„Hann heitir Ívar Gissurarson og er
Reykvíkingur í húð og hár.“
Hver eru þín áhugamál?
„Fyrir utan vinnuna eru það ferðalög,
íþróttir og svo margt margt fleira.“
Hvað drífur þig áfram?
„Baráttan fyrir því að eiga fyrir salti í
grautinn.“
Hver er þín menntun?
„Ég er háskólamenntaður fornleifa-
fræðingur.“
Hefur þú unnið sem slíkur?
„Ég vann sem nemandi í tvö ár fyrir
Þjóðminjasafnið.“
Hefur þú verið lengi viðloðandi
bókabransann?
„Í ein sextán ár.“
Eftirminnilegasta bókin?
„Það hlýtur að vera Hundrað ára ein-
semd eftir Gabríel García Marquez.
Svakalega yndisleg og skemmtileg
bók.“
Hvernig leggst
jólabókaslagurinn í þig?
„Bara eins og venjulega. Maður veit
aldrei fyrr en upp verður staðið.“
Hvernig líst þér á Forlagið?
„Mér líst mjög vel á það. Ég er ægileg-
ar ánægður að þessi tvö stærstu for-
lög hafi sameinast. Það einfaldar svo
margt fyrir okkur þau minni. Ég óska
þeim alls hins besta.“
Hvað gefið þið út margar bækur
fyrir jólin?
„Við gefum út þrjátíu titla á árinu.“
Hvað kom til að þið ákváðuð að
gefa út bókina Negrastrákana?
„Þetta kom upp á borð hjá okkur og
okkur fannst þetta tilvalið. Þetta er fal-
leg bók á allan hátt og einhvern veg-
inn fannst okkur að hún yrði að koma
út aftur og ég veit að það eru marg-
ir mér sammála. Myndirnar hans
Muggs eru líka sérlega fallegar.“
En nú eru margir ósammála og
tala um rasisma. Hvað finnst þér
um það?
„Ég átta mig ekki á samhenginu í því
og skil engan veginn þá afstöðu. Við
erum á öndverðum meiði við allar
hugmyndir um rasisma og mér þykir
afar leitt ef einhver lítur á þessa bók
sem slíka. Að mínu mati er þetta
glæsileg bók sem ég sjálfur hafði gam-
an af að lesa þegar ég var ungur. Auk
þess er þetta menningarlegasöguleg
arfleið og því fyndist mér ekki rétt að
breyta nafninu á henni. “
Talandi um menningarsögulega
arfleið. Hvað finnst þér þá um
breytingar á Biblíunni?
„Ég hef lítið um það að segja. Ef fólk
vill endilega breyta Biblíunni káfar
það lítið upp á mig.“
Hvaða væntanlegu bók ert þú
spenntastur fyrir að lesa?
„Nú veit ég lítið um það. Það á eftir að
skýrast betur hvað er að koma út. Það
er líka búið að vera svo mikið að gera
hjá mér að ég hef hreinlega ekki mátt
vera að því að hugsa um það.“
Hvað er fram undan?
„Það er að koma bókunum á markað,
kynna og selja. Út á það gengur lífið
hér hjá okkur á Skruddu.“
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xx
+6
7
xx
xx
xx
xx
xxxx
+4
4
xx
xx
xx
xx
+6
7
+5
7
+4
12
xx
xx
xx
xx
xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
xx
+43
xx
xx
xx
+4
4
xx
-2
1
xx
-2
4
xx
+1
1
+4
1
xx
+3
4
xx
+3
1
xx
xx+3
1
xx
+3 1
xx
xx
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
negrastrákarnir
eru arfleifð
Ívar Gissurarson
hjá bókaforlaginu skruddu gaf
út bókina Negrastrákana á
dögunum. bókin hefur ekki
verið gefin út í þrjátíu ár en
myndir hennar og texti fara
fyrir brjóstið á mörgum sem
halda pólitískum rétttrúnaði á
lofti. aðrir fagna og tala um
listaverk.
Loksins styttir upp
„Veðurbreytingar eru nokkuð skýrar nú um
helgina,“ segir einar sveinbjörnsson
veðurfræðingur. „eftir þráláta rigingartíð frá
því í ágústlok, sem er um það bil að slá
ýmis met sunnan- og vestanlands ásamt
nokkuð sérkennilegum hlýindum
norðaustan og austanlands, er eins og við
verðum slegin í höfuðið af sjálfum
vetrinum. Þótt þetta séu nú dálítið
dramatískar lýsingar er ekki annað að sjá en
að um helgina verði hiti víða um frostmark
og vægt frost á sunnudag. Vindáttin
suðvestlæg og norðlæg um tíma.
Éljagangur víða um land, síst þó suðaustan-
og austanlands. fyrsti vetrarsnjórinn gæti
því fallið þar sem hann hefur enn ekki sýnt
sig, sums staðar strax á föstudagskvöld, til
að mynda á höfuðborgarsvæðinu.
akstursskilyrði fara því versnandi, einkum
á heiðum og fjallvegum um vestan- og
norðanvert landið. eftir helgi
verður áfram fremur kalt svona
fram undir miðja viku, en eftir
það er óvissa eins og svo oft
áður þegar veðrið á í hlut.“
Einar Sveinbjörnsson,
veðurfræðingur
stjörnur
vIkUNNAR
Svandís Rós Þuríðardóttir fær
fjórar stjörnur fyrir að segja hingað og
ekki lengra þegar henni var gert að
búa við skaðlegar aðstæður með
börnum sínum. Hún flýði heimili sitt
með börnin og hefur verið á
hrakhólum en tókst um leið að vekja
athygli á vanda sumra þeirra sem
leitað hafa á náðir félagslega kerfisins.
Vestfirðingurinn Barði Önundarson
gafst ekki upp þegar hann lenti í
sjávarháska heldur barðist fyrir lífi
sínu. barði fær þrjár stjörnur fyrir
baráttuþrek sem hjálpaði honum að
komast heill á land eftir að hafa verið í
ísköldu vatninu í klukkustund og ekki
síður fyrir að sjá björtu hliðarnar á
átökum sínum við sjóinn eins og kom
fram í viðtali hans við dV fyrr í
vikunni.
karl Sigurbjörnsson biskup,
trúbræður hans og -systur fá tvær
stjörnur fyrir að stíga skref fram á við
til að kirkjan viðurkenni sambönd og
sambúð samkynhneigðra para. Með
þessu hefur náðst einn áfanginn enn í
réttindabaráttu samkynhneigðra þótt
þeir njóti enn ekki sömu stöðu innan
kirkjunnar og pör gagnkynhneigðra
einstaklinga.
Eldar Eyþórsson og félagar sem
skipulögðu airwaves fá eina stjörnu
fyrir að bjóða upp á vel heppnaða air-
waves-hátíð þar sem þúsundir
íslenskra og erlendra tónlistarunn-
enda og blaðamanna nutu þess að
hlusta á fjölbreytta og skemmtilega
tónlistina.