Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 2

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 2
REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! EX PO - w w w .ex po .is Sími: 535 9000 TOPP HJÓLAFESTINGAR Á GÓÐU VERÐI Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL Mótmæla gjaldtöku í Mývatnssveit Nemendur Elmars Hallgríms Hallgrímssonar á námskeiðinu Sam- vinna og árangur afhentu Barnaspítala Hringsins ávísunina á miðvikudag. Ljósmynd/Háskóli Íslands. E kki er enn ljóst hvert tjónið verður af erfiðleikum og falli sparisjóðanna. Þegar hefur 33 milljarða heildarkostnaður fallið til. Á annar milljarður króna er enn bundinn í eign ríkisins í stofnfé sparisjóða og óvíst er hvernig tekst að endurheimta það fé. Mest óvissa er þó um uppgjör við slitastjórn Sparisjóðabank- ans. Seðlabankinn hefur lýst 215 milljarða króna kröfu í það þrotabú en lítill hluti þeirra krafna hefur verið samþykktur. Þetta kemur fram í Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall og orsakir sparisjóð- anna sem kynnt var í gær. Ríkissjóður á eignarhlut í fimm sparisjóðum og fer Bankasýsla ríkisins með eign- arhlut ríkisins í þeim. Af þeim sparisjóðum sem enn starfa í land- inu eru aðeins fjórir sem ekki eru í eigu ríkisins. Þrír þeirra komust í gegnum hrun bank- anna án þess að eigin- fjárhlutfall þeirra færi nokkru sinni niður fyrir þau 8% sem lög kveða á um. Þetta eru Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Spari- sjóður Höfðhverfinga og Sparisjóður Strandamanna. Þeir tveir fyrstnefndu áttu litlar eignir í gengisbundnum útlánum og öðrum eignum í erlendum myntum og hjá þeim var hlutfall innlána og fjármögn- unar frá Íbúðalánasjóði hátt. Sparisjóður Strandamanna samdi um endurskipulagn- ingu erlendra skulda við Seðlabanka Ís- lands áður en hann færði gengisbundin útlán sín ekki niður að fullu. „Fyrir vikið urðu minni breytingar á eiginfjárhlutfalli hans en annarra sparisjóða með svipaða samsetningu efnahagsreiknings,“ segir í rannsókn- arskýrslunni. Fjórði sjóðurinn, Afl sparisjóður, hafði lánað mikið í erlendum myndum og lækkaði eiginfjárhlutfall hans niður fyrir 8% við niðurfærslu útlána í lok árs- ins 2008. Þá var samið við stærsta stofn- fjáreigandann, sem jafnframt var stærsti lánveitandi sjóðsins, og var eiginfjárhlutfallið bætt. 42 ársverk liggja að baki skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðina. Starf hennar átti upphaflega að taka níu mánuði en tók meira en tvö og hálft ár þegar upp var staðið. Kostnaður við starf nefndarinnar er 607 milljónir króna, þar af er launakostnaður 335 milljónir. Rannsóknarnefndin sendi 21 mál til ríkis- saksóknara vegna gruns um refsivert athæfi. Tveimur þeirra mála er lokið með dómi Hæstaréttar. Héraðsdóm- ur hefur dæmt í þriðja málinu og hefur þeim dómi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Stjórn Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, vonar að landeigendur jarðarinnar Reykjahlíðar í Mývatns- sveit fresti fyrirhugaðri gjaldtöku sinni af ferða- mönnum við Dettifoss, Hveri og Leirhnjúk. Stjórn Eyþings tekur undir ályktun Markaðs- stofu Norðurlands og sveitarstjórnar Skútustaðahrepps og lýsir áhyggjum af fyrirhugaðri gjaldtöku á ferðamannastöðum í Skútustaðahreppi. Áformin eru ótímabær, að mati Eyþings. „Sjálfsagt er að land- eigendur Reykjahlíðar setji upp ferðaþjónustu og taki þóknun fyrir veitta þjónustu, þegar þeir hafa lagt í uppbyggingu á svæðinu og þjónustan veitt,“ segir í bókuninni. „Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er úr takti við þá ímynd sem ferða- þjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna. Mikilvægt er að standa saman um leið sem byggir á áframhaldandi opnu aðgengi að nátt- úruperlum og sjálfbærri uppbyggingu á ferða- mannastöðum.“ 62% stúdenta svartsýn um sumarvinnu 65% stúdenta við Háskóla Íslands eiga enn eftir að fá vinnu í sumar. 62% segjast ekki bjartsýn á að fá vinnu. Þetta kemur fram í könnun sem stúdentaráð HÍ gerði. Stúd- entaráð vill að Vinnumálastofnun bregðist við þessari stöðu með því að ráðast í sér- stakt átak til þess að útvega námsmönnum sumarvinnu líkt og gert hefur verið síðustu ár. Ekki hafa enn verið teknar ákvarðanir um slíkt átak þetta árið. Fékk fimm ára dóm fyrir að bana dóttur sinni 28 ára maður, Scott James Carcary, var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar í mars á síðasta ári. Barnið hafði verið eitt heima með föður sínum og var meðvitundarlaust þegar móðir þess kom heim. Það var flutt með- vitundarlaust á sjúkrahús og lést nokkrum klukkustundum síðar. Það var með áverka á heila og blæðingar í húð víða um líkam- ann. Við krufningu fundust eldri áverkar á rifbeini og fótlegg. Faðirinn neitaði sök en sakfelling dómstólsins styðst meðal annars við vitnisburð þýsks meinafræðings. Auk þess að sitja fimm ár í fangelsi var faðirinn dæmdur til að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna í bætur. Bæjarráð Akureyrar stendur við brottrekst- ur Snorra í Betel Innanríkisráðuneytið telur að Akur- eyrarbær hafi brotið gegn lögum þegar Snorri Óskarsson, fyrrum forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins Betel, var rekinn úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna bloggskrifa um samkynhneigða á árinu 2012. Bæjarráð Akureyrar telur, þrátt fyrir úrskurð ráðuneytisins, að ákvörðunin um að reka Snorra úr starfi hafi verið rétt. „Fordómafull skrif hans um samkyn- hneigða samrýmast ekki stöðu hans sem kennara barna í skyldunámi,“ segir í bókun bæjarráðsins en það hefur falið lögmanni bæjarins að undirbúa næstu skref í málinu.  Söfnun nEmEndur við HáSkóla ÍSlandS ætluðu að Safna 5 milljónum Söfnuðu 9 milljónum fyrir Barnaspítalann Alls söfnuðust um 9 milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins í söfnunarátakinu „Öll í einn hring.“ Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands, sem kennir á námskeiðinu Sam- vinna og árangur, segir söfnunina hafa gengið afar vel. Markmið nemenda í kúrsinum var að safna 5 milljónum króna fyrir Barna- spítalann og fór söfnunin því fram úr væntingum. Námskeiðið hófst í janúar og var söfnunarféð afhent á miðvikudag, auk þess sem nemendur höfðu áður fært Barnaspítalanum tæki að andvirði um einnar milljónar króna. Námskeiðið var hugarfóst- ur Elmars sem fór á svipað námskeið þegar hann var við nám í Bandaríkjunum. Þar var þó öllu meiri keppnis- andi í líkingu við keppnina The Apprentice en hér lagði hann meiri áherslu á sam- vinnu. Elmar skipti nem- endum í sex hópa sem allir fengu sinn tengilið, áhrifa- konu í atvinnulífinu, og fengu annars frjálsar hendur til að safna. Meðal annars héldu hóparnir tónleika, bíósýningu og markað, auk þess sem fjöldi þekktra einstaklinga lagði sitt af mörkum í söfnuninni. „Það voru virkilega sterkir einstaklingar á þessu nám- skeiði sem náðu þessum ótrúlega árangri,“ segir Elmar og bendir á að í nám- skeiðum sem þessum felist mikil tækifæri fyrir nem- endur að nýta þekkingu sína á hagnýtan hátt. „Nemend- urnir eru þeir sem græða mest á þessu,“ segir hann og útilokar ekki að halda sam- bærilegt námskeið síðar þar sem safnað yrði fyrir öðrum málstað. „Það hafa margir haft samband við mig og vilj- að vera með ef þetta verður haldið aftur þannig að ég úti- loka ekkert.“ - eh  SpariSjóðir rÍkið HEfur tapað 33 milljörðum á Hruni SpariSjóðanna Þrír sjóðir komust óstuddir í gegnum hrunið Af níu sparisjóðum sem starfa í landinu eru fimm í ríkiseigu en einkaaðilar eiga fjóra. Þrír þeirra síðastnefndu komust klakklaust í gegnum hrunið, þar af tveir sem lögðu áherslu á innlend innlán og áttu litlar erlendar eignir. Kostnaður við starf nefndarinnar er 607 milljónir króna, þar af er launakostnaður 335 milljónir. 2 fréttir Helgin 11.-13. apríl 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.