Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 4
ASÍ vill hraða byggingu félagslegs húsnæðis ... það eru ekk- ert örfáir einstak- lingar sem aðgengi snertir, þetta er virkilega stór hóp- ur, einn þriðji af þjóðinni. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SlAgveðurSrigning, en SnjókomA á hærri fjAllvegum höfuðborgArSvæðið: Rigning og allhvasst, einkum fRaman af degi. SkAmmvinn n-átt og SnjóAr n- og A-til. höfuðborgArSvæðið: léttiR til, en stRekkingsvinduR. svalt. fremur kAlt og hiti um eðA undir forStmArki. vÍðASt þurrt. höfuðborgArSvæðið: léttiskýjað og nætuRfRost. Slær í bakseglin Þessum væna vorkafla er að ljúka og nú slær í bakseglin eins og svo oft. Í dag, föstudag ganga skil lægðar yfir landið með slagveðursrigninngu víða um land, en ekki hlýrra en svo að á hærri fjallvegum kemur til með að snjóa. Á laugardag verður þessi saman lægð komin austur fyrir land og þá snýst til N-áttar með kólnandi veðri. Má kalla það hret og snjóar um tíma norðan- og austanlands, víða einnig í byggð. Á sunnudag er síðan útlit hægari vind, úrkomu- lítið , en fremur kalt í veðri. 5 2 2 0 5 4 -1 0 1 5 2 -2 -2 -3 3 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is „Við erum fólk og við eigum okkar rétt. Fólk í hjólastól er ekki einangrað, en það er búið að einangra það frá samfélaginu,“ segir Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, sem er að fara af stað með herferð til að hvetja almenning til að versla frekar við þau fyrirtæki sem eru með aðgengismál í lagi.  aðgengi seM saMtökin, Mnd Félagið og sjálFsbjörg Fara í herFerð Vilja að fólk beini við- skiptum til þeirra sem eru með aðgengi í lagi Aðgengi skiptir öllu máli fyrir þá sem eru í hjólastól eða þurfa göngugrind til að komast á milli. Þetta er um 7.000 manna hópur sem nú ætlar í herferð til þess að berjast fyrir því að farið sé að lögum og reglum um að aðgengi að opinberum stöðum eigi að vera tryggt. v ið skorum á alla sem eru tengdir fólki í hjólastólum, að versla frekar þar sem allir eru velkomnir.“ SEM samtökin, MND félagið, Sjálfsbjörg ætla að koma þessari áskorun á framfæri við þjóðina á næstu vikum, þau hafa stofnað Facebook-síðu sem heitir Aðgengi skiptir máli og undirbúa auglýsingaherferð sem á að fara í gang síðar í mánuðinum til að fylgja málinu eftir. „Þetta skiptir okkur öllu máli og það eru ekkert örfáir einstaklingar sem aðgengi snertir, þetta er virkilega stór hópur, einn þriðji af þjóðinni,“ segir Arnar Helgi Lárus- son, formaður SEM samtakanna. Hann segir að um 7.000 manns séu annað hvort í hjólastól eða með göngugrindur. Miðað við að 15-16 séu í nánustu fjölskyldu hvers og eins að meðaltali séu þetta alls 112.000 manns. „Ég er ekki að hvetja fólk til að snið- ganga einn eða neinn, en mér finnst að fólk eigi markvisst að versla við þá sem bjóða alla velkomna frekar en þá sem bjóða ekki alla velkomna. Það er það sem við erum að gera með þessu.“ Arnar Helgi bendir á að frá því að fyrst var sett byggingarreglugerð í landinu, árið 1979, hafi verið skylda að tryggja aðgengi. Þar segir: „Aðkoma að opinberum bygg- ingum, s.s. pósthúsum, verslunum, sjúkra- húsum, skólum, kirkjum, bókasöfnum, sundlaugum, leikhúsum, kvikmyndahús- um, bönkum, apótekum o.s.frv., skal vera þannig að unnt sé fyrir fólk í hjólastól að komast þar inn og út hjálparlaust.“ Mikið vantar á að þetta hafi tekist á þess- um 35 árum sem liðin eru. Arnar Helgi býr í Keflavík og hann segir að við aðalverslun- argötu bæjarins, Hafnargötu, séu 120 fyrir- tæki en aðeins 11 þeirra séu með aðgengi í lagi. Jafnvel þar sem endurbætur standa yfir, eins og við Hverfisgötu í Reykjavík, eru aðgengismál eru ekki í nógu góðu standi. Arnar Helgi, sem er íþróttamaður og vel á sig kominn segist aðeins geta nýtt sér skábrautir á þremur stöðum við alla götuna. Hann veit til þess að verið sé að skrifa skýrslu um stöðuna þar en engar endurbætur hafa enn verið gerðar. „Þetta er gott dæmi um léleg vinnubrögð og lélegt eftirlit. Þetta er búið að vera í byggingarreglugerð í 35 ár og það eiga allir að vita þetta en samt er ekki farið eftir því,“ segir Arnar Helgi. Samkvæmt reglugerð- inni megi ekki vera meiri hæð en 2,5 cm frá götu og upp á skábraut. Þessu sé illa fylgt. Yfirleitt sé 4-6 sentimetra stallur upp á skábrautir sem þýðir að þær geri ekkert gagn. „Fréttaflutningurinn er eins og þetta sé eitthvert nýyrði – aðgengi – eins og það sé eitthvað nýtt að hjólastólafólk vilji komast um,“ segir hann. „Fólk í hjólastól er ekki einangrað en það er búið að einangra þetta fólk frá samfélaginu.“ „Ég held að meirihluti þjóðarinnar geri sér ekki grein fyrir því að aðgengið sé svona slæmt en þeir sem eru eitthvað tengdir fólki í hjólastól eða með grindur gerir sér nokkurn veginn grein fyrir því en samt ekki alveg. Það er hluti af herferðinni sem við erum að fara af stað með að gera almenningi grein fyrir því hversu slæmt aðgengi er í raun og veru. Pétur gunnarsson petur@frettatiminn.is ASÍ telur að hröð uppbygging á félags- legu húsnæðiskerfi á næstu árum verði vel viðráðanleg fyrir fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Verði kerfið byggt tiltölu- lega hratt upp næstu fimm árin með samtals 1000 íbúðum á ári og eftir það með 600 íbúðum ár hvert muni framlag sveitarfélaganna verða 2,8 milljarðar á ári fyrstu fimm árin en lækka síðan í 1,7 milljarða. „Þessi framlög eru aðallega í formi lóða og gatnagerðar- gjalda en ekki beinna fjárframlaga,“seg- ir ASÍ. „Framlag ríkisins byrjar í tæplega 600 milljónum króna en vex í 2,8 millj- arða eftir fimm ár, 4 milljarða króna eftir 10 ár og nær hámarki í 6,3 milljörðum króna eftir 30 ár en fer síðan lækkandi. Á einni starfsævi nær kerfið að verða fjárhagslega sjálf- bært og ná til fimmtungs alls íbúðahúsnæðis.“ Anna formaður Spítalans okkar Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi, var kjörinn formaður Spítalans okkar á stofnfundi samtakanna í vikunni. Anna er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Töluverður hópur manna úr ýmsum stéttum hefur að undanförnu unnið að stofnun þessara landssamtaka sem hafa þann tilgang að vinna að nýbyggingu og endurnýjun Landspítala þannig að húsakostur og umhverfi sjúklinga og aðstaða starfsfólks spítalans þjóni nútíma þörfum. Markmið félagsins er að afla stuðnings meðal almennings og stjórn- valda við nauðsynlegar úrbætur á húsakosti spítalans, að kynna fyrirliggjandi áætlanir um endurnýjun og viðbætur við húsnæði spítalans og að draga fram valkosti í fjármögnun og framkvæmd verkefnisins. Þrjú hundruð manns gerðust stofn- félagar á fundinum. -eh 13 sagt upp hjá Símanum Síminn hefur sagt upp þrettán starfsmönnum vegna skipulagsbreyt- inga. Breytingarnar eru sagðar framhald af hagræðingarstarfi sem unnið hefur verið að innan fyrirtækisins síðustu mánuði. Ætlun Símans er að auka aðgreiningu milli fjarskiptaþjónustu og upplýsingatækni. Jafn- framt færast nokkrir millistjórnendur fyrirtækisins í starfi auk þess sem Magnús Ragnarsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra gengur til liðs við Símann og mun stýra markaðssetningu fyrir- tækisins. 4 fréttir Helgin 11.-13. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.