Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 8

Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 8
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Bílalán í stuttu máli er vefur sem fjallar um bílalán og það sem hafa þarf í huga þegar keyptur er nýr bíll. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/istuttumali Lægri vextir á bílalánum Lánshlutfall allt að 75% Engin stimpilgjöld Allt að 7 ára lánstími Landsbankinn býður betri kjör í apríl. Lægri vextir á nýjum bílalánum og afsláttur af lántökugjöldum. Kynntu þér málið á landsbankinn.is/istuttumali. U mhverfið á Íslandi er að mörgu leyti óþroskað fyrir gagnrýna umræðu. Bara það að koma fram með upp- lýsingar sem þykja óþægilegar einhversstaðar, sérstaklega hjá þeim sem að hafa völd og ein- hverra hagsmuna að gæta, getur verið erfitt,“ segir Stefán Ólafs- son, þjóðfélagsfræðingur og einn frummælenda málþingsins. „Sjálf- ur bjó ég um langt árabil í Bret- landi og þar kynntist ég umhverfi sem er miklu þroskaðra varðandi alla þjóðmálaumræðu og þátt- töku háskólamanna í henni. Þar er miklu meiri skilningur á því að upplýsingar sem þykja óþægi- legar eigi erindi, jafnvel þó þær rekist á málflutning stjórnvalda eða annara hagsmunaaðila. Þar leyfa menn sér ekki að heimta það að þær séu dregnar til baka, að þaggað sé niður í mönnum eða þeim refsað.“ Er það ekki eitt af hlutverkum fræðafólks að miðla þekkingu út í samfélagið? „Jú, það er iðulega gert ráð fyrir því og í raun er það partur af skyldu háskólakennara. Ef þeir vita betur og eru með upplýsingar sem rekast kannski á ríkjandi um- ræðu í samfélaginu þá er það bein- línis skylda þeirra að koma þeim á framfæri og hafa það sem sannara reynist. Í raun felst það í vinnu- Pólitískir krossfarar Félags-og mann- vísindadeild Há- skóla Íslands hélt í gær málþing undir yfirskriftinni „Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?“. Tilefni þingsins var að hugleiða tilgang háskólans í sam- félagsumræðunni og voru orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætis- ráðherra um að háskólaprófessorar væru í pólitískri krossferð, kveikjan að þinginu. Stefán Ólafsson, þjóðfélags- fræðingur og há- skólaprófessor, var einn frummælenda. Að hans mati endur- spegla þessi orð forsætisráðherra þá staðreynd að hér- lendis sé gagnrýnin umræða enn mjög óþroskuð. 8 fréttaviðtal Helgin 11.-13. apríl 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.