Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 9
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Bílalán í stuttu máli er vefur sem fjallar um bílalán og það sem hafa þarf í huga
þegar keyptur er nýr bíll. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/istuttumali
Lægri vextir
á bílalánum
Lánshlutfall
allt að 75%
Engin
stimpilgjöld
Allt að 7 ára
lánstími
Landsbankinn býður betri kjör í apríl. Lægri vextir
á nýjum bílalánum og afsláttur af lántökugjöldum.
Kynntu þér málið á landsbankinn.is/istuttumali.
matskerfum háskólanna því það
er yfirleitt metið til stiga ásamt
öðru. En það útilokar svo sem
ekki að menn hafi líka afstöðu um
það hvað þeir telja að sé farsælla
og betra fyrir almenning.“
Og það er væntanlega algert skil-
yrði, eins og í öllu háskólastarfi,
að staðreyndir séu á hreinu?
„Jú, jú, auðvitað. Það er tilefnið
til að þeir komi fram, að þeir hafi
einhverjar staðreyndir sem málin
varða. Ef háskólakennari bregst í
því og fer með staðlausa stafi, eða
röng gögn og villandi niðurstöð-
ur, þá auðvitað verður hann að
taka tillit til gagnrýni og leiðrétta
í framhaldinu. En að öðru leyti
hlýtur að þurfa að gera miklar
kröfur til háskólamanna um að
þeir haldi sig við staðreyndir. En
að sama skapi verða þeir að vera
trúir staðreyndum og ekki að
bogna þó að á móti blási.“
Er hægt að ætlast til þess að há-
skólafólk sé hlutlaust?
„Það hafa allir sitt gildismat en
hinsvegar er ósköp eðlilegt að
háskólakennarar haldi staðhæf-
ingum sínum um staðreyndir að-
greindum frá staðhæfingum um
afstöðu og gildismat. Það er auð-
vitað sérstaklega mikilvægt í allri
umræðu um þjóðfélagsmál, en
það er ekki hægt að gera þá kröfu
að fólk sé skoðanalaust. Við vilj-
um þó að háskólakennarar byggi
málflutning sinn á staðreyndum
og einhverjar prívat og sérvisku-
legar skoðanir eiga kannski
ekkert sérstaklega meira erindi
við almenning hvort sem þær
koma frá háskólakennurum eða
trúarsöfnuðum, ef þær eru ekki
byggðar á staðreyndum.“
En með því að segja að há-
skólaprófessorar séu í einhverskon-
ar krossferð er forsætisráðherra þá
ekki í raun að segja að tilteknir
prófessorar geri ekki greinarmun
á staðreyndum og gildishlaðinni
afstöðu?
„Þetta er nú voða algengt hjá
stjórnmálamönnum og alls ekk-
ert bundið við núverandi forsæt-
isráðherra. Þetta gerist iðulega
þegar háskólamenn koma fram
með upplýsingar eða gögn sem
mönnum finnst óþægileg og ég lít
nú bara þannig á að þetta endur-
spegli þetta óþroskaða umhverfi.
Íslenskir stjórnmálamenn þurfa
ekkert á þessu að halda og þeir
eiga í rauninni bara að hefja sig
upp fyrir þetta og taka gagnrýni
fagnandi. Ef að þeir hafa mótrök
þá koma þeir með þau og þá bara
myndast heilbrigðar rökræður
þar sem misgóðar hugmyndir
takast á, en sem leiða vonandi á
endanum til farsællar niðurstöðu
fyrir almannahag. Stjórnmála-
menn eigi bara ekki að vera
svona viðkvæmir fyrir óþægileg-
um upplýsingum.“
Er ekki hætta á því að fræðasam-
félagið innilokist í fílabeinsturni
ef það getur ekki miðlað upplýsing-
um án gagnrýni sem þessari?
„Jú, þá erum við að neita okkur
um það að nýta okkur þær upp-
lýsingar sem eru til staðar í há-
skólasamfélaginu. Það er svo
sem alveg hægt að hafa háskóla
sem lokaða fílabeinsturna en ég
held að það sé nú ekki skynsam-
legt.“
Eins og fram kom á málþinginu
þá hefur þú sjálfur ekki farið var-
hluta af gagnrýni.
„Já, ég hef nú ágæta reynslu af
þessu sjálfur. Ég startaði hér
umræðu árið 2006 um skatta-
mál, en þáverandi ríkisstjórn
hafði talað um það í nokkur ár
að hún væri að lækka skatta og
sagðist ætla að gera meira af
því. Svo ég birti tölur, annars
vegar frá OECD og hinsvegar
frá Hagstofu Íslands í grein sem
ég skrifaði. Þar sýndi ég með
þessum opinberu tölum að mál-
flutningur ríkisstjórnarinnar
hélt ekki alveg vatni. Það sem
hafði verið að gerast var það að
skattar höfðu lækkað í hærri
tekjuhópum en hækkað í lægri
og millitekjuhópunum. Hækkun-
in var meiri en lækkunin þannig
að heildarskatturinn hafði aukist
og þar að auki meira en í nokkru
OECD landi. Þetta voru nú bara
staðreyndir sem að rákust á mál-
flutning sitjandi ríkisstjórnar,
og þar af leiðandi ákváðu hags-
munaaðilar hennar að fara í
herferð gegn þessum skrifum
mínum. Þar var ég kallaður
ýmsum nöfnum og meðal annars
talað um að ég kynni ekkert að
reikna, en ég hafði ekki reiknað
neitt, bara dregið opinberar stað-
reyndir fram í dagsljósið.“
Er hætta á því að háskólafólk
veigri sér við opinberri umræðu, ef
umhverfið er svona?
„Jú, þegar umræðan er svona
óþroskuð og einkennist af skít-
kasti og leðjuslag þá er auðvitað
hætta á því að fólk veigri sér við
því að taka þátt. Þess vegna held
ég að þetta þing sé hollt innlegg í
umræðuna.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Stefán Ólafsson, prófessor í þjóð-
félagsfræði, tók þátt í málþingi á
vegum Félags-og mannvísindadeildar
Háskóla Íslands um hlutverk háskóla-
kennara í samfélaginu. Ljósmynd/Hari
fréttaviðtal 9 Helgin 11.-13. apríl 2014