Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 12

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 12
S amtök atvinnulífsins, SA, telja margt benda til þess að sam-keppnishæfni íslensks þjóð- félags hafi raunar verið ofmetin á árum áður. „Hér hafa komið tíma- bundin velmegunarskeið þar sem hagvöxtur hefur verið umtalsvert meiri en í flestum samanburðarlönd- um. Slíkum tímabilum hafa jafnan fylgt dýpri samdráttarskeið en víð- ast annars staðar,“ segir í kynningu SA á tillögum um það hvernig Ísland komist á topp tíu listann yfir sam- keppnishæfustu þjóðir heima innan tíu ára. „Helstu samanburðarlöndin hafa stungið Ísland af,“ segir um þró- unina á þeim árum þegar Ísland fór úr fjórða sæti listans niður í það 29. „Á sama tíma hafa lífskjör versnað til muna. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann dróst saman um 30% í kjölfar efnahagshrunsins og lands- framleiðsla á hvern íbúa hefur dreg- ist aftur úr nágrannaríkjunum.“ Í leiðarvísi sínum að nýrri sókn til aukinnar samkeppnishæfni kemur fram að samtökin vilja að þekking og nýsköpun sé efld með öflugu menntakerfi og hvata til rannsókna og að vextir verði hér hóflegir mið- að við samkeppnisríkin. Lækka eigi skatta og auka samkeppni og vægi einkareksturs. Draga þurfi úr kostnaði við heilbrigðiskerfi og menntakerfi og nýta á báðum svið- um einkarekstur og samkeppni í auknum mæli. Stokka eigi upp landbúnaðarkerf- ið og taka upp nýja peningamála- stefnu og draga úr fjármagnskostn- aði sem kosti íslenskt þjóðfélag 210 milljörðum króna meira ár hvert en ef við byggjum við sambærilegt vaxtastig og evrusvæðið. SA vilja að stöðugleiki einkenni rekstur ríkis og sveitarfélaga, skattkerfið og vinnumarkaðinn. Mikilvægt sé að samþætta efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar pen- ingastefnu Seðlabanka Íslands og launastefnu á vinnumarkaði. Það sé forsenda efnahagslegs stöðugleika og þar með samkeppnishæfni. „Þessi samræming hefur jafnan brugðist hér á landi,“ segja SA og benda á að eins og hagstjórn hafi verið háttað hér á landi síðustu 20 ár ríkið hafi yfirleitt magnað hagsveifl- urnar í stað þess að draga úr þeim. Stiklað er á stóru um tillögurnar tíu hér á eftir. 1. Farsælt afnám gjaldeyris- hafta „Höftin bjóða heim mismunun og spillingu,“ segja SA. Ekkert liggur fyrir um hvenær þau verða afnumin. Þau voru sett á fyrir tæpum fimm árum eftir 13 ára frelsi í gjaldeyris- viðskiptum til þess að koma í veg fyrir fjármagnsútflæði og gengis- fall vegna mikilla krónueigna er- lendra aðila. Einungis 35 fyrirtæki í landinu hafa undanþágu frá höft- unum en til þess þurfa þau að vera með 80% tekna sinna og 80% gjalda í erlendri mynt. „Þessi regla hvetur útflutningsfyrirtæki til að kaupa vörur og þjónustu erlendis til að ná 80% markinu,“ benda SA á. „Seðla- bankinn kaupir gjaldeyri af erlend- um aðilum á hærra gengi en skráðu og margir fjárfesta hér á landi með útsölukrónum í boði bankans. Það er útilokað að leggja mat á tjónið af glötuðum tækifærum, fjárfesting- um og nýsköpun og ójafnræðinu milli íslenskra og erlendra fyrir- tækja en það er augljóslega mjög mikið.“ Þá benda samtökin á að það standist ekki til lengdar að loka eignir lífeyrissjóðanna inni í gjald- eyrishöftum í stað þess að gefa þeim færi á að ávaxta fé sitt erlendis. Með sama framhaldi muni innlendar eignir sjóðanna jafngilda saman- PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði Vilja stefna í efstu sæti listans á ný Ísland er nú í 29. sæti á lista yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims en var í fjórða sætinu árið 2006. Sterk tengsl eru milli samkeppnishæfni þjóða og þeirra lífskjara sem þær búa við. Samtök atvinnulífsins vilja stefna að fornri frægð og kynntu á dögunum 10 tillögur sem hafa það að markmiði að koma Íslandi á nýjan leik í hóp efstu tíu þjóða á þessum lista á næstu tíu árum. ríkissjóðs á komandi árum en ver- ið hefur fram að þessu. Aðhald í rekstri mun ekki duga til að skulda- staða ríkissjóðs verði viðunandi. Eignasala þarf einnig að koma til,“ segja SA og benda á að síðustu tvo áratugi hafi opinber fjármál oftar en ekki magnað sveiflur í efnahags- lífinu í stað þess að draga úr þeim. „Opinberu fjármálin hafa magn- að hagsveiflur í 11 af síðustu 20 árum,“ segir ennfremur. „Fjármál hins opinbera verða að stuðla betur að efnahagslegum stöðugleika og jöfnun sveiflna en hingað til. Reglan verður að vera að þegar horfur eru á 2% hagvexti verði rekstur hins opin- bera í jafnvægi og þegar horfur eru á 3% hagvexti nemi heildarafgang- urinn 1,5% af landsframleiðslu. Séu horfur á minni hagvexti en 2% verði gert ráð fyrir halla.“ 4. Lækkun skatta og útgjalda ríkis og sveitarfélaga „Ísland er í fjórða sæti í heiminum varðandi útgjöld ríkis og sveit- arfélaga, að frátöldum lífeyris- greiðslum, og voru þau 45% af vergri landsframleiðslu árið 2012,“ segja SA. „Hlutfallið var einungis hærra í Finnlandi, Belgíu og Danmörku.“ Óbeinir skattar séu með þeim hæstu sem þekkjast hér á landi en hvað varðar tekjuskatta einstak- linga erum við um miðjan hóp 60 ríkja. SA benda á að hagræðing í heilbrigðiskerfinu geti skilað allt að 30-40% lækkun kostnaðar að mati OECD. Þar starfi of margt fólk, þjónusta einkaaðila sé of lítil og samkeppni ekki nægilega mikil. Þá megi spara fimmtung útgjalda til menntamála þótt markið sé ekki sett hærra en að ná meðaltals- frammistöðu OECD ríkja. 5. Lækkun fjármagnskostnaðar Fjármagnskostnaður lækkar ef varanlegur efnahagsstöðugleiki kemst á. Undanfarna tvo áratugi hafa nafnvextir á evrusvæðinu verið um 6% lægri en á Íslandi að jafnaði. „Heildarskuldir íslenskra heimila og fyrirtækja nema nú um 5.000 milljörðum króna. Þar af eru 70% í íslenskum krónum og bera þær því 210 milljörðum króna hærri vexti á ári hverju en samsvarandi skuldir á evrusvæðinu.“ 6. Betra rekstrarumhverfi SA telur nauðsynlegt að hagræða í rekstri opinberra eftirlitsstofn- ana, sameina þær og skipuleggja að nýju. „Unnt er að nýta fjármuni þeirra miklu betur en nú er gert án þess að það komi niður á kröfum sem gerðar eru til fyrirtækjanna,“ segja samtökin. 7. Aukin framleiðni í mennta- kerfinu „Samtök atvinnulífsins styðja fyrir- hugaðar breytingar á framhalds- skólastiginu um styttingu náms en leggja einnig áherslu á breytingar á grunnskólanum sem stuðla að auk- inni samkeppnishæfni skólakerfis- ins. Meiri og markvissari tenging við leikskólann er þar ekki undan- skilin. Norðurlöndin verja að jafnaði 6,6% af landsframleiðslu til mennta- mála en Íslendingar 8%. Ef hlutfallið væri hið sama hér og á Norðurlönd- um spöruðust 25 milljarðar króna árlega.“ 8. Aukið vægi einkareksturs „Samkeppnin er heppilegasta að- ferðin til þess að lækka kostnað, veita aðhald og hvetja til gæða, framþróunar og úrbóta við opin- bera þjónustu,“ segja SA. Reynslan sýni að einkarekin fyrirtæki, sjálfs- eignarstofnanir og aðrir einkaaðilar geti veitt góða þjónustu á hagstæðu verði, hvort sem er í heilbrigðis- eða menntakerfinu. „Fjölbreytt rekstr- arform eiga vel við á öllum skóla- stigum.“ 9. Betri umgjörð kjarasamninga „Rökrétt viðbrögð við ítrekuðum efnahagsvanda Íslands er að leita fyrirmynda hjá nágrannaríkjum Íslands sem geti nýst til að bæta vinnubrögð við hagstjórn og launa- myndun þannig að saman fari stöð- ugt verðlag, stöðugt gengi, vaxandi kaupmáttur og samkeppnishæft at- vinnulíf,“ segja SA. 10. Aukin samkeppni í land- búnaði „Auka þarf frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög. Hagsmunir landbúnaðar og atvinnulífs fara saman. Bændur eiga samleið með öðrum um að fá að njóta erfiðis síns og búa við áhugaverð tækifæri. Hag- kvæmara landbúnaðarkerfi, lægra matvælaverð og fjölbreyttara fram- boð matvæla getur stuðlað að bætt- um lífskjörum. Skipulagsbreytingar í landbúnaði eru skilvirk leið að því marki,“ segja Samtök atvinnulífs- ins. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Það vinna of margir í heilbrigðiskerfinu, einkarekstur er ekki nægur á því sviði og samkeppni of lítil, að mati Samtaka atvinnu- lífsins. Lækka megi útgjöld um 30-40%. Einnig megi spara um fimmtung í menntakerfinu. lögðu verðmæti alls atvinnulífs og alls íbúðarhúsnæðis í landinu innan fárra áratuga. 2. Mótun nýrrar peningastefnu „Slakur árangur í baráttunni við verðbólgu sýnir mikilvægi þess að endurskoða umgjörð peningastefn- unnar með verðlags- og gengis- stöðugleika að meginmarkmiði,“ segja SA. Bent er á að verðbólga hafi nánast alltaf verið yfir mark- miði Seðlabankans frá því að verð- bólgumarkmið var tekið upp. „Mis- brestir í miðlun peningastefnunnar frá stýrivöxtum til annarra vaxta og innlendrar eftirspurnar urðu til þess að vaxtahækkanir dugðu ekki til að slá á verðbólgu og verðbólgu- væntingar.“ 3. Betri árangur í fjármálum hins opinbera „Mun meira aðhald þarf í rekstri 12 fréttir Helgin 11.-13. apríl 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.