Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 14

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. F Fáar starfsgreinar eru viðkvæmari fyrir verkfallsaðgerðum en flugþjónusta, hvort heldur þær aðgerðir snúa að einstökum flug- félögum, flugumsjón eða þjónustu flugvalla. Allar tafir valda keðjuverkun, setja ferðir flugfélaga úr skorðum og trufla tengiflug. Farþegaflutningar milli landa byggja að verulega leyti á flugi – og algerlega hér á landi. Fjögurra klukkustunda vinnustöðvun félaga SFR stéttarfélags, Félags flugmálastarfsmanna og Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna síðastliðinn þriðjudagsmorg- un vegna kjaradeilu við Isavia, sem annast rekstur flugvalla og stýrir flugumferð á ís- lenska flugstjórnarsvæðinu, sýndi það ástand sem skapast, jafnvel þótt um tímabundna aðgerð væri að ræða. Morgun- verkfallið, þegar annir eru mestar á Keflavíkurflugvelli, hafði áhrif á ferðir þúsunda manna. Náist samningar milli aðila ekki á næstunni boða félögin til sambærilegra aðgerða 23. og 25. apríl næst- komandi og verkfalls frá og með 30. apríl. Markvisst hefur verið unnið að því að efla ferðaþjónustu hér á landi og er óhætt að segja að vel hafi gengið, sem marka má af örri fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands undanfarin ár. Hagvöxtur síðasta árs mældist 3,3%. Framlag utanríkisviðskipta á síðasta ári nam 3,2% þannig að hagvöxtur ársins byggðist nær alfarið á því. Þar vó framlag ferðaþjónustunnar þungt en þessi atvinnugrein hefur fært björg í bú á undan- förnum árum. Alls námu tekjur af erlendum ferðamönnum nær 275 milljörðum króna á síðasta ári, eða 26,8% af heildarverðmæti út- flutnings vöru og þjónustu. Ásamt ferða- þjónustunni er útflutningur sjávarafurða og áls þrír stærstu liðirnir. Útflutningur sjávarafurða nam 25,5% og áls 21%. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaþjónustan er efst á blaði. Þróun hvað hana varðar hefur verið hin sama það sem af er þessu ári. Ferðaþjónustan er hins vegar viðkvæm grein og ekki sjálfgefið að þessi þróun, sem kalla má ævintýri, haldi áfram – og alls ekki verði hún fyrir verulegum truflunum af völd- um verkfallsátaka. Ferðamenn sniðganga svæði þar sem vænta má truflana, ekki síst ef líkur eru á að þeir komist ekki á áfanga- stað á réttum tíma eða ef hætta er á að þeir verði strandaglópar. Það er því mikið í húfi, nú þegar aðal ferðamannatími ársins er að hefjast, og ábyrgðin mikil á deiluaðilum. Venjan er sú þegar í brýnu slær um kjaramál og til verkfalls er boðað að deilt sé um kaup og kjör. Í vinnudeilu Isavia og fyrrgreindra stéttarfélaga hafa stéttarfélögin ekki gefið upp launakröfur sínar í prósentum en fleira virðist koma til enda hefur verið haft eftir Kristjáni Jóhannssyni, formanni Félags flugmálastarfsmanna, að launin séu aðeins hluti vandans. Hann segir starfsandann innan Isavia lélegan og vitnar í því sam- bandi til ítrekaðra viðhorfskannana meðal starfsmanna félagsins. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ sagði Kristján í viðtali og bætti því við að forráðamenn Isavia rækju harða starfsmannastefnu og að starfsfólkið væri orðið langþreytt. Þessu neitar Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, sem segir það verulega ámælisvert að farið sé með slík ósannindi og dylgjur opinberlega í miðjum kjaraviðræðum, „þegar nýleg könnun sýnir að yfir 90% starfsmanna eru ekki óánægðir í starfi sínu.“ Viðskiptablaðið hafði það eftir heimildum sínum að starfsmenn hefðu oft lent upp á kant við yfirmenn sína. Ótal fund- ir hefðu verið haldnir með sálfræðingum og sérfræðingum til að komast að rót vandans. Það hefði engu skilað. Kjaradeilur eru eitt en samskipti eins og fram koma hjá stéttarfélagsformanninum og forstjóranum eru annað. Gera verður þær kröfur til stjórnenda og starfsmanna burðarfyrirtækis eins og Isavia að þar séu innanhúsdeilur leystar og starfsandi færður í viðunandi horf án þess að það bitni að öðr- um, svo ekki sé talað um heila atvinnugrein, ferðagreinina, sem skilar mestum gjaldeyri í þjóðarbúið. Annað er óábyrgt og ólíðandi. Innanhúsdeilur meðal ástæðna verkfalls Ekki sjálfgefið að ævintýrið haldi áfram Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 20% afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. Höfuðborgar- svæðið Austurver Domus Medica Eiðistorg Fjörður Hamraborg JL-húsið Kringlan Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn Kjaradeilur eru eitt en samskipti eins og fram koma hjá stéttarfélagsformanninum og forstjóranum eru annað. Nærandi nammigott Engi viðbæur sykur! Þú finnur stjörnuspána þína í Spádómsegginu frá Góu. PIPA R\TBW A • SÍA • 140597 Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík Vor/Sumar 2014 Litrík sumarföt frá Mayoral mini Jakki: 6995.- Mayoral mini Bolur: 3395.- Mayoral mini Buxur: 4595.- 14 viðhorf Helgin 11.-13. apríl 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.