Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 26
K
raftaverk
Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa
margvíslegar viðurkenningar fyrir
hljómburð og hönnun.
Hægt að tengja saman þannig að 2
eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu.
Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemi
fyrir „hands free“ símtöl.
Hægt að fá í mörgum litum.
Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090
www. minja.is • facebook: minja
TVÆR GERÐIR:
PLATTAN kr. 10.900
HUMLAN kr. 9.700
HÁGÆÐA HÖNNUN,
HLJÓMFYLLING & GÆÐI
Allra augu á Anfield
Það er komið að suðupunkti í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. Leikur Liverpool
og Manchester City á sunnudaginn gæti
ráðið miklu um hvaða lið stendur
uppi sem sigurvegari í
ár. Tveir af bestu leik-
mönnum deildarinnar
takast á; markamask-
ínan Luis Suarez og
miðjutrukkurinn
Yaya Toure.
A ðdáendur Liverpool hafa verið kokhraustir síðustu vikur enda ekki annað
hægt. Liðið hefur ekki litið jafn
vel út um árabil og á nú góðan
séns á sínum fyrsta meistaratitli
í 24 ár. Á sunnudaginn kemur
Manchester City í heimsókn á
Anfield og takist heimamönnum
að sigra þá standa þeir með pálm-
ann í höndunum fyrir lokahnykk
meistarbaráttunnar. Sigri City á
hinn bóginn hefur liðið náð undir-
tökunum.
Meira en mark í leik
Þegar flautað verður til leiks á
Anfield á sunnudag verða allra
augu á Luis Suarez, framherja
Liverpool. Eftir að hann byrjaði
tímabilið í banni fyrir að bíta and-
stæðing á síðustu leiktíð hefur
hann heldur betur snúið almenn-
ingsálitinu sér í hag. Suarez hefur
skorað meira en mark í leik í
deildinni í vetur og að auki lagt
upp ellefu mörk fyrir félaga sína.
Ekki má þó gera lítið úr hlutverki
annarra í liðinu. Félagi hans í
framlínunni, Daniel Sturridge,
hefur skilað tuttugu mörkum og
léttleikandi menn á borð við Co-
utinho og Raheem Sterling hafa
fengið hárin til að rísa á stuðn-
ingsmönnum. Meira að segja Jor-
dan Henderson hefur náð að sýna
sambatakta á stundum. Að baki
góðum framlínumönnum þarf þó
einhver að vera í skítverkunum
og það hlutverk hefur gamli mað-
urinn Steven Gerrard leyst vel á
miðjunni.
Þrefalt fleiri mörk Yaya
En þó Luis Suarez hafi leikið
manna best í Úrvalsdeildinni
í vetur eru það engir aukvis-
ar sem heimsækja hann um
helgina. Markaskorun hefur
dreifst nokkuð jafnt á framherja
Manchester City, þá Negredo,
Dzeko og Aguero en sá síðast-
nefndi hefur verið mikið meiddur
og hefði að líkindum veitt Suarez
meiri samkeppni um markakóng-
stitilinn hefði hann sloppið betur
við meiðsli. Fjórði framherjinn,
Jovetic, hefur varla komist í gang.
Miðjutrukkurinn Yaya Toure
hefur aftur á móti borið af í liði
City í vetur. Það er svosem ekk-
ert nýtt að fítonskraftur hans
rífi liðið áfram en í vetur hefur
hann bætt sig verulega í marka-
skorun. Yaya er búinn að skora
átján mörk í deildinni sem hvaða
miðjumaður sem er væri stoltur
af. Árangurinn er enn athyglis-
verðari í ljósi þess að á síðustu
leiktíð skoraði hann sex mörk.
Fleiri hafa leikið vel fyrir City
í vetur. Ekki síst félagi Yaya á
miðjunni, Brasilíumaðurinn Fern-
andinho. Annar nýr maður sem
stjórinn Manuel Pellegrini fékk
til liðsins, kantmaðurinn Jesus
Navas, hefur komið með vídd í
liðið sem vantaði síðasta vetur.
Tvö skemmtilegustu liðin
City á tvo leiki til góða á Liver-
pool og á pappírunum ættu þeir
flestir að teljast auðunnir, ef frá er
talin heimsókn til Everton á Goo-
dison Park. Liverpoolmenn eiga
hins vegar enn eftir að fá Chelsea
í heimsókn. Chelsea, undir stjórn
José Mourinho, á enn góða mögu-
leika á titlinum svo það verður
ekki auðveldur leikur.
En þó það kunni að vera freist-
andi fyrir City að pakka í vörn þá
verður að teljast ólíklegt að svo
fari. City-menn reyndu það á móti
Barcelona í Meistaradeildinni
og fengu fremur slæma útreið
fyrir vikið. Sóknarlína Liverpool
er það óárennileg að líklega er
sókn besta vörnin gegn henni.
Og það er vonandi það sem koma
skal – að tvö skemmtilegustu
lið deildarinnar sýni okkur allra
sínar bestu hliðar á sunnudaginn.
Yaya Toure og Luis
Suaraz hafa verið
tveir bestu leikmenn
ensku úrvalsdeildar-
innar í vetur. Þeir
mætast í toppslag
deildarinnar á
sunnudag. Mynd/
NordicPhotos/Getty
Yaya Toure
Aldur: 30 ára.
Þjóðerni: Fílabeinsströndin.
Landsleikir/mörk: 82/16
Leikir í Úrvalsdeild í vetur: 30
Mörk í Úrvalsdeild í vetur: 18
Stoðsendingar í Úrvalsdeild í vetur: 5
Luis Suarez
Aldur: 27 ára.
Þjóðerni: Úrúgvæ.
Landsleikir/mörk: 77/38
Leikir í Úrvalsdeild í vetur: 28
Mörk í Úrvalsdeild í vetur: 29
Stoðsendingar í Úrvalsdeild í vetur: 11
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.
26 fótbolti Helgin 11.-13. apríl 2014