Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 26
K raftaverk Hágæða heyrnatól sem hlotið hafa margvíslegar viðurkenningar fyrir hljómburð og hönnun. Hægt að tengja saman þannig að 2 eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu. Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemi fyrir „hands free“ símtöl. Hægt að fá í mörgum litum. Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 www. minja.is • facebook: minja TVÆR GERÐIR: PLATTAN kr. 10.900 HUMLAN kr. 9.700 HÁGÆÐA HÖNNUN, HLJÓMFYLLING & GÆÐI Allra augu á Anfield Það er komið að suðupunkti í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Leikur Liverpool og Manchester City á sunnudaginn gæti ráðið miklu um hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari í ár. Tveir af bestu leik- mönnum deildarinnar takast á; markamask- ínan Luis Suarez og miðjutrukkurinn Yaya Toure. A ðdáendur Liverpool hafa verið kokhraustir síðustu vikur enda ekki annað hægt. Liðið hefur ekki litið jafn vel út um árabil og á nú góðan séns á sínum fyrsta meistaratitli í 24 ár. Á sunnudaginn kemur Manchester City í heimsókn á Anfield og takist heimamönnum að sigra þá standa þeir með pálm- ann í höndunum fyrir lokahnykk meistarbaráttunnar. Sigri City á hinn bóginn hefur liðið náð undir- tökunum. Meira en mark í leik Þegar flautað verður til leiks á Anfield á sunnudag verða allra augu á Luis Suarez, framherja Liverpool. Eftir að hann byrjaði tímabilið í banni fyrir að bíta and- stæðing á síðustu leiktíð hefur hann heldur betur snúið almenn- ingsálitinu sér í hag. Suarez hefur skorað meira en mark í leik í deildinni í vetur og að auki lagt upp ellefu mörk fyrir félaga sína. Ekki má þó gera lítið úr hlutverki annarra í liðinu. Félagi hans í framlínunni, Daniel Sturridge, hefur skilað tuttugu mörkum og léttleikandi menn á borð við Co- utinho og Raheem Sterling hafa fengið hárin til að rísa á stuðn- ingsmönnum. Meira að segja Jor- dan Henderson hefur náð að sýna sambatakta á stundum. Að baki góðum framlínumönnum þarf þó einhver að vera í skítverkunum og það hlutverk hefur gamli mað- urinn Steven Gerrard leyst vel á miðjunni. Þrefalt fleiri mörk Yaya En þó Luis Suarez hafi leikið manna best í Úrvalsdeildinni í vetur eru það engir aukvis- ar sem heimsækja hann um helgina. Markaskorun hefur dreifst nokkuð jafnt á framherja Manchester City, þá Negredo, Dzeko og Aguero en sá síðast- nefndi hefur verið mikið meiddur og hefði að líkindum veitt Suarez meiri samkeppni um markakóng- stitilinn hefði hann sloppið betur við meiðsli. Fjórði framherjinn, Jovetic, hefur varla komist í gang. Miðjutrukkurinn Yaya Toure hefur aftur á móti borið af í liði City í vetur. Það er svosem ekk- ert nýtt að fítonskraftur hans rífi liðið áfram en í vetur hefur hann bætt sig verulega í marka- skorun. Yaya er búinn að skora átján mörk í deildinni sem hvaða miðjumaður sem er væri stoltur af. Árangurinn er enn athyglis- verðari í ljósi þess að á síðustu leiktíð skoraði hann sex mörk. Fleiri hafa leikið vel fyrir City í vetur. Ekki síst félagi Yaya á miðjunni, Brasilíumaðurinn Fern- andinho. Annar nýr maður sem stjórinn Manuel Pellegrini fékk til liðsins, kantmaðurinn Jesus Navas, hefur komið með vídd í liðið sem vantaði síðasta vetur. Tvö skemmtilegustu liðin City á tvo leiki til góða á Liver- pool og á pappírunum ættu þeir flestir að teljast auðunnir, ef frá er talin heimsókn til Everton á Goo- dison Park. Liverpoolmenn eiga hins vegar enn eftir að fá Chelsea í heimsókn. Chelsea, undir stjórn José Mourinho, á enn góða mögu- leika á titlinum svo það verður ekki auðveldur leikur. En þó það kunni að vera freist- andi fyrir City að pakka í vörn þá verður að teljast ólíklegt að svo fari. City-menn reyndu það á móti Barcelona í Meistaradeildinni og fengu fremur slæma útreið fyrir vikið. Sóknarlína Liverpool er það óárennileg að líklega er sókn besta vörnin gegn henni. Og það er vonandi það sem koma skal – að tvö skemmtilegustu lið deildarinnar sýni okkur allra sínar bestu hliðar á sunnudaginn. Yaya Toure og Luis Suaraz hafa verið tveir bestu leikmenn ensku úrvalsdeildar- innar í vetur. Þeir mætast í toppslag deildarinnar á sunnudag. Mynd/ NordicPhotos/Getty Yaya Toure Aldur: 30 ára. Þjóðerni: Fílabeinsströndin. Landsleikir/mörk: 82/16 Leikir í Úrvalsdeild í vetur: 30 Mörk í Úrvalsdeild í vetur: 18 Stoðsendingar í Úrvalsdeild í vetur: 5 Luis Suarez Aldur: 27 ára. Þjóðerni: Úrúgvæ. Landsleikir/mörk: 77/38 Leikir í Úrvalsdeild í vetur: 28 Mörk í Úrvalsdeild í vetur: 29 Stoðsendingar í Úrvalsdeild í vetur: 11 Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn. 26 fótbolti Helgin 11.-13. apríl 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.