Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 36
Alast upp við óvissu, álag og skömm Börn alkóhólista voru fengin til að skipa fyrsta sérfræðihóp barna sem Umboðsmaður barna kallar til starfa. Átta börn á aldrinum 14-18 ára voru fengin til að starfa. Öll höfðu þau fengið stuðning og ráðgjöf á vegum SÁÁ. T alið er að allt að 22.000 börn í landinu búi við alkóhólisma foreldra sinna eða náinna að- standenda. Neysla foreldranna snert- ir líf barnanna bæði beint og óbeint. Börnin eru sérfræðingar í sínu eigin lífi og í sínum aðstæðum. Þau upp- lifa mikla óvissu og álag og það að alast upp við áfengis- og vímuefna- neyslu foreldra getur haft langvar- andi tilfinningalegar og félagslegar afleiðingar fyrir börnin og markað líf þeirra til framtíðar. Og það liggur að miklu leyti í eðli vandans og í þeirri skömm sem börnin upplifa vegna að- stæðnanna, sem þau búa við en bera ekki ábyrgð á, að það ríkir þöggun í samfélaginu um áhrif neyslunnar á heimili og líf þessara barna. Umboðsmaður barna vill stuðla að því að hlustað sé á það sem börn hafa að segja um samfélagið og sína reynslu. Ákveðið var að beina sjón- um að aðstæðum barna alkóhólista í tilraunaverkefni þar sem börnin ræddu um það hvernig það er að eiga foreldri sem á við áfengis- og vímu- efnavandamál að stríða, hvers kon- ar aðstoð reynist vel og hvaða þjón- ustu þarf helst að bæta. Jafnmargar stelpur og strákar voru í hópnum sem hittist sjö sinnum á nokkurra mánaða tímabili en þrír þátttakend- ur heltust úr lestinni meðan starfið stóð yfir. Nú liggur fyrir skýrsla um verkefnið. Taka á sig ábyrgð sem börn eiga ekki að bera Börn alkóhólista eru auðvitað eins og önnur börn en búa álag, óöryggi og ófyrirsjáanlegar aðstæður. Rann- sóknir hafa sýnt að það getur haft langvarandi áhrif á börn sem alast upp við alkóhólisma. Þau eiga meiri hættu en aðrir á að lenda í ýmsum tilf inningalegum, líkamlegum, félagslegum og námslegum vanda- málum en aðrir, eiga meiri hættu á að ánetjast sjálf áfengi og vímuefn- um og eru í áhættuhópi fyrir mis- notkun og vanrækslu. Börn alkóhól- ista taka oft á sig ábyrgð sem hinir fullorðnu eiga að bera. Í skýrslu Um- boðsmanns barna er bent á að mikil- vægt sé að þau taki ekki á sig slíka ábyrgð og að fjölskyldan, fagfólk og aðrir sem koma að málefnum barna þekki einkenni alkóhólisma og komi Ráð og reynsla sérfræðingahóps barna um alkóhólisma: „Fannst ég vera ein.“ „Ég veit aldrei hvernig andrúmsloftið er þegar ég kem heim.“ „Stundum þarf ég að taka ákvörðun en ég fæ alltaf valkvíða.“ „Við erum ekki vandamálið en við glímum við það“. „Það er hægt að minnka kvíðann en ekki hægt að útrýma!“ „Pabbi er bara edrú þegar hann er að vinna.“ „Ég hef ekki talað við pabba minn síðan […] 2011.“ „Bróðir minn reyndi að sjá til þess að ekkert kæmi fyrir mig og systkini mín.“ „Meiri fordómar í garð kvenna sem eru alkóhólistar.“ „Hélt að þetta væri eðlilegt ástand.“ „Góð þjónusta en langir biðlistar.“ „Fræðsla er stundum miðuð af því að þú sért með vandamál en ekki einhver í kringum þig“. „Börn fá oft ekki að vita af þeirri þjónustu sem er í boði.“ „Allt of lítil fræðsla í skólum um hvar maður getur fengið stuðning.“ alkóhólisma fundu þau fyrir ákveðn- um létti. Umboðsmaður barna segir að vinnan með þessum fyrsta sérfræði- hópi barna hafi verið einstaklega ánægjuleg og lærdómsrík. „Sér- staklega var jákvætt að sjá hversu vel börnin höfðu unnið úr erfiðum aðstæðum. Umboðsmaður barna hefur þó áhyggjur af þeim börnum alkóhólista sem njóta ekki stuðn- ings innan fjölskyldunnar eða hafa ekki aðgang að þjónustu við hæfi, til dæmis vegna búsetu,“ segir í skýrsl- unni. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Skilaboð frá börnum alkóhólista til fjölskyldu: 1. Við erum börn, ekki setja ábyrgðina á okkur. 2. Ekki vera í afneitun, það gerir engum gott. 3. Ekki fela ástandið, talið um það. 4. Hátíðir og frí valda oft kvíða. 5. Við finnum fyrir óöryggi þegar fólk í kringum okkur drekkur áfengi eða notar önnur fíkniefni. 6. Það hjálpar okkur ekki að talað sé illa um foreldri okkar. 7. Við viljum ekki lenda á milli foreldra. 8. Það er gott að alkóhólistinn fari í meðferð en það er erfitt að takast á við langa fjarveru foreldris. 9. Þegar við viljum tala um vandann er nauðsynlegt að hlusta og sýna skilning. 10. Við viljum eiga öruggan samastað. börnum sem búa við þær aðstæður til aðstoðar. Kvíði, höfnun og skömm Aðstæður barna alkóhólista eru mismunandi og viðbrögð þeirra við aðstæðunum ólík og upplifun þeirra af sjúkdómi foreldranna er ólík. Sum búa við öflugt stuðningsnet sem önn- ur skortir og áhrif alkóhólismans á líf þeirra eru mismunandi. Engu að síður hafa rannsóknir sýnt að börn alkóhólista eiga við ýmis sameigin- leg tilfinningaleg og félagsleg vanda- mál að stríða. Algengast er tilfinn- ingavandi sem birtist í reiði, depurð, kvíða, þunglyndi, höfnunartilfinn- ingu, sektarkennd, skömm og stjór- nleysi á eigin tilfinningum. Þau hafa oft neikvæða sjálfsmynd. Þau eiga á hættu að einangrast félagslega og eiga erfitt með að mynda og viðhalda tengslum. Þau þurfa aðstoð til að efla sjálfsmynd sína og við að læra að tak- ast á við meðvirkni og önnur vanda- mál sem fylgja því að vera aðstand- andi alkóhólista. Það skiptir börnin líka miklu máli að foreldrar þeirra fái meðferð til þess að geta tekist á við sinn vanda. Sjálf höfðu börnin í sérfræðihópi Umboðsmanns barna höfðu öll fengið aðstoð hjá SÁÁ og sögðu hana skipt miklu máli. Eftir að þau fengu aðstoð og áttuðu þau sig á því að þau voru ekki ein um það að eiga aðstandanda sem glímir við Megi gæfa og gæði fylgja fermingarbörnum Stýriker: Win 8 · Örgjörvi: Quad core processor 1,4 kg. og 8 klst. rafhlöðuending. Tö hönnun · Frábær tölva fyrir fólk á ferðinni. Fermingartilboð: 149.900 kr. Verð áður: 159.900 kr. · Verð með snertiskjá: 169.900 kr. NP905S3G-K01SE Ativ Book 9 Lite 13,3" SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 · samsungsetrid.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL 10-18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL 12–16 Stýriker: Windows 8 · Örgörvi : Intel Core i5 Vinnsluminni: 4GB · Harður diskur: SSD 128GB Spjaltölva og fartölva í einu og sama tækinu–SNILLD! Fermingartilboð: 99.900 kr. Verð áður: 179.900 kr. SAXE700T1C-K02SE 11,6" Stýriker: Windows 8 · Örgjörvi: Intel Pentium Vinnsluminni: 4GB · Harður diskur: 500 GB Verð: 119.900 kr. 15,6" Ativ Book 2 SANP270E5G-K03SE Vörurnar frá Samsung eru ávísun á gæfuríkar gæðagjafir Lengi býr að bestu gerð. Fermingargjöf frá Samsung mun ekki aðeins veita stundargleði, heldur líka fullvissu fyrir því að gæðin munu endast og gjön reynast fermingarbarninu gæfurík. 36 fréttaskýring Helgin 11.-13. apríl 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.