Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 42
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 3 2 5 0 3 J osé-Andrés Fernández Cor-nejo er hagfræðikennari í við Complutence Háskólann í Madríd en hefur unnið mikið að þver- faglegum rannsóknum innan félags- vísindanna. Hann var hérlendis á dögunum til að taka þátt í rannsókn- arverkefni á vegum Háskóla Íslands um fæðingarorlof og tengsl feðra og barna. „Þetta byrjaði allt með rannsókn á launamisrétti fyrir 10 árum og síðan hef ég ekki hætt að skoða mis- rétti kynjanna. Við áttuðum okkur snemma á því að til að rannsaka mis- rétti kynjanna þegar kemur að laun- um og háum stöðum innan fyrirtækja, hefðbundnum kvennastörfum og karlastörfum, þá er ekki nóg að nota verkfæri hagfræðinnar, heldur verður hún að fá hjálp frá félagsvísindunum því upphafið að misréttinu kemur úr samfélagsgerðinni og fjölskyldu- tengslunum,“ segir José-Andrés. Íslenskir pabbar eru mjög töff José-Andrés Fernández Cornejo er spænskur hagfræðingur sem hefur til fjölda ára rannsakað efnahagsleg áhrif kynjamisréttis á samfélagið. Hann segir meirihluta spænskra karlmanna varla nota tusku í eldhúsinu en langa þó í auknum mæli að eignast líf utan vinnunnar og íslenskir feður séu flottar fyrirmyndir. Öll ábyrgðin er á herðum kvenna á Spáni Launamunur kynjanna á Spáni er 22% og ástæðurnar segir José-Andr- és ekki einungis mega rekja til mis- réttis á vinnumarkaði og stjórnenda fyrirtækja, sem nú til dags séu mörg hver öll af vilja gerð til að leið- rétta misréttið. „Það þarf að veita einstaklingnum sjálfum athygli og þeim ákvörðunum sem hann tekur. Á Spáni er ennþá mjög erfitt að sam- ræma fjölskyldu og vinnu því hvorki þjóðfélagið sjálft né fyrirtækin hafa tekið breytt samfélagsmynstur til greina,“ segir José-Andrés og bæt- ir því við að í spænskum raunveru- leika þurfi annað foreldrið að velja milli starfsframa eða fjölskyldu, og í langflestum tilfellum sé það konan. „Þar sem ennþá er erfitt að sam- hæfa lífið sjálft og vinnuna, eru margar konur sem enda á því að fórna vinnunni fyrir heimilið, eða með því að vinna bara hluta úr degi og þá er oft erfitt að ná langt í starfi. Ástæðan fyrir því að það er konan en ekki karlinn sem fórnar sér, er margþætt. Hún er hagfræðileg, menningarleg og félagsleg, en stað- reyndin er sú að samhæfing vinnu og uppeldis er algjörlega á herðum kvenna á Spáni, það er algjör und- antekning ef karlmaðurinn tekur það að sér. Þetta er mjög alvarlegt vandamál sem tekur langan tíma að breyta en sú breyting getur ekki bara komið frá ríkinu, hún þarf að byrja á heimilinu og þar kemur fæð- ingarorlofið inn sem grundvallar- atriði.“ Tveggja vikna fæðingarorlof á Spáni „Eftir að Franco dó og Spánn varð lýðræði, byrjaði samfélagið að nálg- ast nútímann, en mjög hægt og ró- lega. Það er í raun ekki fyrr en í lok níunda áratugarins sem konur fara að streyma út á vinnumarkaðinn því þá fyrst bauð samfélagið og um- gjörð þess upp á það. Síðasta stjórn sósíalistanna, undir stjórn Zapate- ros, lagði mikla áherslu á jafnrétt- ismál í fyrsta sinn á Spáni. Það var fyrst þá sem lögð var áhersla á að byggja leikskóla og að koma á fæð- ingarorlofi fyrir feður,“ segir José- Andrés. Á Spáni er fæðingarorlofið 2 vik- ur fyrir karlmenn og 16 fyrir kon- ur, en karlarnir þurfa ekki að nýta sér það. „Það er mjög mikilvægt að orlofið verði gert jafn langt fyr- ir karla og konur og að það verði sett í lög að karlmaðurinn verði að nýta sér þessar tvær vikur, því annars gerir hann það ekki. Það er enn þannig á Spáni að vilji ný- bakaður faðir nýta sér orlofið þá er það ekki vel séð meðal kollega eða yfirmanna. Viðmótið er þannig að hann sé að svindla á kerfinu frekar en að nýta sér rétt sinn. Hann er bara að næla sér í auðvelt frí eða bara að missa metnaðinn. Þetta er ekki bara ósanngjarnt kerfi gagn- vart konum heldur líka gagnvart karlmönnum.“ Útópía norðursins „Á Spáni eigum við það til að setja Ísland og Norðurlöndin á háan stall, kannski of háan. Við lítum á þessi lönd sem fyrirmynd þegar kemur að samfélagslegum jöfnuði og margt ungt fólk á Spáni horfir til Norður- landanna sem hálfgerðrar útópíu þar sem ríkir algjört jafnrétti milli kynjanna og í samfélaginu. Ísland er það land í heiminum sem ríkir mest kynjajafnrétti, samkvæmt World Economic Forum, þannig að þegar við vinnum rannsóknir í há- skólanum þá lítum við að sjálfsögðu hingað í leit að módelum til að fara eftir og hér hefur fæðingarorlofið verið mikið rannsakað og þær rann- sóknir leiddu mig hingað. José-Andrés segir spænska karl- menn ekki taka mikinn þátt í heim- ilisstörfunum, varla nota tusku, en séu þó allir af vilja gerðir og líti í auknum mæli á samverustundir með fjölskyldunni sem lífsgæði. „Ímynd karlmennskunnar á Spáni er greinilega að breytast því það er ekki lengur eftirsóknarvert, eða töff, meðal ungra manna að vera fyrirvinna í jakkafötum sem getur aldrei eytt tíma með fjölskyldunni. Núna er töff að vera pabbi sem tek- ur þátt. Svona eins og meirihluti ís- lenskra pabba.“ José-Andrés Fernández Cornejo hefur rannsakað spænska feður og áhrif fæðingarorlofs á samfélagið til fjölda ára. Hann segir Ísland vera fyrirmynd þegar kemur að jafnrétti kynjanna og að ungum framsæknum Spánverjum þyki íslenskir pabbar vera flottar fyrirmyndir. Mynd:Hari. 42 viðtal Helgin 11.-13. apríl 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.