Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 11.04.2014, Blaðsíða 44
Rúta kannski – eða langferðabíll? V „Við hefðum kannski átt að panta bílinn með aukasætum,“ sagði minn betri helm- ingur þar sem við stóðum frammi fyrir ákveðnu úrlausnarefni í helgarbyrjun. Barnabörnin hafa dálæti á helgarvist hjá ömmu og afa en einkum ef fyrirhuguð er ferð í sumarbústaðinn. Þar er hægt að hoppa og skoppa úti í náttúrunni, róla og renna, moka í sandkassanum og taka dýf- ur á trampólíninu, miserfiðar eftir aldri þátttakenda. Loks er hægt að leika nær endalaust í heita pottinum, kafa, sprauta úr vatnsbyssum, veiða fiska búna segul- stáli í nös eða bera fram gervikaffi eða te úr bollum sem fljóta á heita vatninu. „Það hefði ekki dugað til, þannig búinn tekur bíllinn sjö en það stefnir í að við verðum átta,“ svaraði ég. Fyrsta áætlun hafði verið að taka þrjú börn með, eins mörg og komast með okkur í bílinn, en sveitareisan spurðist út og fleiri vildu koma með. Á endanum lá ljóst fyrir að sex af átta barnabörnum okkar voru á far- þegalistanum. Elsta barnið var upptekið á helgarnámskeiði og það yngsta enn ekki komið á þann aldur að setja fram óskir um þátttöku. „Þetta má leysa,“ sagði ég við ömmu barnanna, „við förum á báðum bílunum,“ en tveir slíkir eru á heimilinu, okkar aðal- bíll sem konan notar hvunndags og við saman um helgar og annar sem ég nýti til að komast í og úr vinnu, auk snatts eftir atvikum. Konan féllst á tillöguna. Með því móti kæmust börnin sex með. Það var augljós- lega talsvert verk sem fyrir höndum var, að annast sex börn yfir helgi á aldrinum tveggja til níu ára en amman vílaði það ekki fyrir sér. Hún þekkir sitt fólk og þarfir hvers og eins í hópnum. Foreldr- arnir komu því með börnin á tilsettum tíma á laugardagsmorgni – og héldu síðan alsælir út í vorið – barnlaus helgi var í vændum og langþráður friður á sunnudagsmorgni þar sem hægt var að leyfa sér þann munað að sofa út. Börn vakna nefnilega snemma, skríða annað hvort upp í og vekja þá sem vilja sofa, eða biðja um morgunmat því dagurinn sé kominn – og hann kemur snemma á þessum árstíma. Barnabílstólum var komið fyrir í báðum bílunum, fyrir þau börn sem nota slíkan búnað, og farangursgeymslur beggja fylltar með matvælum og fylgi- hlutum barnanna. Það var stuð í hópnum og tilhlökkun. Málið vandaðist hins vegar þegar kom að niðurröðun barnanna í bílana. Þau vildu öll fara með ömmu. Hún var greinilega ofar á vinsældalistanum en afinn. Ég reyndi að hugga mig við það að þau væru vanari að vera með henni í bíl, enda sækir hún þau stundum í leik- skólann eða dægradvöl grunnskóla eldri barnanna. Vissulega var einnig hægt að benda á það að hennar bíll er hábyggðari en minn og því betra útsýni úr honum, auk þess sem hann er stærri og rúmbetri. Sá samanburður hélt þó varla því ekki var að sjá að börnin væru neitt sérstaklega að velta fyrir sér bíltegundunum. Þau vildu bara frekar fara með ömmu. Það gekk hins vegar ekki, þar var ein- faldlega ekki nóg pláss – og þegar voru komnir í bílinn hjá mér bílstólar tveggja systkinasyna, fjögurra ára drengja. Annar þeirra tók loks af skarið og sagði í barnslegri einlægni, „förum bara með afa, það er allt í lagi.“ Mér hlýnaði um hjartaræturnar við tillögu sveinsins. Hinn samþykkti það og þá gat öll hersingin lagt af stað í sveitina. Drengirnir voru, mér til léttis, hinir kátustu á leiðinni, bentu á dýr sem við sáum, einkum kindur og hesta. Ég gat frætt þá um það að bráðum kæmu lömb og folöld sem gaman yrði að skoða. Ýmislegt fleira sáum við skemmtilegt sem hægt var að ræða. Það var því ekki að heyra að þeir söknuðu ömmu sinnar verulega meðan á ferðinni stóð – enda aðeins rúmlega klukkutíma ferðalag. Allur hópurinn sameinaðist því von bráðar í sveitinni, tilbúinn í fjörið. Og það var sannarlega fjör. Allt sumar- dót var drifið úr vetrardvalanum enda lék veðrið við okkur. Það var hopp og hí fram á laugardagskvöld og sunnudagurinn tek- inn snemma, enda var ömmu og afa bent góðfúslega á það þann morgun að kominn væri dagur og því ekki vert að vera með neitt hangs. Það þurfti að gefa á garð- ann og koma öllum út. Rólurnar fengu að sveiflast og trampólínið var gjörnýtt. Heiti potturinn var fylltur á ný og nánast öll handklæði hússins tekin til handar- gagns. Það var sullað og skvett. Vandræðin byrjuðu ekki fyrr en við héldum heim á ný, þegar rökkva tók á sunnudagskvöld. Enn vildu allir fara með ömmu, líka yngispiltarnir sem skoðað höfðu hestana og kindurnar með afa dag- inn áður. Drengurinn sem tekið hafði af skarið á laugardagsmorgninum – og sagt afa svo sem ágætan – sagði það hreint út á planinu hjá sumarbústaðnum að hann vildi að stóllinn sinn væri í ömmubíl – og hananú. Frændurnir litlu urðu samt að sætta sig við afann og áttu raunar ágæta vist í afa- bíl því þeir sofnuðu hvor í sínum stól nán- ast um leið og bíllinn hreyfðist og sváfu þar til við námum staðar heima. Helgarat- ið sagði til sín í þreyttum kroppum. Næst þegar allir vilja koma með í sveitina held ég að við verðum að leita til ömmunnar, sem rekur rútufélag með fjölskyldu sinni. Þar finnast bílar af öllum stærðum og gerðum með nógu mörgum sætum fyrir alla – og ömmu óskipta í kompaníi. Þá er bara að vita hvort öku- skírteinið hans afa gildir til akstursins – sem er, vel að merkja, án sérstakrar gjaldtöku. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 02.04.14 - 08.04.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Ljóðasafn Gerður Kristný Verjandi Jakobs William Landay Áður en flóðið kemur Helena Thorfinn Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn Andóf Veronica Roth Kroppurinn er kraftaverk Sigrún Daníelsdóttir Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir Íslenskar þjóðsögur Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker 44 viðhorf Helgin 11.-13. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.