Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 50

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 50
50 ferðalög Helgin 11.-13. apríl 2014  Kanada Borg sem hvað Best er að Búa í I nnan um háhýsin í miðborg Vancouver hafa verið lagðir hjólastígar í allar áttir enda er það yfirlýst markmið borgar­ stjórans að draga úr umferð bíla á svæðinu. Í bílastæðunum standa svo matarvagnar sem „servera“ fjölbreyttan skyndibita til gang­ andi vegfarenda. Erilinn sem ein­ kennir háhýsahverfi stórborganna er því víðsfjarri í Vancouver. Það er kannski helsta ástæðan fyrir því að þessi sex hundruð þúsund manna borg er ávallt í einu af efstu sæt­ unum á lista Economist yfir þær borgir sem best er að búa í. Hér eru hverfin í miðborg Van­ couver sem nauðsynlegt er að gefa gaum á ferðalagi um borgina. Eins og eins og sjá má þá setur matur­ inn sterkan svip á bæinn. Gastown Elsta hverfið er kannski það skemmtilegasta. Alla vega ef þú vilt kíkja í búðir og fá þér í svang­ inn. Miðpunkturinn er hringurinn sem strætin Cordova W, Walter og Carroll mynda við lestarteinana. Þar er úrvalið af matsölustöðum fjölbreytt og í öllum verðflokkum. Á mörgum þeirra er lögð áherslu á að skapa sinn eigin stíl og notast við hráefni úr nágrenninu. Hér gefst því tækifæri til að prófa eitt­ hvað nýtt. Nálægðin við lestarstöðina og Kínahverfið, þar sem útigangs­ fólk er áberandi, setur svip sinn á Gastown og gefur svæðinu brodd. Húðflúraðir þjónar, sem tárast þegar þeim tekst að búa til fallegt lauf úr kaffimjólkinni, standa vakt­ ina á matsölustöðum og börum hverfisins og eru kannski lýsandi fyrir blönduna á því fína og grófa sem einkennir Gastown. Granville Island Því er víða haldið fram að matar­ markaðurinn á Granville eyju sé sá allra besti í Kanada. Kokkar og metnaðarfullir sælkerar sækja þangað hráefni og túristar geta valið á milli kræsinga á óteljandi matarbásum. Það er því ekki að undra að Granville Island er sá staður í borginni sem laðar til sín flesta ferðamenn. Ferðalagið þangað er líka pinkulítið ævin­ týri því litlar trillur flytja fólk frá bakkanum við Yaletown og yfir á bryggjuna við matarmarkaðinn. Skemmtilegra gæti það varla verið. Stanley Park Þetta risastóra og sígræna svæði í miðborginni er vel nýtt af íbúunum allan ársins hring en auðvitað mest á sumrin þegar hægt er að leggjast á ströndina og svamla í sjónum. Sjávardýrasafnið Van­ couver Aquarium laðar einnig að fjölmarga og er opið alla daga. Stanley Park býður því upp á smá tilbreytingu frá röltinu um stræti Vancouver borgar. Yaletown Veitingamenn hafa tekið yfir gömlu vöruhúsin í suðurhluta borgarinnar og sá sem gengur niður Hamilton stræti fer ekki þaðan nema fá sér í svanginn. Það er einfaldlega engin leið að standast freistinguna. Vegna legu borgarinnar eru sjávarréttir góðir á þessum slóðum og heimsókn á Rodney´s Oyester House svíkur ekki. Þar opnar hver þjónn um tvö þúsund ostrur á kvöldi milli þess sem þeir hella hvítvíni í mjólkur­ glös. Áætlunarflug Icelandair til Van­ couver hefst 13. maí og á Túristi. is má lesa meira um það helsta í borginni. Hverfin í Vancouver Nafn Vancouver er reglulega að finna á listum yfir byggilegustu þéttbýli í heimi og það kemur þeim sem heimsækja borgina ekki á óvart. Í sumar gefst í fyrsta skipti tækifæri á að fljúga héðan beint til vesturstrandar Kanada. Granville Island matarmarkaðurinn er hér vinstra megin við háhýsabyggðina og í fjarska sést hinn risastóri Stanley Park, helsta útivistarsvæði íbúa Vancouver. Kokteilbar á hinni líflegu matargötu Hamilton Street í Yaletown. Það er freistandi að fá sér í svanginn á hinum rómaða matarmarkaði á Granville eyju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.