Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 11.04.2014, Qupperneq 52
52 grænn lífsstíll Helgin 11.-13. apríl 2014 Metan er hægt að framleiða úr öllu líf- rænu efni, eins og til dæmis úr lífrænum úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum, grasi, skólpi, orkuplöntum, þörugnum, kúamykju, slori, sláturúrgangi og fleiru. Metanvæðingin gerir því kleift að auka orkuöryggi svæða með sjálfbærum hætti. Metangas myndast þegar lífrænn úrgangur brotnar niður og er metan ökutækjaeldsneyti framleitt með hreins- un á hauggasi. Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er og er lyktarlaus gastegund og skaðlaus við innöndun. Síðan snemma á síðustu öld hefur metan verið notað til húshitunar og rafmagnsframleiðslu víða um heim. Metan ökutækjaeldsneyti nýtur vaxandi vinsælda um allan heim og er notað á allar gerðir ökutækja, svo sem fólksbíla, lögreglubíla, sjúkrabíla, sendibíla, sorp- hirðubíla og strætó. Í um áratug hefur Strætó bs., sem er í eigu sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu, haft tvo metanvagna í daglegum rekstri. Metan er einnig notað á báta og ferjur. Íslenskt metan hefur verið framleitt hjá Sorpu á Álfsnesi frá árinu 2000. Metan eykur orkuöryggi Tveir vagna Strætó eru knúnir metani. K y n n i n g K y n n i n g Jón Halldórsson er framkvæmdastjóri hjá Olís. Á næstu dögum opnar Olís metanáfyllingarstöð í Álfheimum. Metanorka sá um hönnun og val á búnaði nýju stöðvarinnar. Vinsældir metanbíla á Íslandi hafa aukist mikið á undanförnum árum en Vélamiðstöðin breytti fyrsta bílnum í metanbíl árið 2006. Þrjár nýjar metanstöðvar á innan við ári í Reykjavík Í júní verður búið að opna þrjár metanáfyllingarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu á einu ári. Þjón- usta við eigendur metanbíla er því tryggð næstu árin. Metanorka hannar metanáfyllingarstöðvar fyrir olíufélögin og á stefnuskránni hjá fyrirtækinu er að opna framleiðslustöð fyrir metan í Hval- fjarðarsveit þar sem notast verður við úrgang frá sveitabæjum, dýrabúum og sláturhúsum. F yrirtækið Metanorka hefur verið leiðandi í þróun á notkun metans hér á landi. Olís opnaði metaná- fyllingarstöð í Álfabakka í júní í fyrra og sá Metanorka um hönnun stöðvar- innar og val á búnaði. Að sögn Sigurðar Ástgeirssonar, tæknistjóra Metanorku, hefur fyrirtækið einnig unnið að nýrri metanstöð Olís sem opnuð verður í Álf- heimum á næstu dögum. „Við vinnum einnig með Skeljungi að undirbúningi á opnun metanáfyllingarstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu í byrjun sumars,“ segir hann. Vélamiðstöðin er systurfyrirtæki Metanorku og dótturfyrirtæki Íslenska Gámafélagsins. Þar var fyrsta bílnum á Íslandi breytt í metanbíl árið 2006. Síðan hafa vinsældir metanbíla aukist mikið. „Það var ekki mikill áhugi á met- anbílum í góðærinu. Svo kom hrunið og þá jókst eftirspurnin því mikill sparnað- ur felst í því að aka metanbíl, fyrir utan hversu miklu betra það er fyrir um- hverfið. Við reyndumst því alveg óvart góðir spámenn,“ segir Sigurður. Þessa dagana er í undirbúningi hjá Metanorku að opna framleiðslustöð fyrir metangas á Melum í Hvalfjarðar- sveit. Ætlunin er að nýta lífrænan úrgang frá sveitabæjum, dýrabúum og sláturhúsum. „Við leggjum leiðslur frá búunum og til okkar til að takmarka akstur, tengdan framleiðslunni,“ segir Sigurður. Einnig er verið að skoða þann möguleika að nota lífrænan úrgang frá heimilum og fyrirtækjum til framleiðsl- unnar. Sigurður segir metanið verða selt á svæðinu en verði eitthvað afgangs verður það selt á höfuðborgarsvæðinu. Allt eldsneytið verður nýtt sem öku- tækjaeldsneyti. Við framleiðslu á metani er úrgang- ur settur í lokað rými og gasið sem myndast notað sem eldsneyti. „Mykjan sem eftir verður er alveg eðal áburður,“ segir Sigurður. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunum gamur.is, metanorka.is og metanbill.is. Sigurður Ástgeirs- son, tæknistjóri Metanorku. Olís tekur fleiri græn skref U mhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í allri starf-semi Olís. Frá ársbyrjun 2013 hefur Olís blandað alla sína dísilolíu með VLO eða vetnis- meðhöndlaðri lífrænni olíu. Í júní í fyrra opnaði Olís fyrstu metanaf- greiðslustöð sína í Mjódd og á næstu dögum verður önnur opnuð í Álfheimum. Að sögn Jóns Hall- dórssonar, framkvæmdastjóra hjá Olís, hefur fyrirtækið unnið eftir metnaðarfullri umhverfisstefnu frá árinu 1996. „Umhverfisstefnan snertir öll svið starfseminnar, hvort sem það er endurnýting umbúða, vöruþróun eða mann- virkjagerð. Við viljum stuðla að því að hver kynslóð skili landinu og auðlindum þess í betra horfi til þeirrar næstu,“ segir hann. Vinsældir metanbíla hér á landi hafa farið vaxandi á undanförnum árum og eru þeir nú á annað þúsund. Olís tekur virkan þátt í þróuninni með opnun metanáfyll- ingarstöðva, eins og fyrr segir, í Mjódd og Álfheimum. Nú í vor opnar Olís svo metanáfyllingar- stöð á Akureyri í samstarfi við Norðurorku. Að sögn Jóns er met- anið framleitt hjá Sorpu á Álfsnesi úr hauggasi sem verður til úr líf- rænum úrgangi. „Metan er mun umhverfisvænna en annað elds- neyti þar sem mengun er minni og hávaði frá metanknúnum bifreiðum sömuleiðis.“ Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um endurnýjanlegt elds- neyti í samgöngum á Íslandi sem kveða á um að olíufélögin tryggi að ákveðið hlutfall eldsneytis sé af endurnýjanlegum uppruna. Í byrjun árs 2013 hóf Olís að blanda alla sína dísilolíu með VLO eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu og var því fyrst íslenskra olíu- fyrirtækja til að uppfylla nýju reglurnar. Með íblöndun VLO í dísilolíu dregur úr losun kol- tvísýrings og gróðurhúsaloft- tegunda. Lífræna olían sem Olís notar er frá finnska fyrirtækinu Neste Oil. Jón segir hana virka eins vel og hver önnur dísilolía en menga minna. Þá sé hún laus við þau vandamál sem fylgt hafa endurnýjanlegum orkugjöfum, eins og til dæmis botnfall. Metanbílar á Íslandi eru nú á annað þúsund og fer fjölgandi. Olís tekur virkan þátt í þróuninni og opnaði metanáfyllingarstöð í Mjódd í fyrra. Á næstu dögum verður svo önnur opnuð í Álfheimum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.