Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 54

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 54
54 grænn lífsstíll Helgin 11.-13. apríl 2014  Endurvinnsla vitundarvakning hEfur átt sér stað í Endurvinnslumálum Þriðjungur borgarbúa forðast miklar umbúðir Tæpur þriðjungur íbúa á höfuðborgarsvæðinu forðast vörur í fyrirferðarmiklum umbúðum og mun fleiri geta hugsað sér að gera slíkt. Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í samfélaginu að undanförnu þegar kemur að endurvinnslu og yfir- gnæfandi meirihluti borgarbúa flokkar dagblöð og pappírsumbúðir. Vikulega eru aðeins 8-10 gráar tunnur skildar eftir því þær innihalda of mikinn pappír. 27% íbúa höfuðborgar- svæðisins forðast vörur í fyrirferðarmiklum umbúðum og 40% íbúa geta vel hugsað sér að forðast slíkar vörur þó þeir geri það ekki í dag. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem Capacent gerði fyrir Reykjavíkurborg í mars og apríl. Mikil vitundar- vakning hefur orðið í samfélaginu að undan- förnu þar sem fólk gerir sér enn betur grein fyrir því hversu mikið af fyrirferðarmiklum umbúðum eru hrein- lega óþarfi .„Þetta eru frábærar niðurstöður og sýna að fólki er farið að blöskra umbúða- flæmið,“ segir Margrét Gauja Magnús- dóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, sem stofnaði Facebook-síðuna „Bylting gegn umbúðum“ í lok mars en um 9 þúsund manns eru skráðir á síðuna, sem er ætlað að vekja umræðu um óþarfa umbúðir og getur fólk þar sent inn myndir af umbúðum. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent flokkar yfirgnæfandi meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu pappír, dag- blöð, bylgjupappa og pappírsumbúðir og því ekki að undra að þeir velti fyrir sér umfangi umbúða, hvort sem þær eru úr pappír eða plasti. Frá október síðastliðnum hefur verið óheimilt að henda pappír í gráar tunnur fyrir almennt sorp en samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg gerist það 8-10 sinnum í viku að sorphirðumenn þurfa að skilja eftir gráar tunnur undir blandaðan úrgang því pappírinn hefur ekki verið flokkaður frá. „Lang flestir íbúar flokka pappírinn frá og skila til endurvinnslu,“ segir Eygerður Margr- étardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangs- stjórnunar hjá Reykjavík- urborg, en íbúar hafa val um hvort þeir skila pappír í bláa tunnu, á grenndar- eða endurvinnslustöð, eða fá sér endurvinnslutunnu frá einkafyrirtækjum. Eygerður segir að í dag séu um 11.700 bláar tunnur í Reykjavík en til samanburðar eru gráu tunnurnar tæplega 37.500. Til fjölda ára hefur verið óheimilt að setja ýmsa flokka úrgangs í gráu tunnurnar, svo sem skilagjaldsumbúðir, garðaúrgang, jarðveg, spilliefni og brotamálma. Að sögn Eygerð- ar er verklag við eftirlit það sama og áður. „Ekki er gramsað í tunnunum en ef aug- ljóst er að íbúar eru ekki að flokka pappír frá blandaða úrganginum verður gráa tunnan ekki losuð og skilinn eftir miði sem segir til um það ásamt leiðbeningum. Mottó Reykjavíkurborgar er: allir flokka, pappír er ekki rusl og íbúar hafa val um þær leiðir sem henta þeim best til að koma endurvinnsluefnum til skila. Ef rangt er flokkað í gráu tunnuna, það er ef í henni er pappír og pappi, skilagjaldsumbúðir, garðaúrgangur, jarðvegur eða spilliefni, er hún ekki losuð. Séu nokkrar tunnur við hús eru eingöngu þær sem rangt er flokk- að í skildar eftir. Íbúar verða að flokka þessi efni úr tunnunni áður en hægt er að losa hana,“ segir Eygerður. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hlutfall sem flokkar alltaf eða oftast Íbúar reykjavÍkur Dagblöð, tíMarit og skrifstofupappír 96% bylgjupappi 93% pappírsuMbúðir 86% Samkvæmt könnun Capacent fyrir Reykjavíkurborg Ef skilja þarf gráa tunnu eftir vegna rangrar flokkunar þurfa íbúar að losa endurvinnanlegan úrgang úr tunn- unni og bíða næstu losunar. Þrjár leiðir eru í boði ef losa þarf tunnu fyrr. 1. Hafa samband við reykjavíkurborg og óska eftir aukalosun sem kostar 3.480 krónur fyrir eina tunnu og 480 krónur til hverja tunnu til viðbótar. 2. Nálgast merkta poka sem hægt er að losa úrganginn úr tunnunni. pokarnir eru síðan skildir eftir hjá tunnunum og verða fjarlægðir við næstu losun. Þeir fást á næstu N1 stöð í reykjavík eða í Þjónustuveri reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14. 3. fara með úrganginn úr tunnunni á næstu endurvinnslustöð sem eru 6 á höfuð- borgarsvæðinu. Margrét stofnaði „bylting gegn umbúðum“ eftir að henni ofbauð þessar umbúðir um ostaslaufu í Krónunni. Ljósmynd/Bylting gegn umbúðum íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög iðnir við endurvinnslu á pappír og vikulega eru aðeins 8-10 gráar tunnur skildar eftir því þær innihalda pappír. freyju rísegg með tíu mismunandi gerðum af umbúðum. Ljósmynd/Bylting gegn umbúðum Við tökum vel á móti þér GERÐU ÞINN EIGIN GJAFALISTA Við aðstoðum við að setja saman gjafalista við öll tækifæri. Mikið úrval góðra gjafa í öllum verðflokkum. Plomo o Plata Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is Mikið úrval - Vönduð vinna legsteinar og fylgihlutir 10-50% afsláttur Steinsmiðjan Mosaik TILBOÐSDAGAR edalgardar.is • Hellulagnir • Trjáklippingar • Jarðvegsskipti • Smágröfuþjónusta • Vörubíll með krabba Einar • 698 7258 Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.