Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 56

Fréttatíminn - 11.04.2014, Síða 56
56 fjölskyldan Helgin 11.-13. apríl 2014 Þorum að hlusta á gagnrýni og hugsa út fyrir „Kerfið“ M ikið eruð þið, lesendur pistlanna minna, einstaklega skemmtilegar, uppörvandi og dásamlegar mannverur. Viðbrögð ykkar við orðum mínum um gröfustjór-ann eða atvinnulausa mannfræðinginn voru einsdæmi í skrifum mínum þar sem „læk“ og „deilingar“ voru taldar í mörgum þúsundum og fjöldi fólks hafði samband við mig í kjölfarið. Sem betur fer skilduð þið, greindu lesendur, líkingamálið og enginn hefur enn talið að ég hafi ofgöfgað starf gröfustjórans eða niðurlægt mannfræðinga enda ekkert fjarri mér. Bóknám sem og frjálst val um háskólanám er undursamlegur grundvallarréttur í samfélagi okkar – en ég var og er að berjast fyrir frelsi hinna sem hentar aðrar leiðir en eru barin niður ár eftir ár þar til námsáhugi þeirra og sjálfstraust er brotið. „Kerfið“ er ekki að hlúa að og rækta annan áhuga og aðra getu en bóknámshæfni og þar af leiðandi tapa margir unglingnum sínum og samfélagið verður af hæfileikum sem enginn man lengur að hafi verið fyrir hendi í bjartsýni barnsins sem tölti af stað fyrsta skóladaginn með skólatöskuna á bakinu. Miðstýring, einsleitni og skoðanaeinveldi Þessi viðbrögð, kæru pistlalesendur mínir, gáfu mér kjark til að rekja boltann áfram og tala upphátt og á mannamáli um stöðu barnanna okkar og unglinganna í „Kerfi“ skólanna. „Kerfi“ leikskólans er ungt með tiltölulega opna námskrá og mesta frelsið bæði faglega og rekstrarlega. Þar ríkir enda mesta fjölbreytnin í skólastefnum og flestir finna eitthvað við hæfi síns barns. Svo kemur „Kerfi“ grunnskólans sem samanstendur af 10 ára skólaskyldu sem er dásamlegt þegar allt gengur vel og þannig er það auðvitað í meirihluta tilvika en því miður alls ekki öllum. Þar er kenn- urum gert að ná sama árangri með svipuðum aðferðum og keyra alla gegnum sama námsefni. „Kerfi“ þar sem sömu stofnanir mennta kennara ár eftir ár með mið- stýrðu kennivaldi eða skoðaðaeinveldi í skólamálum. Nýir háskólar fá ekki leyfi til að mennta kennara með þeirri undantekningu að landsbyggðarpólitíkin gaf Háskól- anum á Akureyri líka aðgengi að kennivaldi í skólamálum. Gleymum ekki ráðuneyti menntamála sem leggur fram einsleita og miðstýrða námskrá sem allt „Kerfið“ á að fara eftir – líka sjálfstætt starfandi skólarnir sem lögðu af stað með nýjar hugsjónir og vildu skapa nýjan valkost. Slíkir skólar fá víða erlendis svigrúm frá miðstýrðu námskránni en hér á landi skulu allir kenna allt samkvæmt „Kerf- inu“. Möguleikar nýrra skóla til að hefja starf eru að auki afar takmarkaðir, það þekki ég af eigin raun. Stofnun nýs grunnskóla er hvorki spretthlaup né boðhlaup, ekki einu sinni langhlaup. Það er hindrunarhlaup í maraþoni. Þess vegna eru nær 99% allra grunnskóla- barna innan opinbera kerfisins þar sem embættismenn og stjórnmálamenn stjórna „Kerf- inu“ innan hvers sveitarfélags samkvæmt „Kerfi“ opinberrar stjórnsýslu með opinberum starfsmönnum innan skólanna. Hinu opinbera „Kerfi“ er þannig talið best treystandi fyrir menntun, mun betur en öðrum sem vilja taka þátt í sköpun menntatilboða og því er meira að segja þvælt inn í „vinstri“ og „hægri“ pólitík, eins óendanlega skaðlegt eins og það er. Loks er „Kerfið“ tryggilega með alla kennara í einum hópi, ekki til að tryggja þeim réttlát laun því það hefur mistekist heldur til að tryggja samstöðu um einsleita stefnu Loks koma foreldrar og fjölskyldur barna sem líma „Kerfið“ saman með síðustu aldar kröfum um að einmitt barnið mitt fái 9 og 10 á prófum og ef ekki, er það kennaranum eða skólanum að kenna. Svo pressa sömu foreldrar á að ungmennið klári stúdentinn á „réttum“ tíma og svo beint inn í „Kerfi“ háskólanna. Vörn fyrir „Kerfi“ fortíðar stöðvar nýjungar Allt þetta, elskulegu pistlalesendur, og miklu meira setur okkur á einstakan stað hvað varðar miðstýringu, einsleitni og skoðanaeinveldi á menntunarsviðinu, það sem ég leyfi mér að nefna menntaeinokun. Einokun þar sem allir spila vörn. Námsskráin og ráðuneytið sem miðstýra umfram alla skynsemi, menntastofnanir fyrir kennara sem eru of fáar og of ein- sleitar með sama fólki ár eftir ár, sveitarfélögin sem vilja ekki sleppa taki af „sínum“ skólum og forðast samkeppni, atvinnulíf sem gerir kröfur en leggur ekki af mörkum, kennarasam- band sem er í vinnu við að viðhalda kennslufyrirkomulagi fyrri tíma, skólar og kennarar í streitu að uppfylla óuppfyllanlegar og þversagnakenndar kröfur, foreldrar og fjölskyldur sem meta börnin sín eftir löngu úreltum bóknámskvörðum og ýta þeim í gamla farið. Og að lokum, elsku foreldrar og skólafólk; kennarar, stjórnmálamenn, embættismenn og allir hinir, ekki hlaupa í vörn. Þetta er gagnrýni á hið óumbreytanlega „Kerfi“ sem ég deili með fjölmörgum – ekki árás á foreldra sem elska börnin sín, ekki árás á frumlega kennara og skóla sem alltaf sinna nýbreytni eða allt hitt frábæra fólkið sem glímir hvert á sínum stað. Málið er bara þetta. Þorum að hlusta á gagnrýni og hugsa út fyrir „Kerfið“ jafnvel þótt að við vinnum inni í því eða fyrir það. Þorum að koma fram með skoðanir á menntamálum, taka frumkvæði, styðja nýjar hugmyndir og skapa nýja uppeldis- og menntakosti öll saman, skólafólk, stjórnmálafólk, atvinnulíf og allt annað áhugafólk – allir mega og eiga að hafa skoðanir. Leyfum þúsund ólíkum blómum að blómstra hvar sem er án þess að kerfisbinda hvert skref. Sleppum tökum á skóla „Kerfi“ fortíðar, opnum fyrir nútíðinni og leyfum okkur alla vega að gjóa augum til framtíðar. Menntaeinokunin Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heiMur barna LAGERSALAN | KAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ (GEGNT IKEA) | SÍMI 861 7541 NÝJAR VÖRUR Á FRÁBÆRU VERÐI OPIÐ MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 SUNNUDAGA KL. 13-18 SKRIFBORÐ 29.900 KR. TUNGUSÓFI VERÐ 59.900 KR. BÓKAHILLA VERÐ 24.900 KR. SKRIFBORÐSSTÓLL VERÐ 7.900 KR. BORÐ OG 4 STÓLAR 29.900 KR. BORÐSTOFUSTÓLL VERÐ 8.900 KR. STANDLAMPI VERÐ 29.900 KR. SVEFNSÓFI VERÐ 19.900 KR. ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M SA 6 82 19 0 3/ 14 Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu á Ísbúa árið 1989. Fyrirmyndin var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku, bragðmikill ostur með flauelsmjúka áferð og margslungið bragð sem er í senn grösugt og kjötkennt með ávaxtasætu í endann. Ísbúi parast jafn vel með sætu og söltu meðlæti og er virkilega skemmtilegur eftir matinn. ÍSBÚI HERRALEGUR www.odalsostar.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.