Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Side 60

Fréttatíminn - 11.04.2014, Side 60
60 matur & vín Helgin 11.-13. apríl 2014 M ér finnst páskarnir yndisleg hátíð, margir frídagar til að njóta með fjölskyldunni og vor í lofti. Það er heldur ekki annað hægt en að líka vel við hátíð þar sem eina kvöðin er að borða súkkulaði! Páskarnir eru afar vel til þess fallnir að gera vel við sig í mat með vinum og vandamönnum. Fimm samfelldir hátíðardagar gefa nefnilega svo góð tækifæri til þess að halda matar- og kaffiboð fyrir sína nánustu,“ segir á Eldhússögum. Dröfn reiðir hér fram girnilegar kræsingar sem tilvalið er að njóta um páskana. „Brúnku- ostakakan með Dumle hnetukremi hefur sleg- ið í gegn hjá öllum þeim sem hafa smakkað hana hjá mér. Þessi blanda af brúnku og osta- köku með ómótstæðilegu karamellu- og súkk- ulaði kremi gerðu úr Dumle go nuts finnst mér vera fullkominn endir á góðu matarboði.“ Dröfn er líka hæstánægð með Dumle go nuts páskagottið. „Hvað get ég sagt um stökka Dumle go nuts páskagottið annað en að páska- eggin þurfa að vara sig! Þetta bitastæða páska- gott ætti eiginlega að koma með viðvörun því það er ómögulegt að hemja sig vitandi af þessu hnossgæti í ísskápnum.“ Þá mælir Dröfn eindregið með mareng- stertu. „Fazermint marengstertan er hnall- þóra sem sómir sér jafnvel í kaffiboði, stór- veislu eða sem sérlega kræsilegur eftirréttur. Fazermint piparmyntusúkkulaðið passar fullkomlega í tertuna og gerir hvern bita að lostæti.“ K Y N N I N G Gómsætar uppskriftir fyrir páskana Dröfn Vilhjálmsdóttir heldur úti vinsæla matarblogginu Eldhússögur, www.eldhussogur. com. Hún deilir hér með okkur gómsætum uppskriftum sem henta vel fyrir páskana. Fazermint marengsterta Marengs: • 2 dl sykur • 1 dl púðursykur • 4 eggjahvítur • 3 bollar Rice Krispies Ofn hitaður í 120 gráður við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur eru þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er um það bil 23 cm. í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan og hann hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í um það bil 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum. Rjómafylling: • 5 dl rjómi • 250 g fersk jarðarber, skorin í bita • ca. 200 g fersk bláber • 8 molar Fazermint (ca. 60 g), saxaðir smátt Rjóminn er þeyttur og berjunum ásamt Fazermint molunum er blandað út í rjómann. Rjómablandan er svo sett á milli marengs- botnanna þegar þeir eru orðnir kaldir. Fazermint krem: • 4 eggjarauður • 4 msk f lórsykur • 12 molar Fazermint (ca. 90 g) • 100 g Toms extra súkkul- aði 70% Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Toms extra súkkulaðið er brotið niður í skál ásamt Fazermint mol- unum og brætt yfir vatns- baði. Ef súkkulaðiblandan er of þykk er hægt að bæta örlítilli mjólk eða rjóma út í. Eggjarauðu- og flórsykur- blöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengs- tertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðarberjum, bláberjum, hindberjum, rifsberjum og blæjuberjum. Tertan er geymd í ísskáp og er góð, ef ekki betri, daginn eftir. Stökkt Dumle go nuts páskagott • 1 poki Dumle go nuts (175 g) • 150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl • 100 g Toms extra súkkulaði 70% • 200 g suðusúkkulaði • 150 g pistasíur frá Ültje • 2 dl Rice Krispies Dumle bitarnir, 70% súkkul- aðið og suðusúkkulaðið er sett í skál og brætt yfir vatnsbaði. Því næst er pistasíum, Rice Krispies og súkkulaðihúðaða lakkrískurlinu bætt út og öllu blandað vel saman. Blöndunni hellt í form klætt bökunar- pappír, um það bil 20 x 20 cm, og sett í ísskáp í minnst tvo klukkutíma. Skorið í hæfilega stóra bita. Brúnku-ostakaka með Dumle karamellukremi Rjómaostablanda • 300 gr Philadelphia ostur • ¾ dl sykur • 1 tsk vanillusykur frá Tørsleffs Philadelphia ostur, sykur og vanillu- sykur er þeytt saman þar til blandan verður slétt. Blandan er geymd á meðan brúnkudeigið er útbúið. Brúnku deig: • 2 egg • 100 gr smjör • 2 dl sykur • 3 msk kakó frá Cadbury • 2 dl hveiti • ½ tsk lyftiduft • 1 dl pistasíur frá Ültje, saxaðar gróft Bökunarofn hitaður í 180 gráður. Egg og sykur þeytt þar til blandan verður létt og ljós. Á meðan er smjör og kakó sett í pott og hitað við vægan hita þar til smjörið er bráðnað og hefur blandast saman við kakóið. Því næst er smjörblöndunni bætt út í eggjablönduna. Að lokum er hveiti, lyftidufti og grófsöxuðum pistasíum blandað varlega saman við deigið með sleikju. Bökunarform (22 cm) er smurt að innan, helmingnum af brúnkudeig- inu er hellt í formið og slétt úr því. Því næst er rjómaostablöndunni dreift varlega yfir brúnkudeigið. Að lokum er restinni af brúnkudeiginu dreift yfir rjómaostablönduna. Bakað neðarlega í ofni við 180 gráður í 30-40 mínútur. Kakan á að vera vel blaut í miðjunni þegar hún kemur úr ofninum. Kakan er látin kólna í forminu. Dumle karamellu-hnetukrem • 1 poki Dumle go nuts (175 g) • 1-2 msk rjómi Dumle go nuts bitarnir (gott að geyma um það bil þrjá bita til að skreyta með) eru settir í pott og bræddir við vægan hita. Rjóma er bætt út í þar til blandan hefur náð passlegri þykkt. Þegar kakan er orðin köld er hún tekin úr bökunarforminu og Dumle hnetu kreminu dreift yfir kökuna. Nokkrir Dumle bitar eru saxaðir gróft og stráð yfir kremið. Best er að geyma kökuna í kæli yfir nóttu áður en hún er borin fram. Dröfn Vilhjálmsdóttir, matarbloggari.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.