Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.04.2014, Side 70

Fréttatíminn - 11.04.2014, Side 70
70 heilsa Helgin 11.-13. apríl 2014 Rekstrarvörur til fjáröflunar – safnaðu peningum með sölu á fjáröflunarvörum frá RV FÓ TB O LT I BA DM IN TO N SU N D HA N DB O LT I KÖ RF UB O LT I Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV 1113 Er æfingaferð, keppnisferð, útskriftarferð eða önnur kostnaðarsöm verkefni framundan? Síðustu 30 árin hafa félagar í íþróttafélögum, kórum og öðrum félagasamtökum aflað sér fjár á einfaldan hátt með sölu á WC pappír, eldhúsrúllum, þvottadufti og öðrum fjáröflunarvörum frá RV. – Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 85 33 0 4/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju Læg a verð í LyfjuCorega Corega vörur fyrir gervigóma. Njóttu matarins án óþæginda. 20% afsláttur Gildir út apríl Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Æ fleiri hljólreiðamenn sjást á göt- unum – ekki síst núna þegar farið er að vora. Hjólreiðar eru góðar fyrir umhverfið – en þær hafa ekki síður jákvæð áhrif á hjólreiða- manninn sjálfan því hjólreiðar eru ein áhrifamesta líkamsræktin sem hægt er að velja sér. Hér eru sjö ástæður fyrir því að stökkva nú á bak hjólinu og leggja bílnum. Sjö ástæður fyrir því að byrja að hjóla 1 2 3 5 6 7 4 Það brennir hitaeiningum Þú getur gert það í leiðinni Það styrkir marga vöðvahópa Það verndar liðina Allir vöðvar styrkjast Það styrkir hjarta og æðakerfi Það eykur orku og úthald Kona sem vegur um 65 kíló og hjólar á 20 km hraða á klukkustund brennir tæplega 500 hitaeiningum á klukkustund. Um 60% af öllum ferðum innan höfuðborgarsvæðisins eru styttri en 3 km. Fjórðungur allra ekinna ferða eru styttri en 1 km og yfir helmingur styttri en 2 km. Hjól- reiðamaður í meðalformi getur farið allt að 5-6 km vegalengd á 15-20 mínútum. Þetta er því tals- vert stórt svæði, en hringur með 5 km. radíus dekkar mest allt svæði Reykjavíkur innan Elliðaáa, Sel- tjarnarness og eldri hluta Kópa- vogs. Með því að hjóla tvisvar í tuttugu mínútur á dag brennirðu 3000 hitaeiningum á viku – sem samsvarar hálfu kílói af fitu. Hjólreiðafólk er þekkt fyrir að hafa sterka, flotta fótleggi enda eru það lærvöðvarnir, kálf- arnir og rassvöðvarnir sem knýja hjólið áfram. Það sem færri vita er að efri hluti líkamans og hand- leggsvöðvarnir styrkjast einnig við að stýra hjólinu og halda jafnvægi. Finndu þér brekku sem tekur tíu mínútur að hjóla upp. Hjólaðu upp tvisvar eða þrisvar og hjólaðu standandi upp helming brekkunnar í hvert skipti. Þannig styrkirðu þríhöfðann (aftan á upphandleggnum), og maga- og bakvöðva. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum og látast nærri jafnmargar konur og karlar vegna þessara sjúkdóma. Í einni rannsókn voru konur látnar hjóla á meðalhraða eða mesta hraða þrisvar í viku í hálftíma í senn. Eftir ár hafði blóðþrýstingur þeirra lækkað og kólesteról í blóði sömuleiðis auk þess sem úthald þeirra hafi aukist til muna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hjólreiðar auka úthald og orku um 20 prósent og dregur úr þreytueinkennum um 65 prósent. Hjólreiðar auka dópamínframleiðslu í heilanum sem dregur úr þreytueinkenn- um. Það er ekki nauðsynlegt að hjóla á fullum hraða því rannsóknir sýna fram á að fólk sem hjólar hægt eða á miðlungshraða þrisvar á viku fann mestan mun á því hvað það varð orkumeira. Hjólreiðar valda miklu minna álagi á hné, ökkla og hrygg en hlaup eða ganga. Með því að passa upp á rétta stöðu á hjólinu er hægt að draga úr álagseinkennum á hné. Hnéð á að vera örlítið beygt, um það bil 25 gráður, þegar pedallinn er í lægstu stöðu. Hækkaðu eða lækkaðu hnakkinn ef hnéð er of mikið beygt eða of beint.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.