Fréttatíminn - 11.04.2014, Page 88
Kann ekki
á klukku
Aldur: 35 ára.
Maki: Enginn.
Börn: Ekki nein ennþá.
Foreldrar: Ásgeir Ásgeirsson skipstjóri
og Sigurveig Lúðvíksdóttir verslunar-
eigandi.
Menntun: Kvikmyndagerð, lærði í Los
Angeles og kláraði í ágúst í fyrra.
Starf: Kvikmyndagerðarkona.
Fyrri störf: Dagskrárgerðarkona hjá RÚV
og hjá Íslandi í dag.
Áhugamál: Að lifa lífinu lifandi, með öllu
sem því fylgir.
Stjörnumerki: Stoltur sporðdreki.
Stjörnuspá: Þú ert nánast heltekin af
þeirri hugmynd að kaupa tiltekinn hlut í
dag og þarft að láta talsvert fé af hendi
rakna fyrir vikið. Vertu ekki að velta þér
upp úr fortíðinni, það eina sem þú átt
er núið.
Hún er auðvitað bara falleg að utan sem innan,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, eldri
systir Sigríðar. „Hún er mjög
skipulögð og sjálfri sér samkvæm
en hefur samt einn galla. Hún er
ekkert rosalega klár á klukku, og
við fjölskyldan gerum óspart grín
að henni fyrir það. En hún er bara
yndisleg í alla staði. Við rifumst
soldið þegar við vorum yngri en í
dag erum við bestu vinkonur. Ég
bara get ekki hrósað henni nóg, því
hún er svo falleg og góð. Og alveg
ótrúlega dugleg.“
Heimildamynd Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur
„Holding Hands for 74 years“ vann áhorf-
endaverðlaunin á Reykjavík Shorts&Docs
Festival sem veitt voru í Bíó Paradís í
vikunni. Myndin er ástarsaga sem hefst í
Reykjavík 1939 þar sem við kynnumst Lúð-
vík og Arnbjörgu. Við kynnumst hvernig
æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74
ár.
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Sigríður Þóra ÁSgeirSdóttir
Bakhliðin
Hrósið...
fær Sara Pétursdóttir úr Tækniskólanum sem
bræddi hug og hjörtu landsmanna þegar hún
sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna með
laginu Make You Feel My Love. Athygli vakti að
Sara hafði ekki hlotið brautargengi í sjónvarps-
þættinum Ísland Got Talent skömmu áður.
MARSHALL
MAGNARI
99.900,-
Laugavegur 45
Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is