Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 21.02.2014, Qupperneq 18
Hann benti mér á að ég væri á villi- götum í lífinu og að ég yrði að kynnast honum betur. É g er komin 22 vikur á leið. Barnið á að fæðast 24. júní og ég verð þrítug á árinu. Þetta verður mjög stórt ár hjá okkur,“ segir Þorbjörg Mar- ínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós. Hún á von á stúlkubarni í sumar með sambýlismanni sínum Karli Sigurðssyni sem einnig á sitt gælunafn, Kalli Baggalútur. Þetta er fyrsta barn þeirra beggja og mikil eftirvænting ríkir hjá fjöl- skyldum þeirra þar sem þau bók- staflega reikna með slagsmálum um hver fær að passa. „Við erum í mestu vandræðum því það vilja allir fá að passa. Ég held að við þurfum að taka upp eitthvað númerakerfi eða vera jafnvel með happdrætt- isstemningu þar sem við drögum út hver fær að passa í það skiptið,“ segir Kalli sem finnst þau afskap- lega heppin að eiga við þennan vanda að etja. Skrautlegur feluleikur Við sitjum við borðstofuborðið á heimili þeirra við Ránargötu, í rúmgóðri og bjartri íbúð þar sem vel er pláss fyrir ungbarn þó þau þurfi að stækka við sig þegar líða tekur á. Barneignir voru ekki sér- staklega á dagskránni en þær voru heldur ekki útilokaðar. „Var það ekki mamma þín sem sagðist ekki reikna með því að við myndum eignast börn?“ spyr Tobba sam- býlismanninn sem bendir á að þau hafi aldrei talað mikið um barn- eignir út á við. „Kalli hefur sagt að við tvö séum fjölskylda og við þurfum ekki börn nema við viljum það. Við höfum samt alveg verið til í að skoða það, höfum hugsað um að það gæti verið gaman að eignast barn en höfum alltaf talið að það væri betra seinna. Svo ákváðum við bara að ég myndi hætta á pillunni og það bara kæmi ef það kæmi. Það þurfti síðan ekki meira til en einn koss á milli uppvasksvakta og ég var orðin ólétt,“ segir Tobba og þau horfa ástúðlega hvort á annað. Þau reiknuðu þó ekki með því að þetta myndi gerast svona hratt og kom óléttan í byrjun aftan að Tobbu. „Ég er að eðlisfari mjög kvöldsvæf en skyndilega var það eiginlega komið út fyrir öll mörk. Við héldum til dæmis óvænta brúð- kaupsveislu fyrir vinafólk okkar og ég sofnaði í veislunni sem við stóðum fyrir. Í annað skiptið vorum við hér með matarboð og ég sofnaði á klósettinu. Kalli þurfti að koma og banka, en þarna var ég alveg búin á því eftir eitt léttvínsglas.“ Skömmu síðar fór sá grunur að læðast að Tobbu að hún væri hrein- lega orðin ólétt. „Ég ákvað þá að ef ég væri ólétt þá yrði ég að kaupa eitthvað handa Kalla sem á stæði: „Þú ert að verða pabbi“ eða „Besti pabbi í heimi“ og fór beint í Lyfju í Smáralind og keypti óléttupróf. Mér fannst afgreiðslukonan horfa svo mikið á mig og svo sagði hún við mig: „Gangi þér vel.“ Ég dreif mig svo inn á klósettið í Smáralind og pissaði á óléttuprófið en það sýndi að ég væri ekki ólétt.“ Kalli læðir því inn að hún hafi verið ansi svekkt. „Já, ég var drullu- svekkt en ég vildi ekki að hann upplifði að það væri einhver pressa. Við vorum búin að panta borð og fórum út að borða um kvöldið en ég hafði bara enga lyst og sagði honum þá að ég hefði tekið þessa prufu og að ég hefði ætlað að kaupa eitthvað handa honum. Ég gat samt ekki hætt að hugsa um óléttuprófið og þegar við komum heim rótaði ég í ruslinu og fann prufuna – og hún var orðin jákvæð. Ég fékk algjört taugaveiklunarkast og hló og hló,“ segir Tobba en Kalli vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þar til hún, milli hláturekkasoganna, útskýrði málið. „Við ákváðum þá að taka fleiri próf og Kalli var sendur út í Pétursbúð og apótekið seint um kvöld til að kaupa eitt KitKat og eitt óléttupróf. Við röðuðum síðan öllum prófunum saman og þau voru öll jákvæð. Við bókuðum síðan tíma í sónar og þá sást að ég var komin 4-5 vikur á leið.“ Tobba á afar erfitt með að þegja yfir leyndarmálum og til marks um það hefur hún ítrekað gefið Kalla jólagjöfina fyrir jól því hún hefur verið svo spennt yfir gjöfinni og þurft að kaupa nýja undir jólatréð. „Mér fannst mjög erfitt að þegja yfir þessu og þurfti að búa til alls konar sögur. Það vakti til dæmis upp spurningar þegar ég fór út að borða með vinnufélögunum og fékk mér hvorki sushi né hvítvín. Ég þóttist vera á detox og alls konar kúrum. Ég upplifði það þarna að það er hreinlega bara dónalegt að spyrja konu hvort hún sé ólétt. Á þessum fyrstu þremur mánuðum er maður hræddur um að þetta gangi ekki upp og maður missi barnið. Það er því töluverð árás að spyrja konu hvort hún sé ólétt því það kallar annað hvort á lygi eða að konan þarf að tala um eitthvað sem hún er ekki tilbúin til að deila.“ Yfirleitt var það þó bara í gríni sem hún var spurð, sérstaklega í veislum, og ákváðu Tobba og Kalli fljótt að hafa þann háttinn á að þau væru alltaf bæði með léttvínsglas í hendi en skiptust á þannig að Kalli drakk úr þeim báðum. Hann segir kómískt frá því hvað þetta gat verið flókið. „Þetta voru erfiðar veislur fyrir mig. Ég skrönglaðist út, Tobba hálfpartinn hélt mér uppi og við læddumst fyrir hornið og sóttum bílinn, því auðvit- að þóttumst við ekki vera á bíl.“ Geta rifist eins og hundur og köttur Fyrstu mánuðina var Tobbu líka mjög flökurt en hún reyndi líka að fela það eftir besta megni. „Ég er í Tobba Marínós og Kalli Baggalútur, eins og þau eru jafnan kölluð, eiga von á sínu fyrsta barni í júní en eftir að þau upp- götvuðu óléttuna tók við afar fjörugur feluleikur þar til hægt var að deila fréttunum. Tobba segir að í sambandinu hafi hún stundum talið að illa gengi ef ekki væru súkkulaði og rósir um allt en Kalli hafi kennt henni að meta smáatriðin sem skipta svo miklu. Fleiri tímamót eru í lífi þeirra beggja á næstunni, fjórða bók Tobbu er væntanleg í vor og Kalli hefur ákveðið að finna sér aðra dagvinnu en að vera í framlínunni í stjórnmálum. Lífið er meira en rósir og súkkulaði mjög krefjandi starfi, ég stýri mark- aðsdeild Skjásins og sit þar í fram- kvæmdastjórn, og þeir eru ófáir fundirnir þar sem ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef ég gubb- aði á fundarborðið og stundum faldi ég mig inni á klósetti í fósturstell- ingunni því ég gat engan veginn verið. Ég missti þrjú, fjögur kíló þarna til að byrja með en ég er búin að ná þeim kílóum aftur,“ segir hún og strýkur kúlunni sem henni finnst enn ægilega lítil. Í 20 vikna sónarnum fengu þau að vita kyn barnsins. „Þetta er stelpa. Hún er svolítill stríðnis- púki þannig að það var erfitt að sjá kynið. Þegar það kom í ljós hrópaði ég strax af gleði að við gætum klætt hana í tjullpils og allskonar fínirí,“ segir Tobba af sinni óendanlegu glaðværð. „Og Kalli sagði bara: Ó, fokk!“ Hann segist á undanförnum árum hafa reynt að tileinka sér langlundargeðið sem pabbi Tobbu hefur þróað með sér og hún skýtur inn að þar sem pabbi hennar hafi búið með fjórum konum, þar af þremur dætrum, hafi hann ósjaldan verið sendur út á Select til að kaupa dömubindi. „Þessi maður hefur þróað með sér mesta langlundar- geð sem ég þekki,“ segir Kalli og brosir. 18 viðtal Helgin 21.-23. febrúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.