Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 21.02.2014, Qupperneq 20
 Sumarbúðir fyrir unglinga 14 til 17 ára í Tarifa á Spáni, spænska,sport og útivist 26. júní til 7.júlí. Verð með flugi 230.000 isk. Skráningarfrestur til 1. mars. Nánari uppl. má finna á www.alandalustarifa.com; info@alandalustarifa.com. Sími: 0034 671948150. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 13.02.14 - 19.02.14 1 2 Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker Marco áhrifin Jussi Adler Olsen 5 6 7 8 109 43 Mánasteinn Sjón Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson 5:2 Mataræðið Unnur Guðrún Pálsdóttir Óskalistinn Grégoire Delacourt 5:2 Mataræðið Michael Mosley / Mimi Spencer Skrifað í stjörnurnar John Green HHhH Laurent Binet Veistu hvað ég elska þig mikið ? Sam McBratney vera atvinnustjórnmálamaður. „Ég er menntaður tölvunarfræðingur, starfaði lengi við forritun og hug- búnaðarprófanir, auk þess sem ég hef starfað við tónlist og hef víð- tæka reynslu úr skemmtanabrans- anum,“ segir hann en nafnbót Kalla kemur til af því að hann er einn meðlima í hinum kostulega Bagga- lúti sem hefur gert garðinn frægan á hinum ýmsu sviðum, svo sem með tónlist og gríni. „Það er margt sem mig langar að gera og ég segi bara eins og Marta María: „Maður á aldrei að gera neitt nema það sé ógeðslega skemmtilegt.“ Hún sagði þetta við mig og ef það er ekki skemmtilegt þá er það leiðinlegt og það viljum við ekki.“ Tobba hefur líka ákveðnar skoðanir á starfi stjórnmálamann- ins. „Fólk virðist halda að það sé rosalega flott að starfa í pólitík. Hann hins vegar lækkaði gríðarlega í launum við að verða borgarfulltrúi því þeir eru auðvitað bara á taxta og stundum kom hann ekki heim fyrr en klukkan tíu eða ellefu á kvöldin því hann var á borgarstjórnarfund- um. Þetta er skrýtið starf þar sem sífellt er verið að öskra á fólk,“ segir hún. Kalli rifjar upp eftirminnilegt atvik þegar hann og Tobba voru saman úti að borða og ókunnugur maður vindur sér upp að þeim. „Hann fór að kvarta undan því að það væri ekki búið að klippa trén í kringum húsið hans. Kjörnir full- trúar hafa auðvitað sín takmörk. Það er gömul vinnubrögð að pólitík- usar reddi hlutum fyrir einstaka aðila, óháð heildarstefnunni, en það er fólk sem í alvöru heldur að við gerum þetta á nýjum tímum. Það er meira að segja fólk sem trúir því ekki að Besti flokkurinn sé ekki að hygla vinum sínum í lista- og menn- ingarlífinu, og þetta er jafnvel sama fólk og kaus okkur til að gera það ekki.“ Las Tobbu hárrétt Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Tobba og Kalli byrjuðu að draga sig saman. „Fólk sagði ýmist að ég væri of mikið flipp fyrir hann eða að hann væri of gáfaður fyrir mig,“ segir hún en ellefu ára aldursmunur vakti ekki síður athygli. Tobba var blaðamaður á Séð&Heyrt þegar hún las í blaðinu að Kalli væri eini borgarfulltrúi Besta flokksins sem væri einhleyp- ur og einsetti hún sér að koma honum út, en hún hafði einnig starfað sem stjórnandi stefnumóta- þáttarins Djúpa laugin. Þegar þau hittust fyrir tilviljun kvöld eitt á Öl- stofunni ákvað hún að koma honum saman við stúlku sem hún sá þar. „Þetta var eflaust ágætis stúlka en ég hafði minni áhuga á henni og meiri áhuga á Tobbu,“ segir Kalli sem viðurkennir að hafa strax orðið skotinn í henni. „Ég sá strax að það var fjör í henni.“ Hún segir að einn af leyndum hæfileikum Kalla sé ákveðni. „Þú sérð það ekki á honum; hann er sætur og góður og heldur á börnum ókunnugra, en hann jaðrar alveg við það að vera frekur. Ef hann ætlar sér eitthvað þá fær hann það. Hann sagðist klárlega vera maðurinn fyrir mig og að allt annað væri misskilning- ur. Hann benti mér á að ég væri á villigötum í lífinu og að ég yrði að kynnast honum betur.“ Kalli tekur hógvær fram að þetta hafi hann ekki sagt þetta fyrsta kvöld heldur nokkrum vikum síðar en Tobba kunni vel að meta þetta: „Það er allt of sjaldan að karlmenn eru til í að hafa fyrir hlutunum.“ Og hógvær að venju segist Kalli hafa lesið Tobbu alveg rétt: „Hún gaf mér þau skilaboð að ég þyrfti að vinna fyrir þessu og ég gerði það. Það gerist ekkert sjálfkrafa.“ Tobba segir það einkennandi fyrir samband þeirra hvað þau eru óhrædd við að viðurkenna bara að stundum gengur vel en stundum gengur illa. „Ég var þannig að ef það voru ekki rósir og súkkulaði um allt þá gekk illa en Kalli kenndi mér margt og benti mér á hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Ég gleymi því aldrei, þegar við höfðum verið saman í um ár, ég kem að sækja hann og þegar hann kemur út í bíl muldra ég áhugalaus „hæ.“ Líklega var þetta erfiður dagur, en hann spurði mig bara: „Af hverju tekurðu ekki betur á móti mér? Ertu ekki glöð að sjá mig? Ég er búinn að hlakka til að sjá þig í allan dag.“ Ég fór þá að hugsa að það er ekki sjálfgefið að hittast á hverjum degi og núna er það smá „móment“ Kalli og Tobba eiga von á stúlku- barni í sumar og þau eiga eftir að komast að niðurstöðu um hvort barnið verður skírt en þau voru alin upp við ólíkar hefðir. Ljósmynd/Hari 20 viðtal Helgin 21.-23. febrúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.