Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 28

Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 28
K ristín Vala Ragnarsdóttir er prófessor við Jarðvísinda-stofnun og Stofnun Sæ- mundar fróða um sjálfbæra þróun. Hún var forseti verkfræði-og nátt- úruvísindasviðs Háskóla Íslands frá 2008 til 2012, en lauk námi í jarðfræði við Háskóla Íslands árið 1979 og doktorsprófi frá Nort- hwestern University í Bandaríkj- unum árið 1984. Kristín Vala hefur unnið við rannsóknir í Bandaríkj- unum, Frakklandi og Bretlandi og er vísindalegur ráðgjafi eða stjórnarmeðlimur ýmissa sjálf- bærni tengdra samtaka, t.d. Schu- macher Institute, The Ecological Sequestration Trust, TreeSisters, Initiative for Equality, Alliance for Sustainability and Prosperity og Framtíðarlandsins. Kristín Vala hlaut viðurkenningu alþjóðlegrar hugveitu sem nefnist Balaton-hóp- urinn árið 2013 fyrir vinnu í þágu sjálfbærni og er nú varastjórnar- formaður hennar. Hvernig kviknaði áhugi þinn á sjálfbærni? „Ég hitti Richard St George, for- stjóra Schumacher Society í Bret- landi í afmæli í Bristol árið 2000. Schumacher Society hefur rann- sakað sjálfbærni í 30 ár. Ég komst að því að við vorum bæði að vinna að umhverfismálum, en ég var að vinna rannsóknir á umhverf- ismengun á nanóskala en hann var að vinna að umhverfismálum fonix.is • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • S. 552 4420 Heimilistæki Þegar ég gerði mér grein fyrir ósjálfbærni lífsmáta okkar á jörð- inni varð ég fyrir miklu áfalli og starði á tölvu- skjáinn minn í heilt sumar og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Íslendingar eru mestu umhverfissóðar í heimi Kristín Vala Ragnarsdóttir hafði rannsakað jarðvísindi til fjölda ára en vaknaði upp við vondan draum þegar hún kynntist umræðu um ósjálfbæran lífsmáta jarðar- búa. Hún ákvað að breyta um stefnu og snúa sér alfarið að rannsóknum á þáttum sem geta gert samfélög sjálfbær. Það hefur hún gert að ævi- starfi sínu og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir. Kristín Vala hefur auk þess vakið athygli fyrir þá skoðun sína að árangur þjóða eigi að mælast í öðru en vergri lands- framleiðslu þar sem sú stefna hafi leitt til eyðileggingar náttúrunnar og misskiptingar auðs milli stétta og þjóða. Hún, ásamt öðrum, mælir með því að miðað verði við velferð, vellíðan og hamingju í stað auðs. Kristín Vala Ragnarsdóttir segir það fyrst og fremst vera fjölskylduna, vini og samfélagstengsl sem geri okkur hamingjusöm. á skala jarðarinnar okkar. Þegar ég gerði mér grein fyrir ósjálfbærni lífsmáta okkar á jörðinni varð ég fyrir miklu áfalli og starði á tölvuskjáinn minn í heilt sumar og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Síðan ákvað ég að breyta um stefnu, fara á ráðstefnur sem tengjast sjálfbærni og læra. Ég hef nú lesið hundruð bóka og greina og öll mín vinna tengist núna þessu nýja fagi í rannsóknum og kennslu auk þess sem ég sit í stjórn- um ýmissa samtaka sem tengjast þessum efnum.“ Er það rétt að Íslendingar séu einir mestu um- hverfissóðar í heimi? „Já, við erum mestu umhverfissóðar í heimi. Rann- sóknir sýna að ef allir lifðu eins og Íslendingar þá þyrftum við 10 jarðir. Til samanburðar þurfa Banda- ríkjamenn fimm jarðir og Evrópusambandið þrjár. Þetta er vitanlega mjög ósjálfbært. Ég myndi segja að Íslendingar séu bæði umhverfissóðar og auðlinda- sóðar. Við erum með stærsta vistspor í heimi vegna mikillar neyslu, en samt finnst þjóðarsálinni að við séum mjög umhverfisvæn vegna þess að við eigum og nýtum endurnýjanlega orku.“ Hvað eru vistspor? „Vistspor, eða fótspor, er reiknað út frá því að skoða hve mikið land þjóðfélagsþegnar landa þurfa til að veita þeim allt sem þeir borða og neyta og hver mikið land þarf til þess að taka upp allan úrganginn, þar með talið útblástur. Eins og er lifa 7.2 milljarðar jarðarbúa eins og við ættum eina og hálfa jörð. Þetta þýðir að við erum að eyða upp náttúruauðlindum og vistkerfum hraðar en þau endurnýja sig. Vistsporið er því neikvætt. Handspor eru skref sem þú getur tekið til að minnka fótsporið. Handsporið stækkar því og stækkar eftir því sem þú breytir um lífsstíl meira og meira og þú getur líka reiknað til þín ef þér tekst að fá vini og kunningja til að minnka sitt fótspor. Hand- sporið er því jákvætt.“ Hver á réttinn til náttúruauðlinda? „Þjóðfélagsþegnar eiga náttúruauðlindir. Þess vegna eiga þeir sem nýta náttúruauðlindirnar að borga fyrir það stóran hluta af arðinum í þjóðarsjóð. Norðmenn hafa gert þetta mjög vel og þeir sem nýta olíuna borga 72% af virði olíunnar í sjóð fyrir komandi kynslóðir. Arður okkar af orkunni er nú einungis 3% fyrir Lands- virkjun, og ráðamenn vilja virkja meira og byggja meira af stóriðju. Hvernig getum við Íslendingar verið svona vitlausir? Útgerðarmennirnir borga nær ekkert til ríkisins fyrir að fiska fiskinn úr sjónum sem við eig- um sameiginlega, en greiða arðinn í eigin vasa. Við gætum lært margt af Norðmönnum. Erum við að gera eitthvað rétt á Íslandi? Það er alltaf hægt að sjá jákvæða hlið á öllu. Við eigum nokkrar hetjur. Það eru til dæmis lífrænu bændurnir og lífrænu gróðurhúsaræktendurnir okk- ar. Svo eru það lífrænu bakararnir okkar og lífrænu búðirnar og matsölustaðirnir. Hér er hópur fólks sem keyrir ekki bíl (Samtök um bíllausan lífsstíl). Ég þekki hins vegar einungis eina konu sem er kollegi minn í háskólanum sem hefur sjálfbæran lífsstíl, á ekki bíl, fer ekki til útlanda í frí, labbar með allt rusl í sorpu og kaupir öll föt í „second hand“ búðum. Svo eru hér ný samtök sem eru að skipuleggja námskeið í „permaculture“ eða vistmenningu, sem hjálpar fólki að byggja upp sjálfbæran lífsstíl. Sólheimar eru elsta vistþorp í Evrópu og mjög þekkt fyrir sína vinnu langt út fyrir landsteinana. Við eigum sterk útivistar- og náttúrusamtök og hér eru að spretta upp aðilar sem vinna að því að styrkja sjálfsmeðvitund fólks, t.d. með jógaiðkun, hugleiðslu og núvitund. Eru til algjörlega sjálfbær samfélög? Nú eru í gangi tilraunir út um allan heim í að byggja upp vistþorp og vistbæjarhluta. Senegal í Afríku vinnur nú að því að breyta 14,000 þorpum í vistþorp án þess að fara í gegnum ósjálfbæru vitleysuna sem við erum í á Vesturlöndum. Einnig eru samtökin Transition Towns eða umskiptabæir, mjög sterk með yfir 1000 hópa út um allan heim sem eru að búa sig undir lífið eftir að olían er búin og heimssamfélagið breytist í grenndarsamfélög. Eigum við einhvern tímann eftir að mæla árangur þjóða í öðru en veraldlegum auði? Rannsóknir sýna að veraldlegur auður gerir fólk ekki hamingjusamt. Það er fyrst og fremst fjölskylda, vinir og samfélagstengsl sem gera það. Í Bútan hefur verið mælt það sem þeir kalla verga hamingju og stuðlarnir sem þeir nota eru byggðir á spurningalista sem er sendur út til þjóðfélagsþegna. Árið 2013 var mér og 60 öðrum boðið af kónginum og þáverandi forsætis- ráðherra Bútan til landsins til að ræða um hvort þessi hamingjustuðull ætti að koma inn á nýja þróunar- stefnu SÞ frá 2015-2030 og hvernig unnt væri að þróa slíka stuðla fyrir alla þróun í heiminum. Þessi vinna er enn í gangi. Hvert er mikilvægasta verkefni okkar núna? Til að byggja upp sjálfbær samfélög þar sem vellíðan þjóðfélagsþegna er góð þarf að hlúa að og græða upp náttúruna, skipuleggja og hlúa að nýsköpun sem veitir umhverfisvæn störf og vinna að því að misskip- ing auðs minnki, en nú eru allt of hátt bil milli lægstu og hæstu launa. Fyrirtæki sem lífeyrissjóðirnir okkar fjárfesta í hafa launahlutfall allt að 40:1. Hagkerfið þarf að vera fyrir fólkið og það er best gert með því að reka margvísleg smá og meðalstór fyrirtæki sem starfsmenn eiga saman. Þegar ójöfnuðurinn er mikill eru vandamál innan þjóðfélaga miklu meiri, bæði fyrir þá fátæku og þá ríku. Hvað getum við sem einstaklingar gert betur hér á Íslandi? Hvar á ég að byrja? Við getum verið betri í að keyra minna og taka strætó. Við þurfum að henda minna af mat. Við getum verið meira á Íslandi í fríum. Við þurfum að hlúa að og styrkja lífræna bændur. Við getum hætt að nota plastpoka, getum sett á stofn um- breytingarbæi og gildisbanka. Að mínu mati geta allir horft í eigin barm og stækkað sitt handspor. En við þurfum miklu meira til þess að byggja upp grænt hag- kerfi þar sem virði náttúrunnar er tekið inn í hagkerf- ið. Við þurfum að vinna að því að hlúa að og vernda náttúruna, minnka útblástur, byggja upp sjálfbært hagkerfi, og réttlátt samfélag þar sem fólki líður vel. Þetta er átaksverkefni sem við þurfum öll að vinna að saman. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 28 viðtal Helgin 21.-23. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.