Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 34

Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 34
34 matur & vín Helgin 21.-23. febrúar 2014  vín vikunnar Era Montepulciano d'Abruzzo Gerð: Rauðvín. Þrúga: Montepul- ciano. Uppruni: Ítalía, 2011. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: 1.899 kr. (750 ml) Umsögn: Virkilega spennandi Montepul- ciano-vín frá Ítalíu og lífrænt ræktað í þokkabót. Verðið er gott, bragðið er gott og vínið hentar vel með bragðmiklum pastaréttum. Ekki síst kröftugri sósu, jafnvel bragðbættri með ansjósum. Delicato Chardonnay Gerð: Hvítvín. Þrúga: Chardonnay. Uppruni: Bandaríkin, 2011. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml) Umsögn: Delicato er magnframleiðandi frá Kaliforníu sem stendur alltaf fyrir sínu. Vínin eru jöfn að gæðum og þú veist alltaf að hverju þú gengur. Þetta Chardonnay er bragðmilt og hentar með alls konar mat, ekki síst feitari fiski. Chateau Michelle Riesling Gerð: Hvítvín. Þrúga: Riesling. Uppruni: Bandaríkin, 2011. Styrkleiki: 11% Verð í Vínbúðunum: 2.497 kr. (750 ml) Umsögn: Chateau Michelle er frábær framleiðandi í Columbia-dalnum í Washington-fylki í Bandaríkjunum. Þaðan koma mörg afbragðs vín og þessi Riesling gefur bræðrum sínum frá Alsace ekkert eftir. Gættu þess að drekka vínið ekki beint úr ísskápnum, leyfðu því að standa smá stund og opna sig. Klassík á konudegi Konudagurinn er á sunnudaginn. Hann hefur sumpartinn átt undir högg að sækja því mörgum finnst þetta fyrirbæri orðið hálf gamaldags. Við viljum hins vegar halda gömlu hefðunum í heiðri og gera það á eins skemmtilegan hátt og hægt er. Rósavín hefur ekki átt mikið upp á pallborðið hjá okkur Íslendingum sem er synd því gott rósavín getur verið hreint afbragð. Því miður hefur úrval af þessari ágætu vöru ekki verið upp á marga fiska hér á landi. Mateus á vel við á konudeginum því það hefur fylgt þjóðinni lengi og var jafnan að finna í vínskáp allra góðra kvenna. Þetta er vínið sem mömmur og ömmur dreyptu á í sumarbústaðaferðunum. Mateus er í gamaldags flösku en drykkurinn sjálfur hefur breyst frá því sem áður var, nú er hann orðinn ljósari. Mateus tilheyrir léttari tegund rósavína. Áfengisprósentan er lág sem tengist oft því að vínin séu sæt. Hins vegar er Mateus ekkert sérstaklega sætt en það er hins vegar ávaxtaríkt með sætum og léttum keim. Það freyðir pínulítið sem gerir það mjög frískandi. Mateus Gerð: Rósavín. Þrúgur: Baga, Rufete o.fl. Uppruni: Portúgal. Styrkleiki: 10% Verð í Vínbúðunum: 1.499 kr. (750 ml) Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Fullkominn konudagskokteill Konudagurinn er á sunnu- daginn og þá er viðeigandi að karlmenn gleðji konur sínar. Auk hefðbundinnar þjónustu er tilvalið að gleðja frúna með því að færa henni kokteil fyrir matinn eða þegar ró er komin á um kvöldið. Við fengum Ása á Slippbarnum, Ásgeir Má Björnsson, til að reiða fram snilldarkokteil fyrir þetta tilefni. Ásgeir og félagar eru rómaðir kokteilgerðarmenn og það verður enginn svikinn af þessum. Winter Sour Uppskrift 60 ml Red Stag Cherry Bourbon infusað með eplum og kanil. 15 ml peru og sítrónu timían síróp. 30 ml ferskur sítrónusafi. Múskat á toppinn. Aðferð Allt nema múskatið hrist saman og síað í kælt kokteil- glas og múskat rifið yfir. Bourbon Infuse Krukka fyllt með skornum rauðum eplum sem búið er að fjarlæga stein og stilk, 2-4 kanilstöngum bætt við og Red Stag hellt yfir, krukkunni lokað og látið liggja í 3-6 daga. Að því loknu eru eplin og kanillinn síuð frá. Peru og timían síróp Jöfn hlutföll af afhýddum og steinhreinsuðum perum og sykri sett í ílát ásamt knippi af sítrónu timían. Í rólegheitunum er sykurinn látinn leysast upp í perusafanum. Þetta er látið liggja í 2-3 daga og þá er sykurlögurinn síaður frá. Ási á Slippbarnum mælir með Winter Sour fyrir konuna á sunnudaginn. Ljósmyndir/Hari Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Skráðu þig inn... ...drífðu þig út

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.