Fréttatíminn - 21.02.2014, Blaðsíða 42
Þegar ískalt er úti er gott að
vera bara heima og föndra.
Origami er japönsk pappírslist
sem snýst um að búa til þrívíð
form úr flötum pappír. Sam-
kvæmt aldagömlum japönskum
hefðum er pappírinn einungis
brotinn saman en aldrei límdur
eða klipptur. Hægt er að búa til
fjöldann allan af formum, þau
takmarkast bara af ímyndunar-
afli þess sem brýtur saman
pappírinn.
Frægasta formið af origami
er sennilega hegrinn en gömul
þjóðsaga segir að brjótir þú
saman eitt þúsund pappírshegra
getir þú fengið þína heitustu ósk
uppfyllta. Almennt er hegrinn
talinn færa hamingju í Japan og
origami hegrinn því vinsæl gjöf.
Hægt er að notast við næstum
hvaða pappír sem er, en formið
er alltaf ferhyrnt og algengasta
stærðin er 7,5 x 7,5 cm. Hér-
lendis er hægt að nálgast ori-
gami pappír með hefðbundnum
komino mynstrum í Tiger en
svo er að sjálfsögðu hægt að
kaupa bara pappír og klippa út
ferhyrnda kassa. Þegar fram-
leidd hafa verið nokkur stykki
af fuglum, drekum, stjörnum,
blómum, eða bara hverju sem
er, er sniðugt að finna nál og
grófan tvinna og þræða formin
upp í óróa. Svo er alltaf hægt að
færa einhverjum fegurðina að
gjöf og hver veit nema hamingja
fylgi í kjölfarið.
Á alnetinu er endalaust mikið
af síðum sem kenna origami
gerð og svo er alltaf gott að
styðjast við you-tube kennslu.
Hér eru nokkrar góðar síður:
www.en.origami-club.com,
www.origami-fun.com, http://
www.origami-make.com/
- hh
42 fjölskyldan Helgin 21.-23. febrúar 2014
Kvíðahnútur fermingarbarnsins
H elena var með kvíðahnút í maganum. Hún vissi ekki hvort hún fengi að hitta pabba sinn eða afa og ömmu að athöfn lokinni. Mamma
hennar og pabbi töluðu ekki saman. Veislan var aðeins
með fólkinu hennar mömmu og stjúpa. Pabbi hennar
ætlaði að hafa boð helgina á eftir.
Hvernig fólk hagar sínum veisluhöldum er að
sjálfsögðu einkamál hvers og eins. Það er ekkert
óalgengt að fólk haldi fleiri en eina afmælisveislu
fyrir barn, hvort sem foreldrar búa saman eða
ekki. Það eru haldin bekkjarafmæli, fjölskylduaf-
mæli og vinaafmæli ef því er að skipta. Af hverju
ætti eitthvað annað gilda um fermingarveisluna?
Halda má eina veislu eða fleiri. Aðalatriðið er að
barnið og þeir sem að því standa séu sáttir. Hvað
svo sem öllum öðrum finnst um fyrirkomulagið.
Óhjákvæmilega er það dýrara að hafa margar
veislur en hver og einn verður að gera það upp
við sig hverju hann hefur ráð á. Ætli fólki hins-
vegar að halda veislu saman þarf að komast að
samkomulagi um kostnað, vinnuframlag og þess
háttar. Góð regla er að ráðstafa hvorki tíma né
peningum annarra án samráðs við viðkomandi
vilji fólk eiga góð samskipti. Muna þarf líka eftir
að eiga samráð við stjúpforeldra séu þeir til staðar.
Það er örlítið flóknara með ferminguna sjálfa hvort
heldur um er að ræða kirkjulega eða borgaralega at-
höfn. Ferming er einstakur atburður og verður ekki
endurtekinn. Spurningin er, hvaða minningar viljum
við að börnin eigi um athöfnina og það sem henni
fylgir?
Rétt eins og langvarandi áhyggjur og ótti hafa nei-
kvæð áhrif á heilsu og velferð barna og fullorðinna, þá
hefur það jákvæð áhrif að finna ást og öryggi hjá þeim
sem næst okkur standa. Við verðum betur í stakk búin
til að takast á við þau verkefni sem lífið leggur okkur á
herðar. Börn læra að verða vongóð í stað þess að líta á
sig sem fórnarlömb sem lítil áhrif geta haft á líf sitt.
Skilnaður foreldra er yfirleitt börnum áfall í fyrstu
en flest jafna sig smám saman nái foreldrar að leysa sín
mál á uppbyggilegan máta. Takist það ekki er líklegt
að mikill og langvarandi ágreiningur valdi börnunum
streitu og kvíða. Á það líka við um börn sem búa með
báðum foreldrum sínum. Erfið samskipti fyrrverandi
maka geta líka haft áhrif á aðlögun barna í stjúpfjöl-
skyldum þar sem koma barnsins verður kvíðvænleg
vegna þeirra deilna, sem ósjaldan fylgja inn á heimilið.
Þegar deilur eru miklar er börnum stundum bannað
að tengjast stjúpforeldri sínu og ræða það sem gerist á
öðru heimilinu á hinu heimilinu. Ekki veit ég hvað full-
orðnu fólki þætti um að mega hvorki ræða vinnuna eða
vinnufélaga sína heima eða fjölskyldu sína í vinnunni?
Eða það lenti í sífelldum yfirheyrslum um hvað gerðist
á hvorum staðnum um sig. Hvað þá ef það mætti ekki
tengjast ákveðnum vinnufélaga sem væri bara við-
kunnanleg manneskja?
Hætta er á að foreldrar missi traust barna sinna og
staða barnanna verður í senn einmanaleg og flókin.
Hvort haldin verði ein eða tvær veislur er því kannski
ekki stóra málið fyrir barnið heldur laskað traust til for-
eldra og stjúpforeldra séu þeir til staðar.
Þegar kemur að athöfninni sjálfri eiga börn ekki
annarra kosta völ, mæti báðir foreldra og fjölskyldur, en
að hafa þau á sama stað á sama tíma. Það er því mikil-
vægt að athöfnin sé undirbúin – og þau viti hvað bíður
þeirra í stað þess að ala á kvíða og óvissu. Enn er tími
til stefnu vilji fólk finna út úr hlutunum og setja má sér
það markmið að enda deilur eða a.m.k. finna leið til að
lágmarka áhrif þeirra á börnin. Börnin eiga líklega eftir
að gifta sig og skíra í framtíðinni og æskilegt að þau
séu ekki að glíma við skilnað foreldra sinna langt fram
á fullorðins ár – hvað þá ófædd barnabörn.
Þeir sem sjá um athöfnina og undirbúning hennar
geta gegnt mikilvægu hlutverki við að aðstoða foreldra
og börn sem eru í þessum aðstæðum – það þarf bara að
opna umræðuna og sjá hvað hentar hverjum og einum.
Ættum við ekki frekar að hafa áhyggjur af kvíðahnút
barnsins en hvort það fær eina eða tvær fermingar-
veislur?
Ein eða tvær fermingarveislur?
Valgerður
Halldórs-
dóttir
félagsráðgjafi
og kennari
Heimur barna
Ferming er einstakur atburður og verður ekki endurtekinn.
Í Japan er hegrinn talinn
færa hamingju.
Ódýr og skapandi skemmtun
Opið í Bláfjöllum:
Venjuleg helgaropnun kl. 10–17.
Einnig opið föstudag, mánudag
og þriðjudag kl. 11–21.
Skálafell verður einnig opið
á föstudag kl. 12–21 og um
helgina kl. 10–17.
Lengjum opnunartímann í vetrarfríinu
Ferðir samkvæmt áætlun.
Aukarúta fer á föstudegi frá
Olís í Mjódd kl. 11 og frá
Bláfjöllum kl. 15.
Upplýsingasími 530 3000
Nánari upplýsingar skidasvaedi.is
PIPA
R
\TBW
A
• SÍA
• 140526
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P I S
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P
I S
H E L G A R B L A Ð
H E L G A R B L A Ð
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
ÓKEYPIS
ÓKEYPI
S
Fermingarblað
Fermingarblað Fréttatímans fylgir blaðinu
21. mars næstkomandi.
Markmið okkar er, eins og áður, að gefa út gæðablað með
áhugaverðu efni fyrir alla sem huga að fermingu þetta
árið. Hvort sem það snertir matinn, veisluna, fötin, gjar
eða annað sem tengist fermingunni, verður allað um það
á vandaðan máta.
Hað samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3300
eða á auglysingar@frettatiminn.is og við nnum réttu leiðina
fyrir þig til þess að nálgast markhópinn þinn.
1986