Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 56

Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 56
Þær Eirún, Jóní og Sigrún hafa unnið saman gjörninga í 18 ár en láta nú reyna á leiklistarformið í nýju verki. Ljósmynd/Hari  Frumsýning gjörningaklúbburinn í listasaFni íslands Hugsa minna - skynja meira Gjörningaklúbburinn býður upp á klukkutíma upplifun Listasafni Íslands. Til að taka þátt þarf að tryggja sér miða því sýningarfjöldi er takmarkaður, mæta svartklæddur eftir lokun á safnið og helst að skilja rökhugsunina eftir heima. Gestir mega búast við öðruvísi sýningu, sjónrænni veislu sem örvar öll skynfæri og leikur sér að mörkum leikhúss og myndlistar. V ið erum að leggja áherslu á hversu mikil-vægt það er að treysta skynjuninni því við búum í þjóð- félagi sem byggir svo mikið á rökhyggju. Við erum ekkert endilega að gagnrýna rökhugs- unina heldur viljum við bara leggja áherslu á að maður eigi að líka að treysta tilfinningum sínum og skynfærum. Þetta er nú skringileg skipun en kannski er þetta frekar hvatning. Þetta er eiginlega boð og skipun,“ segir Eirún Sigurðardóttir, einn meðlima Gjörningaklúbbsins, og hlær. Eirún og samstarfs- konur hennar láta nú reyna á leiklistarformið í nýju verki. Hún segir rökhugsunina oftast ná yfirhöndinni yfir til- finningunum. „Í mörgu í lífinu þá treystum við öðru en rökum, til dæmis ástinni eða listinni. Við ættum að taka þessa þætti meira til greina. Þennan heim ætlum við að bjóða fólki að koma inn í eftir lokun safnisins. Fólk fær að koma og sjá sýningu sem er allt öðruvísi en sýningar sem það á að venjast hér í Lista- safninu. Það er ekki hægt að sjá verkið á venjulegum opnunar- tíma og fólk verður að koma sérstaklega til að sjá verkið og verða hluti af því. Það er nauð- synlegt að upplifa það.“ Gjörningaklúbbinn skipa þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jóns- dóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Þær hafa fléttað saman líf og list í 18 ár og gjörningurinn er þeirra tjáningarmáti, en þetta er í fyrsta sinn sem þær róa svo langt út á leiklistarmiðin. „Oftast gerum við bara gjörning einu sinni en núna erum við að fá lánað þetta skipulag leikhúss- ins, verðum með 12 sýningar og það er takmarkaður sýningar- fjöldi Áhorfendur eru þátttakendur í verkinu og mega búast við veislu fyrr öll skynfæri. Gest- irnir þurfa að huga að ýmsu. Í fyrsta lagi þurfa þeir að vera alveg svartlæddir og svo þurfa þeir að koma hér í skjóli nætur. Ganga svo inn í verkið sem ein stór svört heild og reyna á ýmis skynfæri, en án þess þó að nokkur sé tekin úr hópnum. Við erum að leggja áherslu á hráa skynjun og þetta lítur kannski út fyrir að vera mjög súrrealískt en það eru þarna allskyns til- vitnanir,“ segir Eirún. Þær stöllur hafa aldrei unnið jafn umfangsmikið verk hér- lendis en þær hafa fengið 16 listamenn til samstarfs við sig. Sigrún segir það skemmtilega og gefandi nýbreytni að vinna með jafn mörgum ólíkum lista- mönnum. „Þetta eru leikarar, dansarar, myndlistamenn, arkitektar og tónlistamenn. Allar listgreinar koma að þessu. Við höfum yfirleitt unnið þrjár saman svo þetta er alveg nýtt fyrir okkur. Allir fengu frekar skýrar línur frá okkur en svo kemur hver og einn með sitt innlegg.“ Jóní segir aðferð þeirra við að nálgast efnið ekki vera neitt öðruvísi núna þegar þær eru að gera leikhús. „Við köstum á milli okkar spurningum og hugmyndum, spáum í sam- tímann, fortíðina og framtíðina. Samstarfið milli okkar er og hefur alltaf verið mjög lífrænt. Við erum sem einstaklingar á mjög svipuðum nótum, oftast frekar samstíga enda með líkan bakgrunn, erum hvítar konur úr sama samfélagi. Svo höfum við unnið saman í 18 ár og erum mjög góðar vinkonur.“ Hún vill ekki gefa of mikið uppi um efnistök verksins en segir þeirra hugðarefni fá eitt- hvert pláss. Þær spegli söguna og framtíðina í karaktersköpun og sjónrænni framsetningu. „Við spáum mikið í jafnrétt- isbaráttu og pólitík og viljum leggja okkar af mörkum með listinni. Í þessu verki erum við soldið að hugsa um framtíðina, það er svo auðvelt að spá í hana því allt endurtekur sig. Við vitum að það hafa verið bólur og að það verða bólur og í kjölfarið kreppur. Við rýnum í fortíðina og sjáum það sama, stríð og kreppur. Fólk hefur alltaf fengið yfir sig sömu hluti og eru að við- gangast núna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  jón kalman ausinn loFi í Verdens gang Þríleikur Jóns Kalmans Stefánsson- ar sem hófst með Himnaríki og hel- víti og lauk með Hjarta mannsins er allur kominn út á norsku. Norski rit- höfundurinn og gagnrýnandinn Ga- briel Michael Vosgraff Moro skrifar ritdóm um lokabindið, Menneskets hjerte, í Verdens Gang og fer ekki leynt með hrifningu sína. Moro segir þessar þrjár bækur Jóns um líf fólks á Íslandi fyrir hundrað árum síðan hafa fengið glimrandi dóma á Íslandi og að með vandaðri norskri þýðingu Tone Myklesbosts fái norskir lesendur nú loks að njóta til fullnustu eins af metnaðarfyllstu skáldverkum Norð- urlanda á síðustu árum. Jón Kalman er sagður vekja sögupersónur sínar til lífsins með ljóðrænum og harmrænum texta sínum. Langar setningar og frá- sagnarháttur Jóns framkalli skýrar myndir af persónunum og krefjist um leið mikils af lesandanum. Moro segir Menneskets hjerte ekki vera auðlesna bók en fegurð hennar nái slíkum tökum á lesand- anum að hún hafi varanleg áhrif á hann. Skínandi skáldskapur Jóni Kalman er hrósað í hástert í ritdómi um Hjarta mannsins í Verdens Gang. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 8/3 kl. 20:00 frums Mið 19/3 kl. 20:00 aukas Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Þri 11/3 kl. 20:00 aukas Fim 20/3 kl. 20:00 aukas Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Mið 12/3 kl. 20:00 2.k Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Fim 13/3 kl. 20:00 3.k Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Lau 15/3 kl. 20:00 4.k Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 16/3 kl. 20:00 5.k Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta Hamlet (Stóra sviðið) Fös 21/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 lokas Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýir tímar, nýr Hamlet. Lokasýningar Óskasteinar (Nýja sviðið) Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Fös 14/3 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Lau 15/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Sun 16/3 kl. 20:00 Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Mið 19/3 kl. 20:00 Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Fim 20/3 kl. 20:00 Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Fös 21/3 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Lau 22/3 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Fim 13/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00 Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Lau 8/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 aukas Sun 2/3 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 9/3 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur Óskasteinar – „Verulega góð kvöldskemmtun” – SA, tmm.is HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ENGLAR ALHEIMSINS – HHHHH „Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS Englar alheimsins (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 1/3 kl. 19:30 75.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 2/3 kl. 19:30 76.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Sun 30/3 kl. 19:30 lokas Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar! SPAMALOT (Stóra sviðið) Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur! Svanir skilja ekki (Kassinn) Fös 28/2 kl. 19:30 Frums. Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 13.sýn Mið 5/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 7/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 22/2 kl. 20:00 23.sýn Fim 6/3 kl. 20:00 30.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Lau 22/2 kl. 22:30 24.sýn Fös 7/3 kl. 20:00 31.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Mið 26/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 7/3 kl. 22:30 32.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fim 27/2 kl. 20:00 26.sýn Fim 13/3 kl. 20:00 33.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 28/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Fös 28/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Mið 26/3 kl. 20:00 Mið 5/3 kl. 20:00 29.sýn Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 2/3 kl. 13:00 Sun 9/3 kl. 13:00 Lokas. Síðustu sýningar. Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 1/3 kl. 13:30 Lau 8/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 13:30 Lau 1/3 kl. 15:00 Lau 8/3 kl. 15:00 Lau 15/3 kl. 15:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum. Aladdín (Brúðuloftið) Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar. Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is Lóan er komin Sumarvesti 56 menning Helgin 21.-23. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.