Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 59

Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 59
Siemens leggur mikla áherslu á nýsköpun í starfi sínu og nú hefur fyrirtækið þróað nýtt útifatnaðarkerfi fyrir þvottavélar sínar. Þetta nýja kerfi verndar útifatnað svo að öndunar- og vatnsfráhrindandi eiginleikar hans haldi sér betur. Það getur sannarlega borgað sig að hugsa vel um útifatnaðinn. Hvort sem menn stunda fjallgöngur, hjólreiðar, hlaup eða finnst einfaldlega gaman að vera úti í rigningunni að drullumalla hentar sérkerfið Útifatnaður vel. Nokkrar gerðir af glæsilegum þvottavélum með þessu sérkerfi. Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu frekari upplýsingar. Einnig er hægt að fá upplýsingar á heimasíðunni: www.sminor.is/utifatnadur.html. Gildir til og með 28. febrúar eða á meðan birgðir endast. www.sminor.is Útifatnaður / vatnsvörn Útifatnaður Nýjung sem verndar útivistarfatnað Cintamani-gjafabréf að verðmæti 20.000 kr. fylgir nú með Siemens þvottavélum með sérker�inu Útifatnaður. Þetta er mikill heið- ur fyrir okkur sem eru Python-aðdá- endur að fá að taka þátt í þessu. þeim. Franska riddara sem sví- virða þá og svo framvegis og framvegis. Ég held að ég leiki þarna einhver átta hlutverk. Minna má það ekki vera.“ Stefán Karl segir æfing- arnar búnar að vera ótrúlega skemmtilegar og hvað sig varðar spillir ekki fyrir að hann er mikill Python-aðdá- andi. „Ég er mikill aðdáandi Monty Python og hef alltaf verið. Kannski ekkert af öllu þeirra efni en Holy Grail og þessar bíómyndir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér og sjónvarpsþættirnir auð- vitað. Þetta er mikill heiður fyrir okkur sem eru Python- aðdáendur að fá að taka þátt í þessu. Það er ekki spurning og þetta verður mikil Pyt- hon-veisla fyrir þá sem fíla Python.“ Stefán Karl segir einlæga aðdáendur Monty Python ekki þurfa að óttast. „Það var kona sem sagði við mig um daginn að hún væri svo mikill Monty Python-aðdáandi að hún þori ekki á sýninguna. Ég sagði henni að þetta væri svona svipað og að segja að manni finnist matur svo góður að maður ætli ekki að fara út að borða. Eða að ég ætli ekki að fara á Hamlet af því að ég elska Shakespeare. Þetta er einmitt fyrir Monty Python- aðdáendur. Eini munurinn er bara að þeir sjálfir eru ekki að leika enda eru þeir á grafar- bakkanum.“ Auk Stefáns Karls og Egg- erts leika Friðrik Friðriksson, Jóhannes Haukur Jóhannes- son, Maríus Sverrisson, Oddur Júlíusson, Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Selma Björns- dóttir, Sibylle Köll, Stefán Karl Stefánsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Þorleifur Einars- son, Ævar Þór Benediktsson, Örn Árnason og Ágústa Eva Erlendsdóttir í sýningunni. Hilmir Snær Guðnason leikstýrir og Bragi Valdimar Skúlason þýddi verkið. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Nýtt verk Högna Egilssonar frumflutt í Hörpu  TónlisT BlásarakvinTeTT reykjavíkur á Tónleikum kammermúsíkklúBBsins Nýtt verk eftir Högna Egils- son tónskáld verður frum- flutt á sunnudagskvöld þegar Blásarakvintett Reykjavíkur leikur á tónleikum á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Tón- leikarnir fara fram í Norður- ljósasal Hörpu og hefjast klukkan 19.30. Píanóleikar- inn Peter Máté leikur með Blásarakvintettinum. Á efnis- skránni eru verk eftir Anton Reicha, Ludwig van Beet- hoven og Francis Poulenc, auk verks Högna Egilssonar. Verk Högna kallast Andartak Tetiönu Chornovol. „Tetiana Chornovol var úkraínskur aktivisti og blaðakona sem lést um síðustu jól af völdum bar- smíða í Kænugarði. Hún hafði þá nýlokið grein um spillingu innan stjórnsýslunnar. Atvikið vakti sterk viðbrögð, bæði í Kænugarði og annarsstaðar í heiminum. Borgarastyrjöld geisar nú í Kænugarði,“ segir Högni um verk sitt. Blásarakvintett Reykjavíkur var stofnaður árið 1981 og skipuðu hann þeir Bernharður Wilkinson flauta, Daði Kol- beinsson óbó, Einar Jóhann- esson klarinett, Hafsteinn Guðmundsson fagott og Jósef Ognibene horn. Þeir voru allir fastráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú er Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari kvintettsins og Darri Mikaelsson fagott- leikari. Nýtt verk Högna Egilssonar verður frumflutt í Norðurljósa- sal Hörpu á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Hari Blásarakvintett Reykjavíkur leikur á tónleikunum sem eru á vegum Kammermúsíkklúbbsins. menning 59 Helgin 21.-23. febrúar 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.