Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 60

Fréttatíminn - 21.02.2014, Síða 60
 Í takt við tÍmann tanja Ýr Ástþórsdóttir Berst fyrir réttindum dýra Tanja Ýr Ástþórsdóttir er 22 ára Reykjavíkurmær sem var krýnd Ungfrú Ísland í fyrra og býr sig nú undir að taka þátt í keppninni Ungfrú heimur síðar á árinu. Tanja Ýr er að læra hugbúnaðarverk- fræði við Háskólann í Reykjavík, elskar mexíkóskan mat og að ferðast til heitra landa. Staðalbúnaður Ég er með ósköp venjulegan fatastíl, held ég. Ég elska skyrtur og geng í fínum skyrt- um eiginlega á hverjum degi. Ég vil frekar vera fínni en hversdagsleg en þegar ég er heima hjá mér þá tjilla ég bara í kósíföt- unum. Þegar ég fer til útlanda nýti ég tæki- færið og kaupi mér föt en hér heima versla ég í Júník og Zöru. Mér finnst skartgripir Hendrikku Waage geðveikir, ég fer ekki út úr húsi án armbandanna hennar. Mér finnst ógeðslega gaman að vera á fínum hælum en það er ekki alltaf hægt því ég er í skóla. Við mamma erum báðar mikið fyrir skó, hún á örugglega yfir hundrað pör. Hugbúnaður Ég er byrjuð að undirbúa mig fyrir Ungfrú heim en keppnin verður í London í ágúst eða september. Ég er í einkaþjálfun hjá Aðalheiði Ýr og Heiðar snyrtir er líka að hjálpa mér. Svo var ég að opna heimasíðuna Tanjayr.com þar sem hægt er að fylgjast með mér. Ég geri því mikið af því að hanga í tölvunni þessa dagana, bæði vegna heima- síðunnar og skólans. Einu sjónvarpsþætt- irnir sem ég býð spennt eftir eru Pretty Little Liars. Ég er ekki mikið fyrir að fara niður í bæ að skemmta mér þó það komi auðvitað fyrir. Við vinkonurnar förum hins vegar oft út að borða eða kíkjum í Borgar- nes þar sem góð vinkona mín býr. Það er gaman að kíkja á sveitastemninguna. Mér finnst leiðinlegt að fara ein í ræktina og mæti því í ótrúlega marga opna tíma í World Class. Ég var að æfa loftfimleika en það hafa ekki verið námskeið að undan- förnu sem ég hef komist á. Vélbúnaður Ég er alger Apple-manneskja, er með Macbook Air eins og er en átti Macbook Pro áður. Svo er ég með iPhone og nota hann oft meira en tölvuna. Uppáhalds appið mitt er Instagram en ég spila enga leiki í símanum. Það er reyndar skrítið því ég var mikið í tölvuleikjum, Counterstrike og öllum þeim. Aukabúnaður Mexíkóskur matur er í uppáhaldi hjá mér og ég fer oft á Culiacan og fæ mér taco skeljar. Þær eru algjört nammi. Ég hef nú að mestu látið mömmu sjá um eldamennsk- una en núna elda ég stundum kjúkling. Ég er samt mest í þessu létta eins og ommi- lettu. Ég hef alltaf elskað snyrtivörur og finnst gaman að prófa mig áfram með þær. Bláa lóns vörurnar eru til dæmis í miklu uppáhaldi, ég nota þær daglega. Ég hef mikla ástríðu fyrir dýrum og berst fyrir réttindum þeirra. Sjálf á ég chihuahua- hund sem heitir Bella. Ég er mikið fyrir útiveru og adrenalín-íþróttir, ég fer á snjó- bretti, skíða og þegar það kemur gott veður í sumar ætla ég að drífa mig á brimbretti. En um leið finnst mér æðislegt að ferðast til heitra landa. Ég var á Mallorca í fjóra mán- uði sumarið 2012 og myndi velja Spán fram yfir flest önnur lönd. Tanja Ýr tekur þátt í keppninni um Ungfrú heim í haust og nýtur leiðsagnar Heiðars snyrtis við undirbúninginn. Ljósmynd/Hari  appafengur Homestyler Interior Design Homestyler Interior Design er eiginlega bara alveg fáránlega sniðugt app, og þó það sé hægt að nota það á snjallsíma er enn betra að nota það á því í spjaldtölvu skjárinn er auðvit- að mun stærri. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta app til innanhúshönnunar og það er ekki flóknara en svo að þú getur tekið mynd af svefnherberginu þínu, stofunni eða bað- herberginu og endurhannað það með appinu á ótrúlega raunverulegan hátt. Það eru tíðindi að þetta flotta app er frítt en það skýrist af því að húsgögnin, ljósakrónurnar og speglarnir sem þú velur úr þegar þú endurhannar rýmið eru öll til sölu einhvers staðar og í gegn um appið getur þú nálgast þessa hluti. Hefðbund- inn notandi getur þó allt eins mátað rautt sófa- sett í stofuna sína og málað veggina græna án þess að greiða krónu fyrir, og farið svo bara í Ikea og Litaval. Ýmislegt annað er hægt að gera með app- inu, hægt er að skoða rými sem aðrir hafa hannað og jafnvel dundað sér við að endur- hanna þau, og svo er einfalt að senda myndir af eigin hönnun til vina og ættingja. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 60 dægurmál Helgin 21.-23. febrúar 2014 Sigurvegari í keppninni Kaka ársins 2014 Kræsingar fyrir öll tilefni OPIÐ ALLA HELGINA Skipholti, Hólagarði og Arnarbakka. Sími: 557 2600 Sveinsbakarí - www.sveinsbakari.is tertur snittur brauðtertur

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.