Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 28.02.2014, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Slydda og Snjókoma na-til og nokkuð hvaSSt. EinS á vESfjörðum. Bjart Syðra. höfuðBorgarSvæðið: Léttskýjað og hiti yfir frostmarki að deginum. BLástur. litlar BrEytingar, En mEiri Snjókoma a- og na-landS. höfuðBorgarSvæðið: sóLríkt. hiti að deginum, en næturfrost. Spáð Er hríð fyrir norðan og á vEStan framan af dEginum höfuðBorgarSvæðið: fremur hægur vindur og að mestu Bjart. Enn er ekkert lát á tíðinni Veðrið heldur áfram að vera mjög kafla- skipt um landið. vetrarblíða og bjartviðri s- og sv-lands. heiðríkt á laugardag. vissulega blástur, en hiti þó allt að 5°C í sólinni. na-til verða éljabakkar og skaf- renningur í dag, einkum á fjall- vegunum. Líkur á að rofi til fyrir vestan á laugardag, en þá eru horfur á enn einu snjókomu- beltinu að austurlandi og þar hríð og leiðindaferðaveður seint á laugardag. Fyrir norðan og vestan framan af sunnudeginum. 5 0 1 2 5 4 0 1 1 4 -1 -2 -1 -0 -0 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is e ygló Harðardóttir jafnréttisráðherra bauð nýstofnuðu Sambandi femínista-félaga framhaldsskólanna til hádegis- verðar og fundar í Ráðherrabústaðnum í gær, fimmtudag, til að stofna til samtals við unga femínista, heyra hvað ungt fólk með áhuga á jafnréttismálum vilji leggja áherslu á auk þess að sýna þessu nýstofnaða félagi stuðn- ing. „Mér fannst mjög skemmtilegt að hitta þessa krakka og áhugaverð þessi þróun að það sé verið að stofna femínistafélög í fram- haldsskólum Það virðist vera mikil gerjun í gangi. Í gær var ég á fundi með aðilum vinnumarkaðarins um það hvernig sé hægt að berjast gegn kynbundnum launamun en þar var lögð áhersla á mikilvægi mennt- unar og skólakerfisins. Einnig að það þurfi að takast á við staðalímyndir. Sú umræða er í takt við helstu áhyggjuefni femínista- félaganna. Á fundinum kom fram að gamal- grónar staðalímyndir endurspeglast ekki bara í náminu heldur líka í félagslífinu,“ segir Eygló sem fer til New York á næstunni með norrænu ráðherrunum á þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þar verður fjallað um jafnrétti kynjanna og hvernig hægt sé að efla konur og stúlkur á sviði mennta og hvernig hægt verður að brjóta niður staðalímyndir þegar kemur að náms- og atvinnuvali beggja kynja. Samband femínistafélaga framhaldsskól- anna var stofnað 11. febrúar síðastliðinn. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er formaður Femínistafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hún segir það hafa verið mikilvægt skref að mynda eina heild utan um öll félögin sem hafa verið stofnuð. Með stofnuninni vilji fé- lagið einnig hvetja aðra framhaldsskóla sem ekki þegar hafi stofnað sitt femínístafélag til að gera það. „Við stofnuðum okkar félag í FSU fyrir 10 dögum. Það var alveg kominn tími á það. Hér eru miklir fordómar gagnvart bara hug- takinu „femínisti“. Hér er engin fræðsla um málefnið. Eitt af helstu baráttumálum hins nýstofnaða félags er að fá kynjafræði kennda í öllum skólum. Það skiptir svo miklu máli að vera meðvitaður um það sem er í gangi því annars getur maður ekki breytt neinu,“ segir Vigdís. Hún segir félagið vera að vinna að stefnuskrá en fundað verði um það í næstu viku. „Það er ótrúlegt að enn séu til hefð- bundin kvenna- og karlastörf, þessu verður að breyta. Við ræddum líka lög um kynja- kvóta á fundinum og vorum öll sammála um að hann væri nauðsynlegur í einhvern tíma. En best væri að hann yrði ekki nauðsyn- legur í framtíðinni. Þetta er bara lausn á ákveðnu vandamáli eins og höft voru lausn í kreppunni í gamla daga. Fólk verður bara að venjast því að sjá konur í stjórnunarstöðum,“ segir Vigdís. Magnús Örn Gunnarsson er stofnandi Femínistafélags Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Hann segir vakningu í jafnréttismálum mjög nauðsynlega. „Það þótti mjög skrítið að strákur væri að stofna femínistafélag, en það var nú bara í byrjun. Það sem er óeðlilegt er að það hafi þótt óeðlilegt. Að mínu mati er mikilvægast af öllu að upplýsa unglinga um stöðuna, fræðslan verður að koma inn í skólana. Almennt veit fólk ekkert um jafn- rétti, heldur að Ísland sé bara besta landið fyrir konur að vera á. En það er ekki þannig, við erum að mörgu leyti vel stödd hér en við getum gert miklu betur. Það er t.d. enn 21% launamunur á milli kynjanna. Svo eru fyrir- myndir barna í grunnskólum bara ekki í lagi. Allar þessar Disney prinsessur fyrir stelp- urnar og svo prinsinn á hvíta hestinum fyrir strákana. Það er náttúrulega bara algjört „dilemma“ í samfélaginu. En ég trúi því að með menntun muni þetta lagast.“ halla harðardóttir halla@frettatiminn.is Við ræddum líka lög um kynja- kvóta á fundinum og vorum öll sam- mála um að hann væri nauðsyn- legur í einhvern tíma.  JaFnrétti ráðherra Fundaði með ungum Femínistum Fordómar gagnvart hugtakinu femínisti Eygló Harðardóttir bauð nýstofnuðu Sambandi femínistafélaga framhaldsskólanna til hádegis- verðar og fundar í Ráðherrabústaðnum til að heyra hvað þau vilja leggja áherslu á. Fulltrúar sambandsins segja gamalgrónar staðalímyndir ekki aðeins endurspeglast í náminu heldur einnig í félagslífinu. Þau segja fordóma gagnvart hugtakinu femínisti. Eygló Harðardóttir jafnréttisráðherra með fulltrúum femínistafélaga framhaldsskólanna sem hafa nýverið stofnað samtök. guðbjörn magnússon hlaut í gær viðurkenn- ingarskjal úr hendi Kristjáns Þórs júlíussonar heilbrigðis- ráðherra fyrir ómetan- legt framlag í þágu sjúklinga og íslenskrar heilbrigðisþjónustu. guðbjörn hefur gefið blóð 175 sinnum sem er oftar en nokkur annar íslendingur. Blóðgjafafélagið heiðrar árlega þá sem ná tilteknum fjölda blóðgjafa og í reglum félagsins eru tilgreindar viðurkenningar fyrir 125 skipti og fyrir 150 skipti. engar reglur ná hins vegar yfir jafn- mikla gjafmildi og Guðbjörn hefur sýnt en samkvæmt lauslegum útreikningum hefur hann gefið blóð sem svarar þyngd hans sjálfs. Kristján Þór sagði það mikla ánægju að hitta guðbjörn og heiðra hann fyrir þetta einstaka met og það góða fordæmi sem hann gæfi öðrum. -sda meirihluti stjórnenda andvígur viðræðuslitum Könnun sýnir að 38,1% aðildarfyrir- tækja sa vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið en 55,8% eru því andvíg. 6,1% tóku ekki afstöðu. Þegar einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja 40,6% slíta viðræðum en 59,4% eru því andvíg. 36,9% aðildar- fyrirtækja SA vilja ekki þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald aðildarviðræðna Íslands við ESB en 63,1% eru því fylgjandi. í ljósi umræðu um aðildarviðræður íslands við esB, segir á síðu samtaka atvinnulífsins, ákváðu þau að kanna við- horf aðildarfyrirtækja SA til þess hvort slíta beri viðræðunum eða ekki. jafn- framt hvort efna eigi til þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald aðildarviðræðna við esB eða ekki, og tímasetningu mögulegrar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þeir sem vilja efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu voru spurðir að því hve- nær þeir vildu að hún færi helst fram. 85,2% svöruðu samhliða næstu sveitar- stjórnarkosningum. 8,6% svöruðu síðar á kjörtímabili Alþingis, 4,8% svöruðu samhliða næstu alþingiskosningum sem verða vorið 2017 en 1,4% nefndu á öðrum tíma, t.d. þegar meirihluti væri fyrir aðild að ESB á Alþingi,“ segir enn fremur. Könnunin hófst fimmtudaginn 20. febrúar en lauk á hádegi mánudaginn 24. febrúar. Hún var send til 1.896 stjórnenda. Fjöldi svarenda var 703 og svarhlutfall því rúm 37%. -jh Setti íslandsmet í blóðgjöf 4 fréttir Helgin 28. febrúar - 2. mars 2014 Lj ós m yn d: H ar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.